Umfjöllun: Hamar - Höttur 102-109 | Hvergerðingar enn í leit að fyrsta sigrinum Ágúst Örlaugur Magnússon skrifar 2. nóvember 2023 21:55 Hamar er enn án sigurs. vísir/vilhelm Hamar tók á móti Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Heimamenn voru fyrir leik, og eru enn, í leit að sínum fyrsta sigri eftir sigur gestanna frá Egilsstöðum. Það var mikil eftirvænting í Hveragerði fyrir leik kvöldsins þegar Hattarmenn komu í heimsókn í fimmtu umferð Subway deildar karla. Hamar var enn þá í leit af sínum fyrsta sigri í deildinni þrátt fyrir margar ágætis frammistöðu hingað til. Höttur hafði hins vegar byrjað tímabilið af krafti og unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Að venju var mikil og góð stemmning í Frystikistunni, heimavelli Hamars. Bláa hafið, stuðningsmannasveit Hamars voru mættir vel fyrir leik til að syngja og tralla. Mikið jafnræði var í upphafi leiks og skiptust liðin á að skora stig. Leikmenn voru greinilega búnir að hita vel upp því bæði lið voru að skora vel í upphafi. Margir leikmenn voru að koma að stigaskorun í fyrsta leikhluta sem Hattarmenn leiddu 26-28. Jafnræðið hélt áfram í öðrum leikhluta. Hamarsmenn komust fjórum stigum yfir eftir nokkurra mínútna leik en Höttur voru ekki lengi að ná þeim og voru fljótt komnir með yfirhöndina. Leikmenn Hattar héldu áfram að hitta vel, voru mun grimmari í fráköstum á meðan leikmenn Hamars kólnuðu í skotum sínum. Höttur voru tólf stigum yfir í hálfleik, 44-56. Munur liðana í hálfleik lá í að stórir og sterkir leikmenn Hattar hirtu mörg sóknarfráköst. Gustav Suhr Jessen var atkvæðamestur í stigaskori gestanna í fyrri hálfleik, með 17 stig. Höttur hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og héldu áfram að raða niður stigum á meðan Hamarsmenn voru ekki alveg nægilega góðir. Mestur var munurinn átján stig þegar þrjár mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Um miðbik þriðja leikhluta hrukku Hamarsmenn í gang og hótuðu því að ná Hetti þegar þeir áttu gott áhlaup sem dugði skammt. Í fjórða og síðasta leikhluta leiksins var jafnræði á milli liðanna og neituðu Hamarsmenn að gefast upp. Hamar áttu nokkur góð áhlaup gegn Hetti sem stigu alltaf upp þegar á þurfti. Þrátt fyrir góða baráttu Hamarsmann náðu þeir ekki að nálgast Hött nægilega mikið og lauk leiknum með sigri Hattar 102-109. Af hverju vann Höttur? Eftir jafnann fyrsta leikhluta voru það leikmenn Hattar sem héldu áfram dampi og skoruðu úr sínum skotum. Leikmenn Hattar virkuðu líka einfaldlega sterkari og grimmari í fráköstum og í baráttu um lausa bolta. Annars var þetta góð og jöfn liðsframmistaða hjá Hetti sem skilaði sigrinum í hús. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir í liði Hattar sem voru að skila framlagi fyrir liðið og var liðs frammistaðan sem stóð upp úr í kvöld. Stigaskor leikmanna Hattar var nokkuð jafnt. Þrír leikmenn Hattar voru yfir tuttugu stigum. Deontaye Buskey skoraði 23 stig og voru Gustav Suhr Jessen og Nemanja Knezevic með 20 stig hvor. Í liði Hamars var það Mourice Creek, sem var atkvæðamestur, með 31 stig. Það má segja að Bláa hafið, stuðningsmannasveit Hamars hafi staðið upp úr líka í kvöld. Þeir létu vel í sér heyra allan leikinn og héldu uppi góðri stemningu á pöllunum. Hvað gekk illa? Hamri gekk illa að ráða við stóra og sterka leikmenn Hattar. Hamar var undir í baráttunni um lausa bolta og í fráköstum þegar mest á reyndi. Hvað gerist næst? Hamar heldur áfram að leita af sínum fyrsta sigri og bíður þeirra erfitt verkefni þegar þeir fara í heimsókn í Forsetahöllina, gegn Álftanesi. Hamar og Álftanes hafa háð margar rimmur í gegnum tíðina í 1. Deildinni og verður fróðlegt að sjá liðin spila í deild þeirra bestu. Höttur fær Keflavík í heimsókn í næstu viku. Höttur hefur byrjað tímabilið vel og má búast við hörkuleik. Subway-deild karla Hamar Höttur
Hamar tók á móti Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Heimamenn voru fyrir leik, og eru enn, í leit að sínum fyrsta sigri eftir sigur gestanna frá Egilsstöðum. Það var mikil eftirvænting í Hveragerði fyrir leik kvöldsins þegar Hattarmenn komu í heimsókn í fimmtu umferð Subway deildar karla. Hamar var enn þá í leit af sínum fyrsta sigri í deildinni þrátt fyrir margar ágætis frammistöðu hingað til. Höttur hafði hins vegar byrjað tímabilið af krafti og unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Að venju var mikil og góð stemmning í Frystikistunni, heimavelli Hamars. Bláa hafið, stuðningsmannasveit Hamars voru mættir vel fyrir leik til að syngja og tralla. Mikið jafnræði var í upphafi leiks og skiptust liðin á að skora stig. Leikmenn voru greinilega búnir að hita vel upp því bæði lið voru að skora vel í upphafi. Margir leikmenn voru að koma að stigaskorun í fyrsta leikhluta sem Hattarmenn leiddu 26-28. Jafnræðið hélt áfram í öðrum leikhluta. Hamarsmenn komust fjórum stigum yfir eftir nokkurra mínútna leik en Höttur voru ekki lengi að ná þeim og voru fljótt komnir með yfirhöndina. Leikmenn Hattar héldu áfram að hitta vel, voru mun grimmari í fráköstum á meðan leikmenn Hamars kólnuðu í skotum sínum. Höttur voru tólf stigum yfir í hálfleik, 44-56. Munur liðana í hálfleik lá í að stórir og sterkir leikmenn Hattar hirtu mörg sóknarfráköst. Gustav Suhr Jessen var atkvæðamestur í stigaskori gestanna í fyrri hálfleik, með 17 stig. Höttur hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og héldu áfram að raða niður stigum á meðan Hamarsmenn voru ekki alveg nægilega góðir. Mestur var munurinn átján stig þegar þrjár mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Um miðbik þriðja leikhluta hrukku Hamarsmenn í gang og hótuðu því að ná Hetti þegar þeir áttu gott áhlaup sem dugði skammt. Í fjórða og síðasta leikhluta leiksins var jafnræði á milli liðanna og neituðu Hamarsmenn að gefast upp. Hamar áttu nokkur góð áhlaup gegn Hetti sem stigu alltaf upp þegar á þurfti. Þrátt fyrir góða baráttu Hamarsmann náðu þeir ekki að nálgast Hött nægilega mikið og lauk leiknum með sigri Hattar 102-109. Af hverju vann Höttur? Eftir jafnann fyrsta leikhluta voru það leikmenn Hattar sem héldu áfram dampi og skoruðu úr sínum skotum. Leikmenn Hattar virkuðu líka einfaldlega sterkari og grimmari í fráköstum og í baráttu um lausa bolta. Annars var þetta góð og jöfn liðsframmistaða hjá Hetti sem skilaði sigrinum í hús. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir í liði Hattar sem voru að skila framlagi fyrir liðið og var liðs frammistaðan sem stóð upp úr í kvöld. Stigaskor leikmanna Hattar var nokkuð jafnt. Þrír leikmenn Hattar voru yfir tuttugu stigum. Deontaye Buskey skoraði 23 stig og voru Gustav Suhr Jessen og Nemanja Knezevic með 20 stig hvor. Í liði Hamars var það Mourice Creek, sem var atkvæðamestur, með 31 stig. Það má segja að Bláa hafið, stuðningsmannasveit Hamars hafi staðið upp úr líka í kvöld. Þeir létu vel í sér heyra allan leikinn og héldu uppi góðri stemningu á pöllunum. Hvað gekk illa? Hamri gekk illa að ráða við stóra og sterka leikmenn Hattar. Hamar var undir í baráttunni um lausa bolta og í fráköstum þegar mest á reyndi. Hvað gerist næst? Hamar heldur áfram að leita af sínum fyrsta sigri og bíður þeirra erfitt verkefni þegar þeir fara í heimsókn í Forsetahöllina, gegn Álftanesi. Hamar og Álftanes hafa háð margar rimmur í gegnum tíðina í 1. Deildinni og verður fróðlegt að sjá liðin spila í deild þeirra bestu. Höttur fær Keflavík í heimsókn í næstu viku. Höttur hefur byrjað tímabilið vel og má búast við hörkuleik.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum