Stefndi á heimsfrægð þegar Stundin okkar bauðst Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 07:00 Felix Bergsson er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki að fara neitt þannig að þetta kemur bara allt saman í ljós,“ segir Felix Bergsson, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Í þættinum ræðir Felix meðal annars um uppvaxtarárin á Blönduósi, hvernig hann fór frá því að hafa engan áhuga á Eurovision yfir í að heillast algjörlega og verða leiðtogi íslenska hópsins, að koma út úr skápnum, ástina sína Baldur Þórhallsson og fjölskylduna, að láta í sér heyra, samstarfið við Gunna, að vera í stöðugri þróun, að fylgja hjartanu, fjölbreytt verkefni og margt fleira. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Felix Bergsson Felix hefur komið víða að á sínum ferli og segist líka mjög vel að starfa í fjölmiðlum. Eurovision hefur verið stór hluti af hans lífi undanfarin ár þar sem hann er leiðtogi íslenska hópsins en ásamt því er hann meðal annars með þátt á Rás 2, skrifar ævintýrabækur fyrir börn á Storytel og er órjúfanlegur hluti af sögulega dúóinu Gunni og Felix, sem hefur nú verið í fullu fjöri í 30 ár. Leiklistin er farin að kalla enn meira á hann í dag og er hann opinn fyrir framtíðinni. Sviðið kallaði snemma „Ég er fyrst og fremst leikari, þaðan kem ég. Ég er strákur sem fann mjög snemma að sviðið átti vel við mig.“ Felix fékk að eigin sögn listrænt uppeldi og segir foreldra sína hafa verið mjög uppátækjasöm og skemmtileg. Felix flutti tveggja ára á Blönduós og bjó þar til átta ára aldurs. Faðir hans var skólastjóri þar og móðir hans hjúkrunarfræðingur. „Við settum upp svið heima, svo var dregið frá og leikið. Til dæmis settum við upp Karíus og Baktus í afmælum. Mamma spilaði á gítar þannig að við sungum heilmikið. Það var alltaf líf og fjör og listir voru í hávegum hafðar á heimilinu. Þannig að ég er alveg orðinn ákveðinn í því að vera leikari sex ára gamall. Fyrir mér sýnir þetta hvað listuppeldi er mikilvægt og við megum aldrei gleyma því. Ég held að þetta geri okkur að svo miklu betri manneskjum.“ Felix minnist þess sérstaklega að þegar hann var um sex ára gamall kom Sinfóníuhljómsveit Íslands í bæinn og tróð upp í Blönduósi. „Ég fékk að vera viðstaddur þessa tónleika og svo fékk ég að fara upp á svið og afhenda Páli Pampichler Pálssyni hljómsveitastjóra blómvönd. Þetta var bara algjörlega ógleymanleg stund því ég fann bara að þarna vildi ég helst vera. Mér fannst fólkið vera að klappa fyrir mér þó að það hafi auðvitað verið að klappa fyrir Sinfóníuhljómsveitinni,“ segir Felix og hlær. Felix Bergsson fann mjög snemma að sviðið ætti vel við sig.Vísir/Vilhelm Breytti stúlknakór í samkór Felix lætur fátt stoppa sig þegar það kemur að draumunum hans og nefnir meðal annars að þegar hann var átta ára og byrjaði í Melaskóla hafi hann langað til að vera með í kórnum en á þeim tíma var einungis stúlknakór. Hann ræddi við kórstjórann sem samþykkti að hann mætti vera með ef hann myndi finna einn annan strák til að vera með sér, sem Felix að sjálfsögðu gerði. „Ég talaði við Hafstein Gunnar Jónsson sem var vinur minn í bekknum, hann var til í að koma með mér í kórinn og saman breyttum við stúlknakór Melaskóla í samkór. Þannig að ég var alltaf mjög ákveðinn í því sem ég vildi vera að gera.