„Held að við séum hrædd við eðlilega þjáningu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 11:31 Sverrir Norland frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið Mér líður best illa (Kletturinn). Hann ræddi við blaðamann um listina, karlmennskuhugmyndir, tilfinningar og fleira. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Sverrir Norland sendi frá sér lagið Mér líður best illa (Kletturinn) í október og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Mér líður best illa (Kletturinn) - Sverrir Norland „Þeir sem spila með mér eru góðir vinir mínir og frábærir tónlistarmenn. Helgi Egilsson bassasnillingur og líka bakraddir, Óskar Þormarsson á trommur og Ragnar Jón Ragnarsson, kallaður Humi, á hljómborð, syntha og bakraddir. Ég syng og spila á gítarinn. Ólafur Daðason tók upp og hljóðblandaði ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni Fjallabróður. Myndbandið skaut Hákon Örn Helgason sem klippti það líka og sá um alla eftirvinnslu. Ég elska þá alla,“ segir Sverrir. Sverrir gaf út skáldsöguna Kletturinn fyrr á árinu.Kápa eftir Alexöndru Buhl Mikilvægt að geta sett sig í spor annarra Sverrir gaf út skáldsöguna Kletturinn fyrr á árinu en segir skáldskapinn og tónlistina vinna vel saman. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og gaf út plötu 2008 sem hét því frumlega nafni Sverrir Norland. Núna bauðst mér að taka upp plötu og lög. Þetta vatt svolítið upp á sig, núna er ég búinn að gera plötu með eiginlega sömu hljómsveit og ég spilaði mikið með hér áður fyrr. Lagið varð til í kjölfar bókar sem ég gaf út í ár og heitir einmitt Kletturinn. Þegar maður er að skrifa eitthvað og búa til tónlist þá flæðir sköpunin á milli. Mér finnst líka gaman að semja lög þar sem persónur sem ég skrifa um fá að tala og tjá sig. Í einu lagið er til dæmis rúmlega tvítug kona að tala og það er mjög frelsandi. Það er svo algengt að semja lag út frá sjálfum sér, ef maður er ástfanginn syngur maður um það og svo framvegis. Sem getur verið svolítið sjálfsmiðuð textagerð. Það er skemmtilegt að semja persónu og setja þig inn í hennar hugarheim. Að geta sett sig í spor annarra.“ Sverrir segir að Kletturinn sé skrifuð í fyrstu persónu, eins og sumar aðrar bóka hans, og því haldi fólk oft að hann eigi mikið sameiginlegt með aðalpersónunni. „Sögupersónan er mjög ólík mér og þetta er allt bara skáldskapur. Við þurfum að þjálfa okkur í að tala ekki bara um okkur sjálf. Að mínu mati gengur listin út á að setja sig í spor annarra, annars gæti þetta bara verið dagbókarfærsla. Ef þú ætlar að gefa eitthvað út verður það að vera stærra en þú.“ Sverrir Norland segir mikilvægt að geta sett sig í spor annarra og að listsköpun þurfi að vera eitthvað stærra en þú.Vísir/Vilhelm Listafólki líði oft best illa Aðspurður hvort honum líði þá ekki best illa eins og lagið gefur til kynna svarar Sverrir hlæjandi: „Mér líður almennt bara ágætlega en mér finnst þetta skemmtileg lína. Þjáningin gerir okkur oft áhugaverð og klæðir marga vel. Ég held að í dag séum við hrædd við eðlilega þjáningu. Við grípum svo oft símann til að dreifa huganum eða deyfa okkur eða erum á lyfjum. Oft held ég að þetta sé hluti af því að vera til en við erum þó að sjúkdómsvæða. Það er allt í lagi að manni líði illa stundum, ég held listafólki líði oft best illa.“ Í bókinni Kletturinn lendir aðalpersónan í hræðilegu atviki og veltir fyrir sér hvort hann hafi jafnvel viljað lenda í einhverju slæmu svo hann geti mögulega notað það sem afsökun síðar. Söguþráður lagsins er skyld hugmynd að sögn Sverris. „Sumir eyðileggja líf sitt næstum því viljandi. Persónan sem er að syngja gefur skít í allt og vill bara líða illa.