Menning

Rán hlaut barna- og ung­linga­­bók­­mennta­verð­­laun Norður­landa­ráðs

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rán Flygenring á verðlaunaathöfninni í kvöld. 
Rán Flygenring á verðlaunaathöfninni í kvöld.  Norðurlandaráð

Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í norska óperu- og balletthúsinu í Ósló í kvöld. Norski rithöfundurinn Maja Lunde afhenti henni verðlaunin, sem eru verðlaunagripurinn Norðurljós og þrjú hundruð þúsund danskar krónur, eða tæpar sex milljónir króna. 

Í tilkynningu segir að Rán hljóti verðlaunin fyrir myndabók fulla af sjónrænum sprengikrafti um áhrifin sem villt og óhamin náttúra hefur á fólk. „Mynd og texti fléttast listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu um sundurleitan hóp ferðamanna við gosstöðvar. Frásögnin iðar af lífsþrótti og bæði fangar og skopast að hrifningu okkar á öfgafullum náttúrufyrirbærum,“ kom fram í rökstuðningi dómnefndar. 

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 2013. Þeim er ætlað að efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum. Rán er annar Íslendingurinn til þess að hljóta verðlaunin en rithöfundurinn Arnar Már Arngrímsson hreppti verðlaunin árið 2016 fyrir skáldsöguna Sölvasaga unglings.


Tengdar fréttir

Koll­hnís og Eld­gos til­nefndar

Bækurnar Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Eldgos eftir Rán Flygenring eru tilnefningar Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verðlaunin verða afhent í Osló í lok október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.