„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Allir sem hafa áhuga á hönnun þekkja nafn Eyjólfs Pálssonar í Epal. Sem stofnaði fyrirtækið árið 1975, fyrst í bílskúr og hefur í áratugi talað óþreytandi fyrir íslenskri hönnun. Eyjólfur er uppátækjasamur með eindæmum, og leynir á sér sem rómantíker. Vísir/Vilhelm „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat, því peningarnir voru ekki komnir með pósti. Ég ákvað því að fara í sendiráð Íslands og athuga hvort ég gæti fengið aðstoð. Þar tók á móti mér maður sem útskýrði fyrir mér að því miður aðstoðaði sendiráðið ekki fólk í aðstæðum sem þessum,“ segir Eyjólfur og bætir við: „En síðan seildist hann í veskið sitt, spurði hvað mig vantaði mikið, rétti mér nokkra hundraðkalla og sagði: „Þú borgar mér bara til baka þegar þú ert búinn að fá peningana þína.“ Eyjólfur segir þessa aðstoð mannsins hafa haft mikil áhrif á sig. „Æ síðan hef ég reynt að lifa eftir því að reyna að endurgjalda það sem maður sjálfur fær. Ég veit ekkert hvað þessi maður hét. En ég hef oft um ævina hugsað til hans.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni fáum við að heyra sögu Eyjólfs Pálssonar, sem fyrir hartnær hálfri öld stofnaði fyrirtækið Epal. Fáir þekkja ekki til nafnsins hans, að minnsta kosti sá hópur fólks sem hefur áhuga á íslenskri hönnun og arkitektúr. „Ég er samt ekki kennari. Ég er hins vegar prédikari,“ segir Eyjólfur síðar í samtalinu. Til útskýringar á því hvers vegna hann brennur alltaf fyrir því að tala fyrir íslenskri hönnun. Eyjólfur ólst með Mörtu systur sinni upp upp hjá einstæðri móður sem Eyjólfur segir hafa unnið ótrúlegustu störf. Í mörg ár var hann sendir austur á land í sveit á vorin og kom þaðan aftur á haustin. Æskuminningarnar Eyjólfur er fæddur þann 27.júní árið 1946, sonur Elísabetar Pétursdóttur og Páls Eyjólfssonar. Páll starfaði sem leigubílstjóri, fyrst hjá Litla bíl, síðar á Hreyfli. Móðir hans vann við ótrúlegustu störf að sögn Eyjólfs, en hjá henni ólst hann upp. „Foreldrar mínir skildu fljótlega eftir að Marta systir mín fæddist og frá þriggja ára aldri var ég sendur í sveit í Fljótsdal þar sem ég var í tíu sumur. Fyrst fór ég með föðursystrum mínum með strandferðaskipunum á vorin, en síðar fór ég að fara einn með rútu og stoppaði þá á Blönduósi, Akureyri og víðar og reyndi þá að vera hjá einhverjum sem ég þekkti til.“ Enda Fljótsdalur dalur í Fljótsdalshéraði á Austurlandi, kenndur við Lagarfljót sem um hann rennur og það tók því um þrjá daga að ferðast þangað með rútu frá Reykjavík. Eyjólfur segir að það sé alltaf sveitin sem komi í hugann þegar hann hugsar til góðra minninga í æskunni. „Það var ýmislegt að gera þar, teyma hesta með bagga, reka kýrnar og fleira og fleira. Ég held líka að amma og afi hafi haft góð áhrif á mig,“ segir Eyjólfur og vísar þar til foreldra föður síns. Þegar Eyjólfur var sendur í sveitina í Fljótsdal tók það um þrjá daga að ferðast þangað með rútu. Fyrst fór hann þó þangað með föðursystrum sínum með strandferðaskipunum. Lengi stundaði Eyjólfur síðan að fara alltaf austur í smalamennsku þegar hann var orðinn fullorðinn. Í mörg ár stundaði Eyjólfur það að fara í göngur og hestaferðir á þessum slóðum eftir að hann varð fullorðinn. „Smalamennskan náði að skila því að maður hreinsaði hugann, en varð sjálfur grútskítugur.“ Eyjólfur bjó þó víðar en í Reykjavík. „Mamma var kokkur á síldarbát um tíma og þénaði þá einn kvart hlut sem var dágóður peningur á þeim tíma,“ segir Eyjólfur, með tilvísun í þá gósentíð sem ríkti þegar síldarævintýrið var og hét. Tíu ára fór Eyjólfur í Laugarnesskóla og enn heldur hann tengslum við fólk sem hann kynntist þar. Gagnfræðibrautin var í Vogaskóla en eftir það fór Eyjólfur í húsgagnasmíði. „Jón Péturson húsgagnasmiður á Vesturgötunni tók mig í nám. Hann var reyndar ekki með meistararéttindi og fékk því annan til að kvitta upp á að vera það.“ Á þessum árum var húsgagnasmíði á Íslandi mjög mikil og verkstæði til smíða víða um landið. Sambýliskona Eyjólfs er Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir og segir Eyjólfur frá afar skemmtilegri sögu af því þegar þau kynntust. Eyjólfur viðurkennir að í gegnum árin hafi hann oft nánast gleymt konum og fjölskyldu því allt hefur gengið út á Epal og að tala fyrir hönnunarvörum. Vísir/Vilhelm Eyjólfur og Danaveldið Í texta sem lesa má í bók sem gefin var út um Epal þegar fyrirtækið var þrjátíu ára má sjá eftirfarandi lýsingu sem Pétur heitinn Lúthersson skrifaði um Eyjólf: „Mér er sagt að mætir menn úr húsgagnaiðnaði í Danmörku að þeir hafi ekki haft mikla trú á Eyjólfi Pálssyni þegar hann ungur maður sýndi áhuga á að eiga þar viðskipti. Hann stóð gjarnan álengdar og beið meðan þeir hlustuðu á fagurgala og væntingar um milljóna viðskipti annarra kaupenda. Hann lagði síðan fram hæverska pöntun. Það spurðist fljótt í þröngum hópi danskra framleiðanda og brátt kepptust þeir um að eiga við hann viðskipti.