Enski boltinn

Allt­of mikil ringul­reið hjá VAR til að leyfa okkur að hlusta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Belgíski dómarinn Wesli De Cremer sést hér í samræðum við myndbandadómara í leik Genk og Westerlo.
Belgíski dómarinn Wesli De Cremer sést hér í samræðum við myndbandadómara í leik Genk og Westerlo. Getty/Isosport

Reglusmiðirnir hjá International Football Association Board, IFAB, hafa útilokað möguleikann á því að samskipti dómara og myndbandadómara verði spiluð í beinni.

Ástæðan er sú að það sé of mikil ringulreið í gangi á meðan dómararnir eru að finna réttu sjónarhornin og komast í framhaldinu að réttri niðurstöðu.

Það hefur verið kallað eftir því að fólk fá að heyra eitthvað af þessum samskiptum en IFAB ætlar ekki að leyfa það í bráð. BBC segir frá.

Fólkið þar óttast líka að með því að spila samskipti dómara og myndbandadómara þá væri verið að búa til óöruggt umhverfi fyrir dómarana.

IFAB til tilbúið að prófa frekar það að leyfa dómurunum að útskýra stuttlega lokaniðurstöðu sína eins og við sáum á HM kvenna í sumar.

Það verður líklega komið inn í deildarkeppnirnar á næsta tímabili. Það er hins vegar engin plön um að ganga lengra en það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×