“ Sverrir segir mikilvægt að geta liðið illa stundum og vera meðvitaður um að það sé allt í lagi. Vísir/Vilhelm Heillandi að velta fyrir sér karlmennsku Í tónlistarmyndbandinu er Sverrir í fjórum hlutverkum – venjulegi Sverrir, karlmennsku-Sverrir (Kletturinn), klikkaði-Sverrir (vonsvikni, reiði karlinn) og svo dapri Sverrir sem kann ekki að binda bindishnút og er alltaf í svörtum fötum eins og hann sé á leið í jarðarför. „Í textanum við lagið og Klettinum (bókinni) eru svipuð þemu. Ég nota línur úr bókinni í laginu og er að velta fyrir mér tilfinningalífi karlmanna. Mér finnst heillandi að pæla í karlmennsku og Kletturinn, skáldsagan sem sagt, fjallar að stóru leyti um ólíkar tegundir karlmennsku. Vangetu karla til að tjá sig, metinginn á milli þeirra og oft svona ógnarjafnvægi og svo vináttu karlmanna almennt. Líka hvernig þeir elska. Og sýna það, eða sýna það ekki.“ Þá segir hann að karlmennska geti bæði verið jákvæð og neikvæð. „Ég tengi karlmennsku við óeigingjarnar hetjudáðir og aðdáunarverða hörku eins og þegar karlar hættu lífi sínu til að bjarga öðrum á öldum áður, til dæmis eftir skipbrot, eða reru út í litlum bátum til að fiska í soðið og drukknuðu oft auðvitað. Það er viss tegund af aðdáunarverðri karlmennsku. Fórnfýsi. Ást. Önnur tegund, mjög algeng í samtímanum, er svona karlmennska sem bælir niður allt skemmtilegt. Til dæmis gamla vinnumenningin: Þú átt að sitja í vinnunni 9-5, drekka kaffi og stara á tölvuskjáinn. Það er viss tegund af ömurlegri karlmennsku, að sitja við borð átta tíma á dag óháð því hvort það er eitthvað að gera eða ekki. Bara vinna, drengur!“ Karlmennskuhugmyndir eru Sverri hugleiknar.Vísir/Vilhelm Hatar svoleiðis karlmennsku Sverrir nefnir einnig birtingarmynd karlmennskunnar sem snýr að því að tala endalaust um íþróttir og drekka bjór. „Að alls ekki fara neitt djúpt í hlutina, hvað þá ræða hvernig þér líður. Vera bara á yfirborðinu og klæða þig í svört eða grá föt. Byrja svo að gera grín að þeim sem berskjaldar sig eða opinberar veikleika og skýla sjálfum sér á bak við boltann og bjórinn. Svoleiðis karlmennska er ennþá undarlega ríkjandi. Karlmennska sem eins konar blinda á möguleika tilverunnar og andúð á fegurð og hugmyndaauðgi. Ég hata svoleiðis. Karlmennsku sem ótta við tilfinningar og hugmyndir. Karlmennska er líka oft fælni við tjáningu, það að berskjalda sig. Að kunna á tjá sig og eyða tíma í það þykir oft kvenlegt. Karlar eru miklu verri í því (með mörgum undantekningum) og karlar eru líka miklu ofbeldisfyllri. Ég held að þetta haldist í hendur. Ofbeldi er tjáning. Við sjáum hvernig börn berja oft frá sér af frústrasjón þegar þau geta ekki tjáð sig. Fullorðinn karlmaður sem lemur aðra er bara eins og barn. Getur ekki tjáð sig öðruvísi. En ekkert okkar er svona hart í alvörunni. Klettar molna. Ef mér líður best illa þá hleypi ég því bara út – og dansa.“ Sverri þykir gott að hleypa tilfinningunum út og dansa!Vísir/Vilhelm Skilvirkur athyglisbrestur Sverrir stefnir á að gefa út tólf laga breiðskífu í upphafi næsta árs sem mun bera heitið Mér líður best illa. Hann segir að í kjölfarið muni hann mögulega koma meira fram og spila en á döfinni sé að kynna bókina. „Ef ég á að kynna bók langar mig að flytja tónlist og það er örugglega öfugt svo ef ég á að halda tónleika, þá myndi ég örugglega frekar vilja lesa upp úr bók. Það er líka oft þannig hjá mér að ef ég er með eitt verkefni þá geri ég tíu önnur í staðinn. Þetta er svona skilvirkur athyglisbrestur.