“ „Og þannig urðu Gunni og Felix til“ Felix kynntist Gunnari Helgasyni árið 1993 þegar þeir unnu saman við talsetningu. Voru það örlagarík kynni því ári síðar varð dúóið Gunni og Felix til og hafa þeir unnið saman að ýmsum verkefnum allar götur síðan. „Í kjölfarið á talsetningunum förum við að tala mikið um hvernig okkur langi til að gera barnaefni. Ég var orðinn faðir þarna og hann að verða faðir. Svo kemur Sigríður Ragna Sigurðardóttir, sem stjórnaði barnaefni hjá Ríkissjónvarpinu, og býður mér að taka við Stundina okkar. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru bara nei nei, ég er bara að fara í annað. Ég ætla bara að verða leikari, ætla að verða heimsfrægur og ég verð ekkert í þessu, þetta er ekki það sem mig langar til að gera. En ég sagði frá þessu á kaffistofunni þarna í hljóðsetningu þar sem við vorum að talsetja. Þá segir Gunni: Já, eigum við ekki að gera þetta saman? Og þannig urðu Gunni og Felix til.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) „Ekkert betra í heiminum en að heyra hlátur barns“ Gunni og Felix stýrðu Stundinni okkar í tvö ár til ársins 1996. Sama ár gera þeir jóladagatal sem heitir Leitin að Völundi og hefur það verið sýnt aftur og aftur. „Þarna var þetta allt saman orðið til og við höfum ekki hætt síðan þá, við erum enn að og erum eiginlega bara á fullu. Ég er þannig gerður að ef mér líkar vel að vinna með fólki þá er ég mjög tryggur. Ég hreyfi mig rosalega innan bransans en það eru ákveðnar manneskjur sem ég alltaf kem aftur til.“ Þeir hafa brallað ýmislegt saman og má þar nefna verkefnið List fyrir alla sem þeir kynna í skólum og jólasýningin Jól á náttfötunum sem verður aftur sýnd í desember í Borgarleikhúsinu. „Gunni segir gjarnan að það sé ekkert betra í heiminum en að heyra hlátur barns sem ég er mjög sammála og það hefur kannski verið okkar leiðarljós í öllu sem við höfum verið að gera.“ Síðasti áratugurinn í starfi Felix verður 57 ára gamall 1. janúar og segist velta fyrir sér hvernig hann sjái síðasta formlega áratuginn í starfi. „Mig langar að fara meira inn í performans aftur. Ég get bara sagt þér það af því við erum hér á trúnó og enginn veit og enginn heyrir,“ segir Felix kíminn. „En mig langar dálítið mikið að fara aftur jafnvel inn í leikhúsið eða leikhús einhvers konar og mig langar líka að reyna aðeins meira við kvikmyndir, sjónvarpsleik og sönginn líka. Þaðan kem ég, ég kem úr performans hliðinni. Ég var söngvari í Greifunum, ég var leikari sem lék í söngleikjum og svoleiðis, og mig langar svolítið að fara aftur þangað þessi síðustu ár mín í bransanum. Ég er ekki að fara neitt þannig þetta kemur bara allt saman í ljós. Mér líkar líka mjög vel vinnan hjá Rúv og innan fjölmiðlamennsku, ég er mjög heppinn með það. Ég er með fastan þátt inni á Rás 2 sem mér líður mjög vel með að hafa og langar að halda í. Mér líður rosalega vel í þessum Eurovision heimi. En það mun einhvern tíma koma niður á punkt og ég þarf aðeins að hugsa hvað mig langar til að gera næst. Svona er líka freelance lífið. Ég segi oft með okkur sem erum svona frjáls í andanum og erum að ferðast innan bransans, að maður er eins og jugglari.“ Felix segir að freelance lífið minni stundum á jugglara en hann heldur gjarnan þónokkrum boltum á lofti og þykir öll verkefni sín mjög gefandi og skemmtileg.Vísir/Vilhelm Duglegur að segja nei við sjálfan sig Hann segir að það hafi komið tímar þar sem hann er jafnvel að juggle-a sjö boltum á lofti. „Það er rosalegt en svo koma tímar þar sem róast á milli. Ég er rosa duglegur að segja bæði nei við aðra og líka bara segja nei við sjálfan mig. Ég fann þetta til dæmis núna þegar ég kláraði skrifin á bókinni sem var svolítið erfið fæðing, tók langan tíma og var mikil vinna. Um leið og ég setti punkt og sendi hana frá mér var fyrsta hugsun: Ok hvað á ég að gera núna? Nú er tími. Svo sagði ég bara nei, slakaðu á. Mundu að eftir tvær vikur ertu að fara í rosalegan túr með Gunna. Passaðu upp á orkuna.“ Felix segir Blævi tengdardóttur sína algjöran snilling en þau lesa saman bækur Felixar, Ævintýri Freyju og Frikka, inni á Storytel. Aðsend Hann segist reyna að tileinka sér þetta og sömuleiðis njóta tímans með fólkinu sínu. „Ég sé þetta mjög mikið á Guðmundi syni mínum. Hann fer beint inn í þennan sama heim, freelance lífið og var á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum. Það er mikið að gera hjá honum en hann er mjög duglegur að passa uppá að fara ekki fram úr sér, eiga tíma fyrir strákinn sinn og Þuríði Blævi sína. Ég er mjög stoltur af honum að sjá að hann hefur lært af föður sínum að þessu leytinu til,“ segir Felix og hlær. Leikkonan Þuríður Blær er tengdadóttir Felixar og lesa þau saman bækur Felixar fyrir Storytel sem heita Ævintýri Freyju og Frikka. Fjalla þær um krakka að lenda í ævintýrum. „Þau eiga svolítið sérstaka fjölskyldu því þau eiga tvo pabba og eina mömmu og ferðast um heiminn, annað hvort með pöbbum sínum eða mömmunni,“ segir Felix og bætir við að sögurnar sæki svolítinn innblástur í sína eigin fjölskyldu. Hann og Baldur eiginmaður hans hafa alla tíð verið duglegir að ferðast með börnin sín til fjarlægra landa, alveg eins og Freyja og Frikki fá að gera. Einkalífið Bíó og sjónvarp Leikhús Hinsegin Fjölmiðlar Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Í þættinum ræðir Felix meðal annars um uppvaxtarárin á Blönduósi, hvernig hann fór frá því að hafa engan áhuga á Eurovision yfir í að heillast algjörlega og verða leiðtogi íslenska hópsins, að koma út úr skápnum, ástina sína Baldur Þórhallsson og fjölskylduna, að láta í sér heyra, samstarfið við Gunna, að vera í stöðugri þróun, að fylgja hjartanu, fjölbreytt verkefni og margt fleira. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Felix Bergsson Felix hefur komið víða að á sínum ferli og segist líka mjög vel að starfa í fjölmiðlum. Eurovision hefur verið stór hluti af hans lífi undanfarin ár þar sem hann er leiðtogi íslenska hópsins en ásamt því er hann meðal annars með þátt á Rás 2, skrifar ævintýrabækur fyrir börn á Storytel og er órjúfanlegur hluti af sögulega dúóinu Gunni og Felix, sem hefur nú verið í fullu fjöri í 30 ár. Leiklistin er farin að kalla enn meira á hann í dag og er hann opinn fyrir framtíðinni. Sviðið kallaði snemma „Ég er fyrst og fremst leikari, þaðan kem ég. Ég er strákur sem fann mjög snemma að sviðið átti vel við mig.“ Felix fékk að eigin sögn listrænt uppeldi og segir foreldra sína hafa verið mjög uppátækjasöm og skemmtileg. Felix flutti tveggja ára á Blönduós og bjó þar til átta ára aldurs. Faðir hans var skólastjóri þar og móðir hans hjúkrunarfræðingur. „Við settum upp svið heima, svo var dregið frá og leikið. Til dæmis settum við upp Karíus og Baktus í afmælum. Mamma spilaði á gítar þannig að við sungum heilmikið. Það var alltaf líf og fjör og listir voru í hávegum hafðar á heimilinu. Þannig að ég er alveg orðinn ákveðinn í því að vera leikari sex ára gamall. Fyrir mér sýnir þetta hvað listuppeldi er mikilvægt og við megum aldrei gleyma því. Ég held að þetta geri okkur að svo miklu betri manneskjum.“ Felix minnist þess sérstaklega að þegar hann var um sex ára gamall kom Sinfóníuhljómsveit Íslands í bæinn og tróð upp í Blönduósi. „Ég fékk að vera viðstaddur þessa tónleika og svo fékk ég að fara upp á svið og afhenda Páli Pampichler Pálssyni hljómsveitastjóra blómvönd. Þetta var bara algjörlega ógleymanleg stund því ég fann bara að þarna vildi ég helst vera. Mér fannst fólkið vera að klappa fyrir mér þó að það hafi auðvitað verið að klappa fyrir Sinfóníuhljómsveitinni,“ segir Felix og hlær. Felix Bergsson fann mjög snemma að sviðið ætti vel við sig.Vísir/Vilhelm Breytti stúlknakór í samkór Felix lætur fátt stoppa sig þegar það kemur að draumunum hans og nefnir meðal annars að þegar hann var átta ára og byrjaði í Melaskóla hafi hann langað til að vera með í kórnum en á þeim tíma var einungis stúlknakór. Hann ræddi við kórstjórann sem samþykkti að hann mætti vera með ef hann myndi finna einn annan strák til að vera með sér, sem Felix að sjálfsögðu gerði. „Ég talaði við Hafstein Gunnar Jónsson sem var vinur minn í bekknum, hann var til í að koma með mér í kórinn og saman breyttum við stúlknakór Melaskóla í samkór. Þannig að ég var alltaf mjög ákveðinn í því sem ég vildi vera að gera.“ „Og þannig urðu Gunni og Felix til“ Felix kynntist Gunnari Helgasyni árið 1993 þegar þeir unnu saman við talsetningu. Voru það örlagarík kynni því ári síðar varð dúóið Gunni og Felix til og hafa þeir unnið saman að ýmsum verkefnum allar götur síðan. „Í kjölfarið á talsetningunum förum við að tala mikið um hvernig okkur langi til að gera barnaefni. Ég var orðinn faðir þarna og hann að verða faðir. Svo kemur Sigríður Ragna Sigurðardóttir, sem stjórnaði barnaefni hjá Ríkissjónvarpinu, og býður mér að taka við Stundina okkar. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru bara nei nei, ég er bara að fara í annað. Ég ætla bara að verða leikari, ætla að verða heimsfrægur og ég verð ekkert í þessu, þetta er ekki það sem mig langar til að gera. En ég sagði frá þessu á kaffistofunni þarna í hljóðsetningu þar sem við vorum að talsetja. Þá segir Gunni: Já, eigum við ekki að gera þetta saman? Og þannig urðu Gunni og Felix til.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) „Ekkert betra í heiminum en að heyra hlátur barns“ Gunni og Felix stýrðu Stundinni okkar í tvö ár til ársins 1996. Sama ár gera þeir jóladagatal sem heitir Leitin að Völundi og hefur það verið sýnt aftur og aftur. „Þarna var þetta allt saman orðið til og við höfum ekki hætt síðan þá, við erum enn að og erum eiginlega bara á fullu. Ég er þannig gerður að ef mér líkar vel að vinna með fólki þá er ég mjög tryggur. Ég hreyfi mig rosalega innan bransans en það eru ákveðnar manneskjur sem ég alltaf kem aftur til.“ Þeir hafa brallað ýmislegt saman og má þar nefna verkefnið List fyrir alla sem þeir kynna í skólum og jólasýningin Jól á náttfötunum sem verður aftur sýnd í desember í Borgarleikhúsinu. „Gunni segir gjarnan að það sé ekkert betra í heiminum en að heyra hlátur barns sem ég er mjög sammála og það hefur kannski verið okkar leiðarljós í öllu sem við höfum verið að gera.“ Síðasti áratugurinn í starfi Felix verður 57 ára gamall 1. janúar og segist velta fyrir sér hvernig hann sjái síðasta formlega áratuginn í starfi. „Mig langar að fara meira inn í performans aftur. Ég get bara sagt þér það af því við erum hér á trúnó og enginn veit og enginn heyrir,“ segir Felix kíminn. „En mig langar dálítið mikið að fara aftur jafnvel inn í leikhúsið eða leikhús einhvers konar og mig langar líka að reyna aðeins meira við kvikmyndir, sjónvarpsleik og sönginn líka. Þaðan kem ég, ég kem úr performans hliðinni. Ég var söngvari í Greifunum, ég var leikari sem lék í söngleikjum og svoleiðis, og mig langar svolítið að fara aftur þangað þessi síðustu ár mín í bransanum. Ég er ekki að fara neitt þannig þetta kemur bara allt saman í ljós. Mér líkar líka mjög vel vinnan hjá Rúv og innan fjölmiðlamennsku, ég er mjög heppinn með það. Ég er með fastan þátt inni á Rás 2 sem mér líður mjög vel með að hafa og langar að halda í. Mér líður rosalega vel í þessum Eurovision heimi. En það mun einhvern tíma koma niður á punkt og ég þarf aðeins að hugsa hvað mig langar til að gera næst. Svona er líka freelance lífið. Ég segi oft með okkur sem erum svona frjáls í andanum og erum að ferðast innan bransans, að maður er eins og jugglari.“ Felix segir að freelance lífið minni stundum á jugglara en hann heldur gjarnan þónokkrum boltum á lofti og þykir öll verkefni sín mjög gefandi og skemmtileg.Vísir/Vilhelm Duglegur að segja nei við sjálfan sig Hann segir að það hafi komið tímar þar sem hann er jafnvel að juggle-a sjö boltum á lofti. „Það er rosalegt en svo koma tímar þar sem róast á milli. Ég er rosa duglegur að segja bæði nei við aðra og líka bara segja nei við sjálfan mig. Ég fann þetta til dæmis núna þegar ég kláraði skrifin á bókinni sem var svolítið erfið fæðing, tók langan tíma og var mikil vinna. Um leið og ég setti punkt og sendi hana frá mér var fyrsta hugsun: Ok hvað á ég að gera núna? Nú er tími. Svo sagði ég bara nei, slakaðu á. Mundu að eftir tvær vikur ertu að fara í rosalegan túr með Gunna. Passaðu upp á orkuna.“ Felix segir Blævi tengdardóttur sína algjöran snilling en þau lesa saman bækur Felixar, Ævintýri Freyju og Frikka, inni á Storytel. Aðsend Hann segist reyna að tileinka sér þetta og sömuleiðis njóta tímans með fólkinu sínu. „Ég sé þetta mjög mikið á Guðmundi syni mínum. Hann fer beint inn í þennan sama heim, freelance lífið og var á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum. Það er mikið að gera hjá honum en hann er mjög duglegur að passa uppá að fara ekki fram úr sér, eiga tíma fyrir strákinn sinn og Þuríði Blævi sína. Ég er mjög stoltur af honum að sjá að hann hefur lært af föður sínum að þessu leytinu til,“ segir Felix og hlær. Leikkonan Þuríður Blær er tengdadóttir Felixar og lesa þau saman bækur Felixar fyrir Storytel sem heita Ævintýri Freyju og Frikka. Fjalla þær um krakka að lenda í ævintýrum. „Þau eiga svolítið sérstaka fjölskyldu því þau eiga tvo pabba og eina mömmu og ferðast um heiminn, annað hvort með pöbbum sínum eða mömmunni,“ segir Felix og bætir við að sögurnar sæki svolítinn innblástur í sína eigin fjölskyldu. Hann og Baldur eiginmaður hans hafa alla tíð verið duglegir að ferðast með börnin sín til fjarlægra landa, alveg eins og Freyja og Frikki fá að gera.
Einkalífið Bíó og sjónvarp Leikhús Hinsegin Fjölmiðlar Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira