„Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 06:42 Páll Valur hefur búið í Grindavík árum saman en segist ekki muna eftir öðru eins. „Ég vaknaði bara strax við þann fyrsta sem kom eftir miðnætti. Og vaknaði aftur um klukkan þrjú og hef ekki sofnað síðan. Þetta er bara búið að vera viðvarandi; stórir skjálftar. Maður sér á vefnum að þeir eru yfir þrír meira og minna.“ Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira