Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2023 21:55 Sædís sést hér gera tilraun til að komast framhjá Svenju Huth. VÍSIR / PAWEL Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16