“ Hreyfing er órjúfanlegur hluti af sköpunarferli Sverris sem þykir mjög gott að geta verið einn með hugsunum sínum, til dæmis úti að hlaupa.Vísir/Vilhelm Hreyfing spilar veigamikið hlutverk í sköpunarferli Sverris. „Frá því ég var lítill var ég alltaf að semja sögur og lög í hausnum en það hefur alltaf verið nátengt hreyfingu hjá mér. Ef ég er úti að ganga eða hlaupa eða í fótbolta sem dæmi. Ég verð að vera alveg laus við tónlist og leyfa mér bara að vera úti einn með hausnum mínum. Ég hef stundum áhyggjur af því að fólk gefi sér aldrei tíma eitt með hausnum sínum, fyrir mér er það svo ótrúlega mikilvægt. Þetta lag kom til dæmis til mín þegar ég var úti að hlaupa. Ég samdi lagið í kollinum á mér, tók upp demó þegar ég kom heim og sendi á félaga mína sem spila með mér. Á einu kvöldi var lagið svo tilbúið.“ Hann segir einnig að með aldrinum hafi hann lært að einfalda líf sitt. „Ég lærði á jazzgítar þegar ég var ungur og ég lagði oft upp úr því að semja svo flókin lög til að sýna hvað ég kynni. Núna einfalda ég allt rosa mikið og ég vil frekar hafa einhver skilaboð í laginu sem eru grípandi og einföld. Vonandi er þetta listrænn þroski. Þú þarft ekki að sanna fyrir þér að þú getir gert eitthvað flókið. Frekar að hafa eitthvað að segja sem fólk getur skilið,“ segir Sverrir að lokum. Hér má hlusta á Sverri Norland á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Sadískt umsóknarferli um listamannalaun „Ég sit hér í næði á kontórnum og skrifa næstu bók,“ segir rithöfundurinn Sverrir Norland. Hann var að senda frá sér nýja sögu sem heitir Kletturinn og þegar byrjaður á þeirri næstu. 21. september 2023 08:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Mér líður best illa (Kletturinn) - Sverrir Norland „Þeir sem spila með mér eru góðir vinir mínir og frábærir tónlistarmenn. Helgi Egilsson bassasnillingur og líka bakraddir, Óskar Þormarsson á trommur og Ragnar Jón Ragnarsson, kallaður Humi, á hljómborð, syntha og bakraddir. Ég syng og spila á gítarinn. Ólafur Daðason tók upp og hljóðblandaði ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni Fjallabróður. Myndbandið skaut Hákon Örn Helgason sem klippti það líka og sá um alla eftirvinnslu. Ég elska þá alla,“ segir Sverrir. Sverrir gaf út skáldsöguna Kletturinn fyrr á árinu.Kápa eftir Alexöndru Buhl Mikilvægt að geta sett sig í spor annarra Sverrir gaf út skáldsöguna Kletturinn fyrr á árinu en segir skáldskapinn og tónlistina vinna vel saman. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og gaf út plötu 2008 sem hét því frumlega nafni Sverrir Norland. Núna bauðst mér að taka upp plötu og lög. Þetta vatt svolítið upp á sig, núna er ég búinn að gera plötu með eiginlega sömu hljómsveit og ég spilaði mikið með hér áður fyrr. Lagið varð til í kjölfar bókar sem ég gaf út í ár og heitir einmitt Kletturinn. Þegar maður er að skrifa eitthvað og búa til tónlist þá flæðir sköpunin á milli. Mér finnst líka gaman að semja lög þar sem persónur sem ég skrifa um fá að tala og tjá sig. Í einu lagið er til dæmis rúmlega tvítug kona að tala og það er mjög frelsandi. Það er svo algengt að semja lag út frá sjálfum sér, ef maður er ástfanginn syngur maður um það og svo framvegis. Sem getur verið svolítið sjálfsmiðuð textagerð. Það er skemmtilegt að semja persónu og setja þig inn í hennar hugarheim. Að geta sett sig í spor annarra.