“ Það er einmitt með ólíkindum hversu stórt og mikið nafn Eyjólfur er í Danmörku. Þangað hélt hann til náms í húsgagnaarkitektúr 21 árs gamall. Fyrsta árið lærði hann dönsku en fór svo í nám í innanhús arkitektúr. Aðeins tólf nemendur komust að í skólann á ári. „Ég vissi ekki að margir sem sóttu um á sama tíma og ég, höfðu einnig sótt um árinu áður en ekki hlotið inngöngu. Okkur var tilkynnt að klukkan 10 á föstudegi yrði nafnalisti hengdur upp í anddyrinu og þá kæmi í ljós hverjir kæmust að,“ segir Eyjólfur. „Þangað mætti ég á tilsettum tíma og las yfir nöfnin á listanum. Og viti menn: Þarna stóð Eyjolfur Palsson. Sem betur fer. Því að ég var ekki með neitt plan B.“ Á meðan Eyjólfur var í námi í Danmörku fæddist eldri sonur hans, Kjartan Páll. Á þessum tíma skrifaði maður bréf og sendi heim. Ég hringdi þó einu sinni en það var þegar Kjartan fæddist. Þá fór ég á símstöðina á járnbrautastöðinni, hringdi í mömmu og sagði: Þú ert orðin amma.“ Móðir Eyjólfs geymdi öll bréfin sem hann sendi heim og þau á hann því sjálfur í dag, vel geymd í kassa. „Einhvern tíma ætla ég að gefa mér tíma til að skoða þessi bréf og lesa hvað ég var eiginlega að segja mömmu á þessum tíma.“ 77 ára gengur lífið enn að miklu leyti út á Epal og þangað er Eyjólfur mættur eftir sund alla morgna klukkan 8. Hann segist þó vera að reyna að fara fyrr heim á daginn og gerir það með því að smygla sér út bakdyramegin.Vísir/Vilhelm Til Danmerkur sótti Eyjólfur mikið viðskipti sín fyrst eftir að hann stofnaði Epal. Og þar hefur hann á ferli sínum skapð sér virðingu og sess á meðal jafningja í faginu. Um Eyjólf segir Knud Werming hjá Erik Jörgensen í fyrrgreindri bók: „Eyjólfur gafst ekki upp og var frá byrjun sannkallaður eldhugi sem barðist fyrir skilningi manna og virðingu fyrir hönnun. Hann mætti mótspyrnu en lét það ekki á sig fá, hann er sannur trúboði og hefur alla tíð verið.“ Til að setja tengingu Eyjólfs við Danaveldi í enn betra samhengi má nefna að árið 1986 hlaut Eyjólfur viðurkenninguna Landsforeningens Dansk arbeijdes diplom og Prins Henriks æres medalie sem prins Hendrik afhenti honum. „Mér þykir mjög vænt um þetta. Enda er ég mjög danskur í mér.“ Árið hlaut 2001 Eyjólfur síðan enn aðra orðu, möbelprísen, þá afhenta af krónprinsinum Fridrik. Sú viðurkenning var veitt sem viðurkenning fyrir sölu- og kynningarstarf Eyjólfs á danskri hönnun í gegnum tíðina. „Þetta er mesti heiðurinn sem að hægt er að fá í dönskum húsgagnaiðnaði og aðeins tveir aðrir útlendingar hafa hlotið til viðbótar við mig,“ segir Eyjólfur. „Ég hef reyndar hitt þau öll,“ segir Eyjólfur allt í einu sposkur á svip. Því til viðbótar við að hafa hitt feðgana, hitti Eyjólfur Jóakim prins og eiginkonu hans þegar þau komu í heimsókn til Íslands árið 2016. „Þau sögðust sérstaklega vilja skoða Hörpuna sem arkitektúr og síðan íslenska hönnun í Epal,“ segir Eyjólfur og brosir. „Árið 2014 var ég síðan með Guðna Th. forseta og fleirum í opinberu boði dönsku konungsfjölskyldunnar. Þar voru mér úthlutaðar fjórar mínútur til að spjalla við Margrétu drottningu.“ Viðskiptatengsl Eyjólfs við Danmörku hafa líka haldist í áratugi. Í fyrrgreindu viðtali við Knud Warming segir Knud: „Samvinnan sem við höfum átt við Epal á góðum tímum og slæmum hefur alltaf staðist. Segi Eyjólfur já, þýðir það já og segi hann nei, þýðir það nei.“ Í nýlegu viðtali við Eyjólf í Viðskiptablaðinu segir Eyjólfur síðan um reksturinn. „Þegar maður sér hvað er að gerast í kringum okkur þá þarf maður að passa sig og vera varkár,“ og vísar þar til að mörgum kollegum hans á Norðurlöndunum hafi til að mynda ekki gengið ýkja vel. Á meðan Epal hefur í áraraðir talist til eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum Íslands samkvæmt mælingum Creditinfo. En hvernig hófst allt þetta Epal ævintýri? Tengsl Eyjólfs við Danmörku eru mikil þótt það fylgi sögunni að Danir hefðu nú ekki haft mikla trú á honum í upphafi viðskipta. Það átti þó sannarlega eftir að breytast. Eyjólfi finnst vænt um þær orðuveitingar sem hann hefur fengið frá Dönum, enda segist hann svolítið danskur í sér.Vísir/Vilhelm E-PAL Nafnið EPAL er tilvísun í nafn Eyjólfs: E fyrir Eyjólfur. PAL fyrir Pálsson. Fyrirtækið stofnaði hann árið 1975 og var reksturinn fyrstu árin í bílskúr að Hrísateig 47. „Við vorum með opið frá klukkan 14-18,“ segir Eyjólfur. Sjálfur var hann að vinna annars staðar. Því með laununum sínum þar hafði hann efni á að greiða starfsmönnum Epal laun og leysa út vörur. Að stofna Epal var þó ekkert hugmynd sem Eyjólfur fékk strax eftir námið í Danmörku. Því þá byrjaði hann á að starfa þar á teiknistofu. „Ég var að vinna hjá mjög skemmtilegum aðila sem var forríkur maður sem átti fullt af fasteignum. Þetta var mjög skemmtilegur vinnustaður þar sem við borðuðum öll saman á föstudögum. Ég man eftir fyrsta föstudagshádeginu mínu því þá dró karlinn upp Harald Jensen snafs og í stuttu máli varð ég bara eins og broddgöltur eftir þann snafs. Svo mikið risu hárin á handleggnum,“ segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur ákvað þó að halda heim til Íslands eftir um tvö ár. Enda mikil gróska enn í húsgagnasmíði á Íslandi. Það glittir í glampa í augum Eyjólfs þegar hann rifjar upp fyrstu verkefnin sín á Íslandi. Verkefni sem voru á vegum Gunnars Ingibergssonar innahúsarkitekts í Ráðherrabústaðnum, eignum ríkisins á Þingvöllum, á hótel Borg og víðar. „Það sem mér hefur fundist mjög vænt um að komast að á síðustu árum er að sumt af því sem maður teiknaði á þessum tíma stendur enn óhreyft og nákvæmlega eins og maður teiknaði það á sínum tíma,“ segir Eyjólfur og nefnir nokkur dæmi. „Það sem ég teiknaði fyrir barnaskólann í Vík var árið 1975 þegar ég starfaði hjá Hróbjarti Hróbjartssyni og Geirharði Þorsteinssyni arkitektum er til dæmis óbreytt. Því löngu síðar fór ég þangað og bað um að fá að skoða skólann. Þar voru þá allir sömu litirnir og innréttingarnar sem ég hafði teiknað á sínum tíma og það fannst mér dásamlegt að sjá.