Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði Chelsea um 8,6 milljónir í júlí fyrir brot á rekstrarreglum en þetta kom til vegna skorts á skilum á upplýsingum um rekstur félagsins frá 2012 til 2019.
UEFA fékk að vita af brotunum frá nýju eigendum Chelsea, Clearlake fjárfestingafélaginu, eftir að þeir keyptu Chelsea í maí 2022. Þeir létu ensku úrvalsdeildina einnig vita á sama tíma.
Leikmennirnir voru keyptir af rússneska félaginu Anzhi Makhachkala í lok ágúst fyrir tíu árum síðan. Chelsea borgaði Anzhi 30 milljónir punda fyrir Willian 28. ágúst 2013 og keypti Samuel Eto'o síðan á tvær milljónir punda daginn eftir.
Willian lék með Chelsea í sjö tímabil eða til ársins 2020 en Eto'o aðeins þetta eina tímabil. Árið eftir samdi Kamerúnmaðurinn við Everton.
EXCLUSIVE: A Premier League investigation into secret transfer-related payments made by Chelsea in the Abramovich era will include scrutiny of financial transactions around the signings of Willian and Samuel Eto o.
— Times Sport (@TimesSport) October 30, 2023
@martynziegler & @Lawton_Times reporthttps://t.co/omZ1K4Jyxf