“ Sverrir segir að Kletturinn sé skrifuð í fyrstu persónu, eins og sumar aðrar bóka hans, og því haldi fólk oft að hann eigi mikið sameiginlegt með aðalpersónunni. „Sögupersónan er mjög ólík mér og þetta er allt bara skáldskapur. Við þurfum að þjálfa okkur í að tala ekki bara um okkur sjálf. Að mínu mati gengur listin út á að setja sig í spor annarra, annars gæti þetta bara verið dagbókarfærsla. Ef þú ætlar að gefa eitthvað út verður það að vera stærra en þú.“ Sverrir Norland segir mikilvægt að geta sett sig í spor annarra og að listsköpun þurfi að vera eitthvað stærra en þú.Vísir/Vilhelm Listafólki líði oft best illa Aðspurður hvort honum líði þá ekki best illa eins og lagið gefur til kynna svarar Sverrir hlæjandi: „Mér líður almennt bara ágætlega en mér finnst þetta skemmtileg lína. Þjáningin gerir okkur oft áhugaverð og klæðir marga vel. Ég held að í dag séum við hrædd við eðlilega þjáningu. Við grípum svo oft símann til að dreifa huganum eða deyfa okkur eða erum á lyfjum. Oft held ég að þetta sé hluti af því að vera til en við erum þó að sjúkdómsvæða. Það er allt í lagi að manni líði illa stundum, ég held listafólki líði oft best illa.“ Í bókinni Kletturinn lendir aðalpersónan í hræðilegu atviki og veltir fyrir sér hvort hann hafi jafnvel viljað lenda í einhverju slæmu svo hann geti mögulega notað það sem afsökun síðar. Söguþráður lagsins er skyld hugmynd að sögn Sverris. „Sumir eyðileggja líf sitt næstum því viljandi. Persónan sem er að syngja gefur skít í allt og vill bara líða illa.“ Sverrir segir mikilvægt að geta liðið illa stundum og vera meðvitaður um að það sé allt í lagi. Vísir/Vilhelm Heillandi að velta fyrir sér karlmennsku Í tónlistarmyndbandinu er Sverrir í fjórum hlutverkum – venjulegi Sverrir, karlmennsku-Sverrir (Kletturinn), klikkaði-Sverrir (vonsvikni, reiði karlinn) og svo dapri Sverrir sem kann ekki að binda bindishnút og er alltaf í svörtum fötum eins og hann sé á leið í jarðarför. „Í textanum við lagið og Klettinum (bókinni) eru svipuð þemu. Ég nota línur úr bókinni í laginu og er að velta fyrir mér tilfinningalífi karlmanna. Mér finnst heillandi að pæla í karlmennsku og Kletturinn, skáldsagan sem sagt, fjallar að stóru leyti um ólíkar tegundir karlmennsku. Vangetu karla til að tjá sig, metinginn á milli þeirra og oft svona ógnarjafnvægi og svo vináttu karlmanna almennt. Líka hvernig þeir elska. Og sýna það, eða sýna það ekki.“ Þá segir hann að karlmennska geti bæði verið jákvæð og neikvæð. „Ég tengi karlmennsku við óeigingjarnar hetjudáðir og aðdáunarverða hörku eins og þegar karlar hættu lífi sínu til að bjarga öðrum á öldum áður, til dæmis eftir skipbrot, eða reru út í litlum bátum til að fiska í soðið og drukknuðu oft auðvitað. Það er viss tegund af aðdáunarverðri karlmennsku. Fórnfýsi. Ást. Önnur tegund, mjög algeng í samtímanum, er svona karlmennska sem bælir niður allt skemmtilegt. Til dæmis gamla vinnumenningin: Þú átt að sitja í vinnunni 9-5, drekka kaffi og stara á tölvuskjáinn. Það er viss tegund af ömurlegri karlmennsku, að sitja við borð átta tíma á dag óháð því hvort það er eitthvað að gera eða ekki. Bara vinna, drengur!