„Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Nýsköpunarfyrirtækið PayAnalytics var stofnað árið 2018. Meirihluta tekna félagsins kemur erlendis frá en hugbúnaðarlausnin þeirra er notuð í 75 löndum. Margrét Vilborg Bjarnadóttir segir flest lönd vinna að því sama og Ísland þegar kemur að því að uppræta launamismun. Að Kanada undanskildu sem er að gera mjög spennandi hluti. Vísir/Vilhelm „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. PayAnalytics hefur þróað jafnlaunahugbúnað sem gerir launagreiðendum kleift að mæla launabil og loka fyrir launamismun sem byggir á kyni, uppruna, aldri, kynhneigð eða öðrum þáttum sem ekki eiga að hafa áhrif á laun. Meirihluti tekna fyrirtækisins kemur erlendis frá og þá vaknar spurningin hvort það hjálpi útrásinni að Ísland teljist svona framarlega í jafnréttismálum. „Ég myndi frekar segja að það hafi hjálpað að við vorum snemma á markað með okkar lausn og eins að einfaldlega vera með góða lausn og allt sitt á hreinu.“ Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Hugverkastofunni, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Í tilefni þeirra fjallar Atvinnulífið um nýsköpunarfyrirtæki í dag og á morgun. Þegar í notkun í 75 löndum Margrét segir það auðvitað hvatningu að hljóta verðlaun sem þessi. „Svona viðurkenning er ákveðin staðfesting á því að við séum á réttri leið. Viðurkenningar sem þessar hafa líka áhrif þegar til dæmis nýsköpunarfyrirtæki eru að leita fjárfesta,“ segir Margrét og bætir við: „Þegar við vorum að byrja drógum við til dæmis fram allar svona viðurkenningar sem við mögulega gátum. Því viðurkenningar í nýsköpun auka á trúverðugleika þess sem verið er að vinna að.“ Þá segir Margrét ýmis önnur atriði líka teljast til. Nýsköpunarfyrirtæki eru í samkeppni við stór og rótgróin fyrirtæki um að ráða besta starfsfólkið. Að hljóta verðlaun getur því líka ýtt undir að fólk sjái okkur sem flott fyrirtæki sem gaman er að vinna hjá.“ PayAnalytics var stofnað árið 2018 en hugmyndin að lausn fyrirtækisins hlaut Gulleggið árið 2016. Árið 2018 hlaut félagið styrk frá Tækniþróunarsjóði. Nýsköpunarsjóður og Eyrir Vöxtur fjárfestu í fyrirtækinu 2020 og 2021. „Íslensk fyrirtæki voru samt snemma farin að sýna áhuga á að koma í veg fyrir launamismun og það hjálpaði mikið til,“ segir Margrét en í dag er hugbúnaður PayAnalytics notaður til að greina laun hjá 40% þeirra sem vinna á Íslandi. Margrét segir að það sem hafi hjálpað PayAnalytics mjög mikið sé afspurn, eða það sem á ensku kallast ,,word of mouth“. „Á Íslandi höfum við aldrei auglýst. Fólkið sem við viljum ná til eru stjórnendur og mannauðsfólk fyrirtækja og þar höfum við verið svo heppin að viðskiptavinirnir okkar hafa verið okkar bestu meðmælendur og það að svo sé, er auðvitað besta auglýsingin. Erlendis er þetta aðeins öðruvísi. Þó erum við farin að sjá að þegar að mannauðsfólk sem við höfum verið að þjónusta er að færa sig á milli vinnustaða, er eins og það taki okkur með og þannig erum við að stækka viðskiptavinahópinn erlendis í gegnum afspurn.“ Meirihluti tekna PayAnalytics kemur nú þegar erlendis frá. „Við erum að vinna bæði á Evrópu og Ameríkumarkaði. Í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Írlandi erum við með samninga alls staðar við eitthvað af fimm stærstu fyrirtækjum landanna. Í Bandaríkjunum erum við með samninga við töluvert af meðalstórum fyrirtækjum en þó samning við eitt fyrirtæki sem er á Fortune 100 listanum.“ Fortune 100 listinn í Bandaríkjunum vísar til 100 veltumestu fyrirtækja Bandaríkjanna en alls er hugbúnaður PayAnalytics í notkun í 75 löndum. „Frá upphafi höfum við náð að tvöfalda tekjur okkar árlega.“ Allt öðruvísi nálgun í Kanada Margrét segir flest fyrirtæki í viðskiptum við PayAnalytics séu að vinna að sambærilegum málum og við þekkjum á Íslandi. Þar sem markmiðið er að loka fyrir launabil á milli einstaklinga sem vinna sambærileg störf. „Það er líka gaman að segja frá því að nú eru ýmsir erlendir viðskiptavinir okkar að hljóta verðlaun fyrir jafnréttisstefnu sína. Sem við vitum að nær oft árangri einfaldlega með því að taka upp kerfi PayAnalytics og eyða launabili þannig. Ég nefni sem dæmi Allianz sem er stórt á alþjóðavísu, með starfsemi í 60 löndum. Allianz náði á nokkrum mánuðum að loka launabilum í þessum sextíu löndum með því að innleiða PayAnalytics.“ Það land sem Margrét segir samt afar spennandi að fylgjast með sé Kanada. Því þar hafi nýlega tekið í gildi löggjöf sem gengur mun lengra en víðast hvar annars staðar. „Þar er ætlunin að loka fyrir launamismun á milli stétta. PayAnalytics hugbúnaðurinn reyndist eina kerfið í heiminum sem var þegar tilbúið fyrir slíkt markmið.“ Margrét segir að það sem sé samt svo áhugavert líka við nálgunina í Kanada er að löggjöfin innifelur leiðbeiningar um það hvernig ber að leiðrétta launamismun sé hann sýnilega til staðar. Tökum sem dæmi laun tölvunarfræðinga sem starfa innan stofnana þar sem þessi umræddu kvennastörf eru ríkjandi. Oft er viðkvæðið þannig að það verði að borga þessum sérfræðingum hærri laun því að annars sé svo erfitt að fá þá til starfa. Þetta verður ekki hægt í Kanada því þar einfaldlega innifelur löggjöfin leiðbeiningar um það hvernig loka skuli slíkum launabilum milli stétta svo að launamismunun sé ekki til staðar fyrir jafn verðmæt störf.“ En hvernig er að vera nýsköpunarfyrirtæki? „Ætli helstu munurinn sé ekki sá að í nýsköpun eru fáar þekktar stærðir. Þetta þýðir að þegar að við erum að gera áætlanir um sókn á markaði, styðjast þær að mestu við samtöl við núverandi og verðandi viðskiptavini og okkar eigið hyggjuvit, en verða aldrei annað en áætlanir því að það við erum með glænýja voru á glænýjum markaði, það er ekkert til viðmiðunar. Það sama á við um þróunina. Þar verður maður svolítið að veðja á að markaðurinn vilji það sem við erum að þróa og bjóða upp á sem lausn, sérstaklega þar sem við viljum vera leiðandi á þessum nýja markaði. Óvissan er því kannski oft meiri og öðruvísi ef þú ert starfandi í nýsköpun.“ Nýsköpun Tækni Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00 Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
PayAnalytics hefur þróað jafnlaunahugbúnað sem gerir launagreiðendum kleift að mæla launabil og loka fyrir launamismun sem byggir á kyni, uppruna, aldri, kynhneigð eða öðrum þáttum sem ekki eiga að hafa áhrif á laun. Meirihluti tekna fyrirtækisins kemur erlendis frá og þá vaknar spurningin hvort það hjálpi útrásinni að Ísland teljist svona framarlega í jafnréttismálum. „Ég myndi frekar segja að það hafi hjálpað að við vorum snemma á markað með okkar lausn og eins að einfaldlega vera með góða lausn og allt sitt á hreinu.“ Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Hugverkastofunni, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Í tilefni þeirra fjallar Atvinnulífið um nýsköpunarfyrirtæki í dag og á morgun. Þegar í notkun í 75 löndum Margrét segir það auðvitað hvatningu að hljóta verðlaun sem þessi. „Svona viðurkenning er ákveðin staðfesting á því að við séum á réttri leið. Viðurkenningar sem þessar hafa líka áhrif þegar til dæmis nýsköpunarfyrirtæki eru að leita fjárfesta,“ segir Margrét og bætir við: „Þegar við vorum að byrja drógum við til dæmis fram allar svona viðurkenningar sem við mögulega gátum. Því viðurkenningar í nýsköpun auka á trúverðugleika þess sem verið er að vinna að.“ Þá segir Margrét ýmis önnur atriði líka teljast til. Nýsköpunarfyrirtæki eru í samkeppni við stór og rótgróin fyrirtæki um að ráða besta starfsfólkið. Að hljóta verðlaun getur því líka ýtt undir að fólk sjái okkur sem flott fyrirtæki sem gaman er að vinna hjá.“ PayAnalytics var stofnað árið 2018 en hugmyndin að lausn fyrirtækisins hlaut Gulleggið árið 2016. Árið 2018 hlaut félagið styrk frá Tækniþróunarsjóði. Nýsköpunarsjóður og Eyrir Vöxtur fjárfestu í fyrirtækinu 2020 og 2021. „Íslensk fyrirtæki voru samt snemma farin að sýna áhuga á að koma í veg fyrir launamismun og það hjálpaði mikið til,“ segir Margrét en í dag er hugbúnaður PayAnalytics notaður til að greina laun hjá 40% þeirra sem vinna á Íslandi. Margrét segir að það sem hafi hjálpað PayAnalytics mjög mikið sé afspurn, eða það sem á ensku kallast ,,word of mouth“. „Á Íslandi höfum við aldrei auglýst. Fólkið sem við viljum ná til eru stjórnendur og mannauðsfólk fyrirtækja og þar höfum við verið svo heppin að viðskiptavinirnir okkar hafa verið okkar bestu meðmælendur og það að svo sé, er auðvitað besta auglýsingin. Erlendis er þetta aðeins öðruvísi. Þó erum við farin að sjá að þegar að mannauðsfólk sem við höfum verið að þjónusta er að færa sig á milli vinnustaða, er eins og það taki okkur með og þannig erum við að stækka viðskiptavinahópinn erlendis í gegnum afspurn.“ Meirihluti tekna PayAnalytics kemur nú þegar erlendis frá. „Við erum að vinna bæði á Evrópu og Ameríkumarkaði. Í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Írlandi erum við með samninga alls staðar við eitthvað af fimm stærstu fyrirtækjum landanna. Í Bandaríkjunum erum við með samninga við töluvert af meðalstórum fyrirtækjum en þó samning við eitt fyrirtæki sem er á Fortune 100 listanum.“ Fortune 100 listinn í Bandaríkjunum vísar til 100 veltumestu fyrirtækja Bandaríkjanna en alls er hugbúnaður PayAnalytics í notkun í 75 löndum. „Frá upphafi höfum við náð að tvöfalda tekjur okkar árlega.“ Allt öðruvísi nálgun í Kanada Margrét segir flest fyrirtæki í viðskiptum við PayAnalytics séu að vinna að sambærilegum málum og við þekkjum á Íslandi. Þar sem markmiðið er að loka fyrir launabil á milli einstaklinga sem vinna sambærileg störf. „Það er líka gaman að segja frá því að nú eru ýmsir erlendir viðskiptavinir okkar að hljóta verðlaun fyrir jafnréttisstefnu sína. Sem við vitum að nær oft árangri einfaldlega með því að taka upp kerfi PayAnalytics og eyða launabili þannig. Ég nefni sem dæmi Allianz sem er stórt á alþjóðavísu, með starfsemi í 60 löndum. Allianz náði á nokkrum mánuðum að loka launabilum í þessum sextíu löndum með því að innleiða PayAnalytics.“ Það land sem Margrét segir samt afar spennandi að fylgjast með sé Kanada. Því þar hafi nýlega tekið í gildi löggjöf sem gengur mun lengra en víðast hvar annars staðar. „Þar er ætlunin að loka fyrir launamismun á milli stétta. PayAnalytics hugbúnaðurinn reyndist eina kerfið í heiminum sem var þegar tilbúið fyrir slíkt markmið.“ Margrét segir að það sem sé samt svo áhugavert líka við nálgunina í Kanada er að löggjöfin innifelur leiðbeiningar um það hvernig ber að leiðrétta launamismun sé hann sýnilega til staðar. Tökum sem dæmi laun tölvunarfræðinga sem starfa innan stofnana þar sem þessi umræddu kvennastörf eru ríkjandi. Oft er viðkvæðið þannig að það verði að borga þessum sérfræðingum hærri laun því að annars sé svo erfitt að fá þá til starfa. Þetta verður ekki hægt í Kanada því þar einfaldlega innifelur löggjöfin leiðbeiningar um það hvernig loka skuli slíkum launabilum milli stétta svo að launamismunun sé ekki til staðar fyrir jafn verðmæt störf.“ En hvernig er að vera nýsköpunarfyrirtæki? „Ætli helstu munurinn sé ekki sá að í nýsköpun eru fáar þekktar stærðir. Þetta þýðir að þegar að við erum að gera áætlanir um sókn á markaði, styðjast þær að mestu við samtöl við núverandi og verðandi viðskiptavini og okkar eigið hyggjuvit, en verða aldrei annað en áætlanir því að það við erum með glænýja voru á glænýjum markaði, það er ekkert til viðmiðunar. Það sama á við um þróunina. Þar verður maður svolítið að veðja á að markaðurinn vilji það sem við erum að þróa og bjóða upp á sem lausn, sérstaklega þar sem við viljum vera leiðandi á þessum nýja markaði. Óvissan er því kannski oft meiri og öðruvísi ef þú ert starfandi í nýsköpun.“
Nýsköpun Tækni Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00 Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00
Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00
Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00
„Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23