“ Annað dæmi sem Eyjólfur nefnir er verkefni sem hann teiknaði árið 1977. „Kona kom að tali við mig í Epal og sagðist hafa hús í Seljahverfi sem ég hefði teiknað innréttingarnar í. Ég spurði hvort það væri ekki búið að breyta öllu en þá svaraði hún: Nei við keyptum húsið vegna þess að þar er ekki búið að breyta neinu,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Ég fékk eiginlega bara sting í magann því það er eitthvað svo magnað að heyra hvað verk eftir mann geta lifað lengi.“ Í tuttugu ár var Eyjólfur með skegg niður á nafla og þá þótti auðveldara að þekkja hann úr. Fáir, ef nokkrir, hafa talað jafn mikið fyrir hönnun og Eyjólfur, sem þó hefur hrósað aðilum eins og Landsbankanum og Alþingi fyrir að nýta það sem til er en vera ekki alltaf að kaupa nýtt.Vísir/Vilhelm Skeggið af og flutningar Það er einmitt þessi brennandi ástríða fyrir hönnun sem einkennt hefur Eyjólf alla tíð. Svo mikla ástríðu hefur hann haft fyrir hönnun og rekstri Epal að hann viðurkennir að hafa of oft í gegnum tíðina gleymt öllu öðru. Enda þrígiftur maður. Kjartan Páll eignaðist hann með Guðbjörg Kjartansdóttur árið 1969 en yngri soninn Dag árið 1982 með Margréti Ásgeirsdóttur. Lengi vel fór Eyjólfur ekki framhjá neinum. Enda var hann með skegg niður á nafla í 20 ár! „Strákarnir voru alltaf að biðja mig um að klippa af mér skeggið. Þeir voru til dæmis farnir að gefa mér alls kyns rakaradót í jólagjöf til að losa mig við það,“ segir Eyjólfur og hlær. Að sjálfsögðu tengdist það hönnun þegar Eyjólfur loks lét verða að því að klippa skeggið af. Því það var í tilefni opunar á hönnunarsýningu sem haldin var í Epal í Faxafeni árið 1991 sem Eyjólfur lét loks verða að því. Og þá fyrir framan 300 manns! Ég og Hallgrímur Ingólfsson vorum að ræða um hvað við gætum gert sniðugt á opnunni. Þegar Hallgrími dettur í hug að við myndum láta klippa af mér skeggið! Mér leist strax vel á hugmyndina en sagði að ég yrði að ræða þetta við eiginkonuna fyrst, hún hefði auðvitað ekki séð mig skegglausan í tuttugu ár.“ Auðvitað stóð fólk ekki aðeins agndofa, þegar skeggið var klippt af heldur rataði fréttin meira að segja í DV svo merkilegur þótti gjörningurinn. „Á opnunarviðburðum er algengast að borðar séu klipptir. En hjá okkur var það Villi Þór rakari sem kom allt í einu upp á svið og klippti af mér skeggið,“ segir Eyjólfur og er greinilega skemmt af minningunni. Eyjólfur fékk danskan vin sinn til að kaupa húsnæði Epals í Faxafeni og leigði hjá honum um tíma. Þegar leigan hækkaði keypti hann húsnæði Epals í Skeifunni en Epal er núna starfsrækt þar, í Kringlunni, Smáralind, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Laugavegi og í Gróðurhúsinu í Hveragerði.Vísir/Vilhelm En hvernig komu húsnæðisflutningar Epal til? ,,Við fluttum fyrst frá Hrísateig í Síðumúlann og þar vorum við í nokkur ár. Starfsmenn voru um fjórir til fimm í búðinni að jafnaði,“ segir Eyjólfur. „Árið 1986 sæki ég um að byggja hús í Faxafeni og sá fyrir mér að byggja það í tveimur áföngum. Ég fékk lóðina en átti að byggja það í heilu lagi sem ég hafði auðvitað enga burði til. Ég fór nú samt af stað og fékk Manfreð Vilhjálmsson með mér í það verk að teikna húsið.“ Manfreð hlaut síðar menningaverðlaun DV fyrir teikninguna af húsinu. „Það var einhver góður Landsbankabankastjóri sem lánaði mér pening en ég réði samt ekkert við þetta og fékk því góðan danskan vin til að kaupa húsið. Sá var húsgagnaframleiðandi sem hafði eitt sinn sagt við mig að hann vildi eiga hús í öllum höfuðborgum Norðurlandanna. Þannig að ég spurði hann bara: Viltu þá ekki kaupa hús Epal?“ Þegar húsaleigan hækkaði um 15% einhverjum árum síðar, sagði Eyjólfur upp leigusamningnum og keypti húsnæði Epals í Skeifunni, þar sem verslunin er enn til húsa. Epal er einnig staðsett á Laugavegi, í Kringlunni, Smáralind, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Gróðurhúsinu í Hveragerði. „Ég hef reyndar alltaf sagt að við vildum verða best en ekki stærst,“ segir Eyjólfur. Þótt margt hafi breyst síðan verslunin var fyrst stofnuð, er enn haldið í þau gildi og markmið sem Eyjólfur setti sér árið 1975. „Þegar að ég var að velja hlutina fyrir Epal fyrstu árin hugsaði ég alltaf út frá því hvort mig langaði til að eiga hlutinn á mínu heimili eða ekki. Auðvitað hefur maður fært út kvíarnar síðan og vöruúrvalið orðið mun meir en það áður var. En í grunninn er þessi stefna enn við lýði: Við veljum inn flotta hönnun sem að maður væri til í að eiga sjálfur.