Við hendum of miklu af mat Bergrún Ólafsdóttir skrifar 31. október 2023 12:31 Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Matvöruverslun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar