Innlent

Snarpur skjálfti norð­austur af Þor­birni

Árni Sæberg skrifar
Upptök skjálftans voru nálægt Þorbirni.
Upptök skjálftans voru nálægt Þorbirni. Stöð 2/Egill

Íbúar í Grindavík fundu vafalítið fyrir nokkuð snörpum jarðskjálfta á níunda tímanum.

Þetta segir Einar Hjörleifsson, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. 

Upptök skjálftans hafi verið við Sýrlingafell, í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð norðaustur af Þorbirni við Grindavík. 

Skjálftinn hafi riðið yfir klukkan 20:35 á 5,3 kílómetra dýpi og verið af stærðinni 3,5. Þetta hafi verið stærsti skjálftinn í dag en þeir hafi verið alls um 750 talsins á svæðinu í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×