Erlent

Ste­ven Tyler aftur sakaður um kyn­ferðis­brot

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tyler er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith.
Tyler er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith. Getty/Axelle/Bauer-Griffin

Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku.

Guardian greinir frá því að hann hafi verið kærður í vikunni fyrir að hafa brotið á sautján ára stúlku á áttunda áratugnum. Hann á að hafa káfað á henni og kysst hana gegn hennar vilja. Tímaritið Rolling Stone greinir frá því að brotaþoli heiti Jeanne Bellino, sem starfaði sem fyrirsæta þegar hún var barn.

Eins og fyrr segir var hann einnig kærður í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku, Julia Holcomb Misley, en brotin eiga að hafa átt sér stað yfir þriggja ára tímabil, á meðan sambandi þeirra stóð.

Þrátt fyrir að meint brot gegn hinni fyrrnefndu Bellino hafi átt sér stað fyrir tæpri hálfri öld segir í kæru að hún hafi hlotið mikinn andlegan miska vegna brotsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×