“ Karlmennskuhugmyndir eru Sverri hugleiknar.Vísir/Vilhelm Hatar svoleiðis karlmennsku Sverrir nefnir einnig birtingarmynd karlmennskunnar sem snýr að því að tala endalaust um íþróttir og drekka bjór. „Að alls ekki fara neitt djúpt í hlutina, hvað þá ræða hvernig þér líður. Vera bara á yfirborðinu og klæða þig í svört eða grá föt. Byrja svo að gera grín að þeim sem berskjaldar sig eða opinberar veikleika og skýla sjálfum sér á bak við boltann og bjórinn. Svoleiðis karlmennska er ennþá undarlega ríkjandi. Karlmennska sem eins konar blinda á möguleika tilverunnar og andúð á fegurð og hugmyndaauðgi. Ég hata svoleiðis. Karlmennsku sem ótta við tilfinningar og hugmyndir. Karlmennska er líka oft fælni við tjáningu, það að berskjalda sig. Að kunna á tjá sig og eyða tíma í það þykir oft kvenlegt. Karlar eru miklu verri í því (með mörgum undantekningum) og karlar eru líka miklu ofbeldisfyllri. Ég held að þetta haldist í hendur. Ofbeldi er tjáning. Við sjáum hvernig börn berja oft frá sér af frústrasjón þegar þau geta ekki tjáð sig. Fullorðinn karlmaður sem lemur aðra er bara eins og barn. Getur ekki tjáð sig öðruvísi. En ekkert okkar er svona hart í alvörunni. Klettar molna. Ef mér líður best illa þá hleypi ég því bara út – og dansa.“ Sverri þykir gott að hleypa tilfinningunum út og dansa!Vísir/Vilhelm Skilvirkur athyglisbrestur Sverrir stefnir á að gefa út tólf laga breiðskífu í upphafi næsta árs sem mun bera heitið Mér líður best illa. Hann segir að í kjölfarið muni hann mögulega koma meira fram og spila en á döfinni sé að kynna bókina. „Ef ég á að kynna bók langar mig að flytja tónlist og það er örugglega öfugt svo ef ég á að halda tónleika, þá myndi ég örugglega frekar vilja lesa upp úr bók. Það er líka oft þannig hjá mér að ef ég er með eitt verkefni þá geri ég tíu önnur í staðinn. Þetta er svona skilvirkur athyglisbrestur.“ Hreyfing er órjúfanlegur hluti af sköpunarferli Sverris sem þykir mjög gott að geta verið einn með hugsunum sínum, til dæmis úti að hlaupa.Vísir/Vilhelm Hreyfing spilar veigamikið hlutverk í sköpunarferli Sverris. „Frá því ég var lítill var ég alltaf að semja sögur og lög í hausnum en það hefur alltaf verið nátengt hreyfingu hjá mér. Ef ég er úti að ganga eða hlaupa eða í fótbolta sem dæmi. Ég verð að vera alveg laus við tónlist og leyfa mér bara að vera úti einn með hausnum mínum. Ég hef stundum áhyggjur af því að fólk gefi sér aldrei tíma eitt með hausnum sínum, fyrir mér er það svo ótrúlega mikilvægt. Þetta lag kom til dæmis til mín þegar ég var úti að hlaupa. Ég samdi lagið í kollinum á mér, tók upp demó þegar ég kom heim og sendi á félaga mína sem spila með mér. Á einu kvöldi var lagið svo tilbúið.“ Hann segir einnig að með aldrinum hafi hann lært að einfalda líf sitt. „Ég lærði á jazzgítar þegar ég var ungur og ég lagði oft upp úr því að semja svo flókin lög til að sýna hvað ég kynni. Núna einfalda ég allt rosa mikið og ég vil frekar hafa einhver skilaboð í laginu sem eru grípandi og einföld. Vonandi er þetta listrænn þroski. Þú þarft ekki að sanna fyrir þér að þú getir gert eitthvað flókið. Frekar að hafa eitthvað að segja sem fólk getur skilið,“ segir Sverrir að lokum. Hér má hlusta á Sverri Norland á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Sadískt umsóknarferli um listamannalaun „Ég sit hér í næði á kontórnum og skrifa næstu bók,“ segir rithöfundurinn Sverrir Norland. Hann var að senda frá sér nýja sögu sem heitir Kletturinn og þegar byrjaður á þeirri næstu. 21. september 2023 08:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Sadískt umsóknarferli um listamannalaun „Ég sit hér í næði á kontórnum og skrifa næstu bók,“ segir rithöfundurinn Sverrir Norland. Hann var að senda frá sér nýja sögu sem heitir Kletturinn og þegar byrjaður á þeirri næstu. 21. september 2023 08:00