“ Trúðamyndin var tekin af ljósmyndara án vitundar Eyjólfs, en augnablikið er síðasta mínútan áður en Eyjólfur hitti Ingibjörgu á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum. Spákona hafði þá þegar sagt honum að þar myndi hann hitta flotta konu og í sumar sendi Eyjólfur Ingibjörgu SMS og bað hana um að hitta sig aftur á bekknum góða. Því þá voru 10 ár frá því að þau hittust fyrst. Ástin Þótt ástríðan fyrir hönnun sé mikil hjá Eyjólfi er ekki hægt annað en að spyrja hann líka út í ástarmálin sjálf. Hvernig var skemmtanahaldi til dæmis háttað þegar hann var ungur maður í Reykjavík? „Maður fór á böllin í Glaumbæ og ég viðurkenni að hafa verið nokkuð iðinn í Þórskaffi um tíma. Því að ég lærði gömlu dansana og þeir voru dansaðir þar. Ég var líka svo heppinn að vera að vinna hjá smið sem var að vinna fyrir hótel Borg. Sem þýddi að ég þekkti starfsfólkið þar og það hleypti mér inn bakdyramegin þótt ég væri ekki kominn á aldur,“ segir Eyjólfur sposkur á svip. Eyjólfur og Guðbjörg móðir Kjartans byrjuðu saman áður en Eyjólfur fór út í nám. Fyrst hélt hann því utan einn, en síðar kom hún og þar fæddist Kjartan Páll eins og áður sagði. „Ég viðurkenni alveg að ég hafi í gegnum tíðina kannski einbeitt mér of mikið af vinnunni og fyrir vikið kannski gleymt konum og fjölskyldu,“ segir Eyjólfur íbygginn á svip. Eyjólfur á þó afar rómantíska sögu til að segja frá. Það var þegar hann kynntist Ingibjörgu Þóru Gunnarsdóttur, núverandi sambýliskonu sinni. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu,“ segir Eyjólfur og vísar þar til konu sem tekur spámiðlun fyrir hann reglulega, byggða á indverskri stjörnuspeki. „Ég hef hitt þessa á fjögurra mánaða fresti í yfir tuttugu ár og þannig fæ ég alltaf smá innsýn í hvað er að fara að gerast hjá mér næstu þrjá mánuðina. Og það hefur alltaf staðist það sem hún segir,“ útskýrir Eyjólfur og bætir við að hann hafi líka vísað fjöldanum öllum af öðru fólki til hennar. „Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. „Það var eitthvað mikið um að vera þennan dag því þarna voru fullt af trúðum. Án þess að ég hefði hugmynd um það, var ljósmyndari á svæðinu sem smellir af mér mynd, umkringdum litskrúðugum trúðum.“ Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par. „Um haustið vorum við Ingibjörg á ljósmyndasýningu í Gerðasafni í Kópavogi þegar Ingibjörg segir við mig: Eyjólfur, það er mynd af þér þarna með fullt af trúðum.“ Þarna var þá myndin komin sem smellt hafði verið af Eyjólfi. „Ég keypti réttinn af þessari mynd og við eigum hana því í dag. Enda stórmerkileg því þetta er í rauninni síðasta mínútan í mínu lífi án Ingibjargar,“ segir Eyjólfur og brosir. En enn leynir hann þó á sér því allt í einu segir hann. Núna í sumar voru síðan komin tíu ár frá þessu stefnumóti. Þann 3.júlí sendi ég Ingibjörgu því SMS og bað hana um að hitta mig aftur við bekkinn klukkan þrjú. Þegar hún kom þangað beið ég hennar með kampavín og glös.“ Árið 2008 tók Kjartan Páll eldri sonur Eyjólfs við framkvæmdastjórakeflinu í Epal og viðurkennir Eyjólfur að það hafi tekið hann smá tíma að hætta að horfa yfir öxl Kjartans. Þegar viðtalið var tekið, var Kjartan staddur erlendis en með Eyjólfi á mynd er yngri sonur hans, Dagur. Vísir/Vilhelm Kynslóðaskipti í Epal Árin fyrir hrun voru frábær ár og árið 2007 byggir Eyjólfur ofan á húsið í Skeifunni. Þá á Epal líka húsnæðið við hliðina á, þar sem Everest er til húsa. „Fasteignasali sem er vinur minn hringdi og sagði að einhver hefði ætlað að kaupa húsið en væri að guggna á því. Hvort ég vildi ekki bara kaupa. Ég spurði þá: Hvað þarf ég að gera til þess að geta það? Þá svaraði hann: Þú þarft að eiga 18 milljónir og mæta á fund klukkan tvö.“ Árið 2008 tók Kjartan sonur Eyjólfs við framkvæmdastjórastarfinu. „Hann kom inn með fullt af þekkingu því hann lærði markaðsfræði í Bandaríkjunum.“ Margt erfitt fylgdi þó tímabilinu eftir bankahrun. „Veltan dróst saman um 50%. Við vorum sautján sem störfuðum hér og þurftum að segja sjö manns upp. Þetta er erfiðasti tíminn sem ég ef upplifað.“ Hann segir tímann líka hafa verið afar lærdómsríkan fyrir Kjartan, sem tekur við rekstrinum þegar kreppa skellur á eftir mikinn góðæristíma. „Á móti kemur að hann byrjaði á botninum og það hefur því allt verið upp á við síðan þá,“ segir Eyjólfur sposkur á svip. „Ég hef aldrei átt mikinn pening en aldrei tekið mikið af lánum og við pössum okkur alltaf að vera varkár.“ En hvernig gekk þér að afhenda Kjartani keflið? „Eflaust hef ég mikið verið að kíkja yfir öxlina á honum fyrst um sinn. En þegar ég sá að hann var alveg að skilja hugmyndafræði Epal fór maður að sleppa tökunum. Auðvitað þurftum við svolítið að ræða saman fyrst og það tók tíma fyrir mig að hætta að skipta mér að. En hann sér í dag um markaðs- og fjárhagsþættina, á meðan ég einbeiti mér að hönnunarþættinum.“ Nafn Eyjólfs og Epal hefur tíðum verið nefnt í fjölmiðlum. Til dæmis er varla hægt að finna fréttir um Hönnunarmars nema að nafn Eyjólfs komi þar einhvers staðar fram. Þá hafa þær verið ýmsar uppákomurnar. Til dæmis ætlaði allt um koll að keyra um tíma þegar hinu umdeilda orði Epal-hommarnir var fleygt fram, enda þótti orðið fela í sér mikla fordóma. Eyjólfur sneri þó vörn í sókn því úr varð snilldarleg auglýsingaherferð sem Brandenburg auglýsingastofan vann til verðlauna fyrir síðar. Uppátæki Eyjólfs virðast þó af ýmsum toga. Til dæmis gaf hann út 72 blaðsíðna hefti um gömul hús með fleiri félögum sínum. Hugmynd sem kviknaði á göngu um borgina þar sem Eyjólfur velti fyrir sér hvers vegna borgin gæfi ekki út einhverja litapallíettu fyrir gömlu húsin í bænum. „Síðan segir vinur minn við mig: Hvers vegna gerir þú þetta ekki sjálfur?“ og úr varð fyrrgreint hefti sem innifelur heilmikinn fróðleik um gömlu húsin í borginni og hlaut 250 þúsund króna styrk frá Húsfriðunarnefnd. Eyjólfur hefur látið til sín taka í umræðunni um að vernda íslenska hönnun og forðast eftirlíkingar. En einnig að fólk og fyrirtæki nýti gamla hluti. „Ég man þegar ég var í aðsendri grein að hrósa Landsbankanum og Alþingi fyrir að nota gömul og vönduð húsgögn í nýjum húsakynnum frekar en að skipta öllu út, að einn félagi minn spurði: Eyjólfur er þetta nú ekki frekar galið? Þú ert sjálfur að selja nýja hluti,“ segir Eyjólfur og útskýrir að það sé ekki málið. Frekar eigi viðhorfið að vera að bera virðingu fyrir fallegum hlutum og fallegri hönnun. Þá vakti það athygli árið 2022 þegar Epal greiddi hálfa milljón fyrir forláta stól í Góða hirðinum og reyndist vera dönsk hönnum frá sjötta áratugnum. Stólnum fylgdi afar hjartnæm saga sem lesa má um hér: Árið 2011 var Eyjólfur útnefndur heiðursiðnaðarmaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. „Mér þótti afar vænt um að fá þessa viðurkenningu. Þegar mér var tilkynnt um þau sagði ég samt: Bíddu hvað er að ykkur? Ég er ekki einu sinni í húsgagnasmíði. En fékk það svar að ég ætti þetta inni því það hefðu fáir talað jafnmikið fyrir faginu og ég.“ Umrædd verðlaun voru afhent af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta. Þótt Eyjólfur sé á áttræðisaldri, snúast dagarnir enn að mestu um Epal. „Ég mæti í sund klukkan hálf sjö á morgnana í Laugardalslauginni. Síðan er ég kominn hingað um átta leytið og fæ þá frið og ró til að fara yfir tölvupósta og svona.“ Eyjólfur segist þó vera að reyna að minnka við sig. Hvernig ertu að vinna að því? ,,Ég er að reyna að fara heim fyrr á daginn. Fer þá út bakdyramegin því ef ég fer fram í búð þá hitti ég alltaf fyrir einhvern sem ég þekki.“ Enda viðskiptavinir Epal mjög trygglindir að sögn Eyjólfs. Svo margar sögur hefur Eyjólfur að segja að ekki er hægt að tiltaka þær allar hér. Langflestar þeirra snúast þó um að koma íslenskri hönnun á framfæri. „Ég keypti til dæmis lagerinn af íslenskri hönnun sem var til sýnis í þrjá daga í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og setti hana upp hér. Við sýndum þessa hluti í Epal í þrjár vikur,“ segir Eyjólfur og enn glittir í þennan glampa í augunum sem alltaf sést þegar talið berst að fallegri hönnun. Aðspurður um það hvort eitthvað standi upp úr í hönnun sem hefur verið til sölu í Epal í gegnum tímann segir Eyjólfur. „Nei því mér finnst alltaf eins og þá sé ég að gera upp á milli barnanna minna.“ Tvö ár eru nú í að fyrirtækið verði hálfrar aldar gamalt. Að því tilefni verður blásið í alla lúðra og er hugmyndin sú að halda upp á fimmtugsafmæli fyrirtækisins allt árið 2025. „Við ætlum að vera með fullt af sérsmíðuðum hönnunarvörum sem við erum að fá fólk til að sérhanna fyrir okkur í tilefni afmælisins. Það verða þá 50 eintök framleidd af hverjum hlut,“ segir Eyjólfur hinn ánægðasti. Fáum við þá kannski í lokin að heyra eitthvað meira um það sem væntanlegt er á afmælisárinu? „Nei,“ svarar Eyjólfur og brosir í kambinn. „Við erum ekki farin að opinbera neitt hlut enn.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins HönnunarMars Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat, því peningarnir voru ekki komnir með pósti. Ég ákvað því að fara í sendiráð Íslands og athuga hvort ég gæti fengið aðstoð. Þar tók á móti mér maður sem útskýrði fyrir mér að því miður aðstoðaði sendiráðið ekki fólk í aðstæðum sem þessum,“ segir Eyjólfur og bætir við: „En síðan seildist hann í veskið sitt, spurði hvað mig vantaði mikið, rétti mér nokkra hundraðkalla og sagði: „Þú borgar mér bara til baka þegar þú ert búinn að fá peningana þína.“ Eyjólfur segir þessa aðstoð mannsins hafa haft mikil áhrif á sig. „Æ síðan hef ég reynt að lifa eftir því að reyna að endurgjalda það sem maður sjálfur fær. Ég veit ekkert hvað þessi maður hét. En ég hef oft um ævina hugsað til hans.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni fáum við að heyra sögu Eyjólfs Pálssonar, sem fyrir hartnær hálfri öld stofnaði fyrirtækið Epal. Fáir þekkja ekki til nafnsins hans, að minnsta kosti sá hópur fólks sem hefur áhuga á íslenskri hönnun og arkitektúr. „Ég er samt ekki kennari. Ég er hins vegar prédikari,“ segir Eyjólfur síðar í samtalinu. Til útskýringar á því hvers vegna hann brennur alltaf fyrir því að tala fyrir íslenskri hönnun. Eyjólfur ólst með Mörtu systur sinni upp upp hjá einstæðri móður sem Eyjólfur segir hafa unnið ótrúlegustu störf. Í mörg ár var hann sendir austur á land í sveit á vorin og kom þaðan aftur á haustin. Æskuminningarnar Eyjólfur er fæddur þann 27.júní árið 1946, sonur Elísabetar Pétursdóttur og Páls Eyjólfssonar. Páll starfaði sem leigubílstjóri, fyrst hjá Litla bíl, síðar á Hreyfli. Móðir hans vann við ótrúlegustu störf að sögn Eyjólfs, en hjá henni ólst hann upp. „Foreldrar mínir skildu fljótlega eftir að Marta systir mín fæddist og frá þriggja ára aldri var ég sendur í sveit í Fljótsdal þar sem ég var í tíu sumur. Fyrst fór ég með föðursystrum mínum með strandferðaskipunum á vorin, en síðar fór ég að fara einn með rútu og stoppaði þá á Blönduósi, Akureyri og víðar og reyndi þá að vera hjá einhverjum sem ég þekkti til.