Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Kristinn Harðarson er framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52
Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51