“ Enda Fljótsdalur dalur í Fljótsdalshéraði á Austurlandi, kenndur við Lagarfljót sem um hann rennur og það tók því um þrjá daga að ferðast þangað með rútu frá Reykjavík. Eyjólfur segir að það sé alltaf sveitin sem komi í hugann þegar hann hugsar til góðra minninga í æskunni. „Það var ýmislegt að gera þar, teyma hesta með bagga, reka kýrnar og fleira og fleira. Ég held líka að amma og afi hafi haft góð áhrif á mig,“ segir Eyjólfur og vísar þar til foreldra föður síns. Þegar Eyjólfur var sendur í sveitina í Fljótsdal tók það um þrjá daga að ferðast þangað með rútu. Fyrst fór hann þó þangað með föðursystrum sínum með strandferðaskipunum. Lengi stundaði Eyjólfur síðan að fara alltaf austur í smalamennsku þegar hann var orðinn fullorðinn. Í mörg ár stundaði Eyjólfur það að fara í göngur og hestaferðir á þessum slóðum eftir að hann varð fullorðinn. „Smalamennskan náði að skila því að maður hreinsaði hugann, en varð sjálfur grútskítugur.“ Eyjólfur bjó þó víðar en í Reykjavík. „Mamma var kokkur á síldarbát um tíma og þénaði þá einn kvart hlut sem var dágóður peningur á þeim tíma,“ segir Eyjólfur, með tilvísun í þá gósentíð sem ríkti þegar síldarævintýrið var og hét. Tíu ára fór Eyjólfur í Laugarnesskóla og enn heldur hann tengslum við fólk sem hann kynntist þar. Gagnfræðibrautin var í Vogaskóla en eftir það fór Eyjólfur í húsgagnasmíði. „Jón Péturson húsgagnasmiður á Vesturgötunni tók mig í nám. Hann var reyndar ekki með meistararéttindi og fékk því annan til að kvitta upp á að vera það.“ Á þessum árum var húsgagnasmíði á Íslandi mjög mikil og verkstæði til smíða víða um landið. Sambýliskona Eyjólfs er Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir og segir Eyjólfur frá afar skemmtilegri sögu af því þegar þau kynntust. Eyjólfur viðurkennir að í gegnum árin hafi hann oft nánast gleymt konum og fjölskyldu því allt hefur gengið út á Epal og að tala fyrir hönnunarvörum. Vísir/Vilhelm Eyjólfur og Danaveldið Í texta sem lesa má í bók sem gefin var út um Epal þegar fyrirtækið var þrjátíu ára má sjá eftirfarandi lýsingu sem Pétur heitinn Lúthersson skrifaði um Eyjólf: „Mér er sagt að mætir menn úr húsgagnaiðnaði í Danmörku að þeir hafi ekki haft mikla trú á Eyjólfi Pálssyni þegar hann ungur maður sýndi áhuga á að eiga þar viðskipti. Hann stóð gjarnan álengdar og beið meðan þeir hlustuðu á fagurgala og væntingar um milljóna viðskipti annarra kaupenda. Hann lagði síðan fram hæverska pöntun. Það spurðist fljótt í þröngum hópi danskra framleiðanda og brátt kepptust þeir um að eiga við hann viðskipti.“ Það er einmitt með ólíkindum hversu stórt og mikið nafn Eyjólfur er í Danmörku. Þangað hélt hann til náms í húsgagnaarkitektúr 21 árs gamall. Fyrsta árið lærði hann dönsku en fór svo í nám í innanhús arkitektúr. Aðeins tólf nemendur komust að í skólann á ári. „Ég vissi ekki að margir sem sóttu um á sama tíma og ég, höfðu einnig sótt um árinu áður en ekki hlotið inngöngu. Okkur var tilkynnt að klukkan 10 á föstudegi yrði nafnalisti hengdur upp í anddyrinu og þá kæmi í ljós hverjir kæmust að,“ segir Eyjólfur. „Þangað mætti ég á tilsettum tíma og las yfir nöfnin á listanum. Og viti menn: Þarna stóð Eyjolfur Palsson. Sem betur fer. Því að ég var ekki með neitt plan B.“ Á meðan Eyjólfur var í námi í Danmörku fæddist eldri sonur hans, Kjartan Páll. Á þessum tíma skrifaði maður bréf og sendi heim. Ég hringdi þó einu sinni en það var þegar Kjartan fæddist. Þá fór ég á símstöðina á járnbrautastöðinni, hringdi í mömmu og sagði: Þú ert orðin amma.“ Móðir Eyjólfs geymdi öll bréfin sem hann sendi heim og þau á hann því sjálfur í dag, vel geymd í kassa. „Einhvern tíma ætla ég að gefa mér tíma til að skoða þessi bréf og lesa hvað ég var eiginlega að segja mömmu á þessum tíma.“ 77 ára gengur lífið enn að miklu leyti út á Epal og þangað er Eyjólfur mættur eftir sund alla morgna klukkan 8. Hann segist þó vera að reyna að fara fyrr heim á daginn og gerir það með því að smygla sér út bakdyramegin.Vísir/Vilhelm Til Danmerkur sótti Eyjólfur mikið viðskipti sín fyrst eftir að hann stofnaði Epal. Og þar hefur hann á ferli sínum skapð sér virðingu og sess á meðal jafningja í faginu. Um Eyjólf segir Knud Werming hjá Erik Jörgensen í fyrrgreindri bók: „Eyjólfur gafst ekki upp og var frá byrjun sannkallaður eldhugi sem barðist fyrir skilningi manna og virðingu fyrir hönnun. Hann mætti mótspyrnu en lét það ekki á sig fá, hann er sannur trúboði og hefur alla tíð verið.“ Til að setja tengingu Eyjólfs við Danaveldi í enn betra samhengi má nefna að árið 1986 hlaut Eyjólfur viðurkenninguna Landsforeningens Dansk arbeijdes diplom og Prins Henriks æres medalie sem prins Hendrik afhenti honum. „Mér þykir mjög vænt um þetta. Enda er ég mjög danskur í mér.“ Árið hlaut 2001 Eyjólfur síðan enn aðra orðu, möbelprísen, þá afhenta af krónprinsinum Fridrik. Sú viðurkenning var veitt sem viðurkenning fyrir sölu- og kynningarstarf Eyjólfs á danskri hönnun í gegnum tíðina. „Þetta er mesti heiðurinn sem að hægt er að fá í dönskum húsgagnaiðnaði og aðeins tveir aðrir útlendingar hafa hlotið til viðbótar við mig,“ segir Eyjólfur. „Ég hef reyndar hitt þau öll,“ segir Eyjólfur allt í einu sposkur á svip. Því til viðbótar við að hafa hitt feðgana, hitti Eyjólfur Jóakim prins og eiginkonu hans þegar þau komu í heimsókn til Íslands árið 2016. „Þau sögðust sérstaklega vilja skoða Hörpuna sem arkitektúr og síðan íslenska hönnun í Epal,“ segir Eyjólfur og brosir. „Árið 2014 var ég síðan með Guðna Th. forseta og fleirum í opinberu boði dönsku konungsfjölskyldunnar. Þar voru mér úthlutaðar fjórar mínútur til að spjalla við Margrétu drottningu.“ Viðskiptatengsl Eyjólfs við Danmörku hafa líka haldist í áratugi. Í fyrrgreindu viðtali við Knud Warming segir Knud: „Samvinnan sem við höfum átt við Epal á góðum tímum og slæmum hefur alltaf staðist. Segi Eyjólfur já, þýðir það já og segi hann nei, þýðir það nei.“ Í nýlegu viðtali við Eyjólf í Viðskiptablaðinu segir Eyjólfur síðan um reksturinn. „Þegar maður sér hvað er að gerast í kringum okkur þá þarf maður að passa sig og vera varkár,“ og vísar þar til að mörgum kollegum hans á Norðurlöndunum hafi til að mynda ekki gengið ýkja vel. Á meðan Epal hefur í áraraðir talist til eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum Íslands samkvæmt mælingum Creditinfo. En hvernig hófst allt þetta Epal ævintýri? Tengsl Eyjólfs við Danmörku eru mikil þótt það fylgi sögunni að Danir hefðu nú ekki haft mikla trú á honum í upphafi viðskipta. Það átti þó sannarlega eftir að breytast. Eyjólfi finnst vænt um þær orðuveitingar sem hann hefur fengið frá Dönum, enda segist hann svolítið danskur í sér.Vísir/Vilhelm E-PAL Nafnið EPAL er tilvísun í nafn Eyjólfs: E fyrir Eyjólfur. PAL fyrir Pálsson. Fyrirtækið stofnaði hann árið 1975 og var reksturinn fyrstu árin í bílskúr að Hrísateig 47. „Við vorum með opið frá klukkan 14-18,“ segir Eyjólfur. Sjálfur var hann að vinna annars staðar. Því með laununum sínum þar hafði hann efni á að greiða starfsmönnum Epal laun og leysa út vörur. Að stofna Epal var þó ekkert hugmynd sem Eyjólfur fékk strax eftir námið í Danmörku. Því þá byrjaði hann á að starfa þar á teiknistofu. „Ég var að vinna hjá mjög skemmtilegum aðila sem var forríkur maður sem átti fullt af fasteignum. Þetta var mjög skemmtilegur vinnustaður þar sem við borðuðum öll saman á föstudögum. Ég man eftir fyrsta föstudagshádeginu mínu því þá dró karlinn upp Harald Jensen snafs og í stuttu máli varð ég bara eins og broddgöltur eftir þann snafs. Svo mikið risu hárin á handleggnum,“ segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur ákvað þó að halda heim til Íslands eftir um tvö ár. Enda mikil gróska enn í húsgagnasmíði á Íslandi. Það glittir í glampa í augum Eyjólfs þegar hann rifjar upp fyrstu verkefnin sín á Íslandi. Verkefni sem voru á vegum Gunnars Ingibergssonar innahúsarkitekts í Ráðherrabústaðnum, eignum ríkisins á Þingvöllum, á hótel Borg og víðar. „Það sem mér hefur fundist mjög vænt um að komast að á síðustu árum er að sumt af því sem maður teiknaði á þessum tíma stendur enn óhreyft og nákvæmlega eins og maður teiknaði það á sínum tíma,“ segir Eyjólfur og nefnir nokkur dæmi. „Það sem ég teiknaði fyrir barnaskólann í Vík var árið 1975 þegar ég starfaði hjá Hróbjarti Hróbjartssyni og Geirharði Þorsteinssyni arkitektum er til dæmis óbreytt. Því löngu síðar fór ég þangað og bað um að fá að skoða skólann. Þar voru þá allir sömu litirnir og innréttingarnar sem ég hafði teiknað á sínum tíma og það fannst mér dásamlegt að sjá.“ Annað dæmi sem Eyjólfur nefnir er verkefni sem hann teiknaði árið 1977. „Kona kom að tali við mig í Epal og sagðist hafa hús í Seljahverfi sem ég hefði teiknað innréttingarnar í. Ég spurði hvort það væri ekki búið að breyta öllu en þá svaraði hún: Nei við keyptum húsið vegna þess að þar er ekki búið að breyta neinu,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Ég fékk eiginlega bara sting í magann því það er eitthvað svo magnað að heyra hvað verk eftir mann geta lifað lengi.“ Í tuttugu ár var Eyjólfur með skegg niður á nafla og þá þótti auðveldara að þekkja hann úr. Fáir, ef nokkrir, hafa talað jafn mikið fyrir hönnun og Eyjólfur, sem þó hefur hrósað aðilum eins og Landsbankanum og Alþingi fyrir að nýta það sem til er en vera ekki alltaf að kaupa nýtt.Vísir/Vilhelm Skeggið af og flutningar Það er einmitt þessi brennandi ástríða fyrir hönnun sem einkennt hefur Eyjólf alla tíð. Svo mikla ástríðu hefur hann haft fyrir hönnun og rekstri Epal að hann viðurkennir að hafa of oft í gegnum tíðina gleymt öllu öðru. Enda þrígiftur maður. Kjartan Páll eignaðist hann með Guðbjörg Kjartansdóttur árið 1969 en yngri soninn Dag árið 1982 með Margréti Ásgeirsdóttur. Lengi vel fór Eyjólfur ekki framhjá neinum. Enda var hann með skegg niður á nafla í 20 ár! „Strákarnir voru alltaf að biðja mig um að klippa af mér skeggið. Þeir voru til dæmis farnir að gefa mér alls kyns rakaradót í jólagjöf til að losa mig við það,“ segir Eyjólfur og hlær. Að sjálfsögðu tengdist það hönnun þegar Eyjólfur loks lét verða að því að klippa skeggið af. Því það var í tilefni opunar á hönnunarsýningu sem haldin var í Epal í Faxafeni árið 1991 sem Eyjólfur lét loks verða að því. Og þá fyrir framan 300 manns! Ég og Hallgrímur Ingólfsson vorum að ræða um hvað við gætum gert sniðugt á opnunni. Þegar Hallgrími dettur í hug að við myndum láta klippa af mér skeggið! Mér leist strax vel á hugmyndina en sagði að ég yrði að ræða þetta við eiginkonuna fyrst, hún hefði auðvitað ekki séð mig skegglausan í tuttugu ár.“ Auðvitað stóð fólk ekki aðeins agndofa, þegar skeggið var klippt af heldur rataði fréttin meira að segja í DV svo merkilegur þótti gjörningurinn. „Á opnunarviðburðum er algengast að borðar séu klipptir. En hjá okkur var það Villi Þór rakari sem kom allt í einu upp á svið og klippti af mér skeggið,“ segir Eyjólfur og er greinilega skemmt af minningunni. Eyjólfur fékk danskan vin sinn til að kaupa húsnæði Epals í Faxafeni og leigði hjá honum um tíma. Þegar leigan hækkaði keypti hann húsnæði Epals í Skeifunni en Epal er núna starfsrækt þar, í Kringlunni, Smáralind, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Laugavegi og í Gróðurhúsinu í Hveragerði.Vísir/Vilhelm En hvernig komu húsnæðisflutningar Epal til? ,,Við fluttum fyrst frá Hrísateig í Síðumúlann og þar vorum við í nokkur ár. Starfsmenn voru um fjórir til fimm í búðinni að jafnaði,“ segir Eyjólfur. „Árið 1986 sæki ég um að byggja hús í Faxafeni og sá fyrir mér að byggja það í tveimur áföngum. Ég fékk lóðina en átti að byggja það í heilu lagi sem ég hafði auðvitað enga burði til. Ég fór nú samt af stað og fékk Manfreð Vilhjálmsson með mér í það verk að teikna húsið.“ Manfreð hlaut síðar menningaverðlaun DV fyrir teikninguna af húsinu. „Það var einhver góður Landsbankabankastjóri sem lánaði mér pening en ég réði samt ekkert við þetta og fékk því góðan danskan vin til að kaupa húsið. Sá var húsgagnaframleiðandi sem hafði eitt sinn sagt við mig að hann vildi eiga hús í öllum höfuðborgum Norðurlandanna. Þannig að ég spurði hann bara: Viltu þá ekki kaupa hús Epal?“ Þegar húsaleigan hækkaði um 15% einhverjum árum síðar, sagði Eyjólfur upp leigusamningnum og keypti húsnæði Epals í Skeifunni, þar sem verslunin er enn til húsa. Epal er einnig staðsett á Laugavegi, í Kringlunni, Smáralind, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Gróðurhúsinu í Hveragerði. „Ég hef reyndar alltaf sagt að við vildum verða best en ekki stærst,“ segir Eyjólfur. Þótt margt hafi breyst síðan verslunin var fyrst stofnuð, er enn haldið í þau gildi og markmið sem Eyjólfur setti sér árið 1975. „Þegar að ég var að velja hlutina fyrir Epal fyrstu árin hugsaði ég alltaf út frá því hvort mig langaði til að eiga hlutinn á mínu heimili eða ekki. Auðvitað hefur maður fært út kvíarnar síðan og vöruúrvalið orðið mun meir en það áður var. En í grunninn er þessi stefna enn við lýði: Við veljum inn flotta hönnun sem að maður væri til í að eiga sjálfur.“ Trúðamyndin var tekin af ljósmyndara án vitundar Eyjólfs, en augnablikið er síðasta mínútan áður en Eyjólfur hitti Ingibjörgu á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum. Spákona hafði þá þegar sagt honum að þar myndi hann hitta flotta konu og í sumar sendi Eyjólfur Ingibjörgu SMS og bað hana um að hitta sig aftur á bekknum góða. Því þá voru 10 ár frá því að þau hittust fyrst. Ástin Þótt ástríðan fyrir hönnun sé mikil hjá Eyjólfi er ekki hægt annað en að spyrja hann líka út í ástarmálin sjálf. Hvernig var skemmtanahaldi til dæmis háttað þegar hann var ungur maður í Reykjavík? „Maður fór á böllin í Glaumbæ og ég viðurkenni að hafa verið nokkuð iðinn í Þórskaffi um tíma. Því að ég lærði gömlu dansana og þeir voru dansaðir þar. Ég var líka svo heppinn að vera að vinna hjá smið sem var að vinna fyrir hótel Borg. Sem þýddi að ég þekkti starfsfólkið þar og það hleypti mér inn bakdyramegin þótt ég væri ekki kominn á aldur,“ segir Eyjólfur sposkur á svip. Eyjólfur og Guðbjörg móðir Kjartans byrjuðu saman áður en Eyjólfur fór út í nám. Fyrst hélt hann því utan einn, en síðar kom hún og þar fæddist Kjartan Páll eins og áður sagði. „Ég viðurkenni alveg að ég hafi í gegnum tíðina kannski einbeitt mér of mikið af vinnunni og fyrir vikið kannski gleymt konum og fjölskyldu,“ segir Eyjólfur íbygginn á svip. Eyjólfur á þó afar rómantíska sögu til að segja frá. Það var þegar hann kynntist Ingibjörgu Þóru Gunnarsdóttur, núverandi sambýliskonu sinni. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu,“ segir Eyjólfur og vísar þar til konu sem tekur spámiðlun fyrir hann reglulega, byggða á indverskri stjörnuspeki. „Ég hef hitt þessa á fjögurra mánaða fresti í yfir tuttugu ár og þannig fæ ég alltaf smá innsýn í hvað er að fara að gerast hjá mér næstu þrjá mánuðina. Og það hefur alltaf staðist það sem hún segir,“ útskýrir Eyjólfur og bætir við að hann hafi líka vísað fjöldanum öllum af öðru fólki til hennar. „Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. „Það var eitthvað mikið um að vera þennan dag því þarna voru fullt af trúðum. Án þess að ég hefði hugmynd um það, var ljósmyndari á svæðinu sem smellir af mér mynd, umkringdum litskrúðugum trúðum.“ Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par. „Um haustið vorum við Ingibjörg á ljósmyndasýningu í Gerðasafni í Kópavogi þegar Ingibjörg segir við mig: Eyjólfur, það er mynd af þér þarna með fullt af trúðum.“ Þarna var þá myndin komin sem smellt hafði verið af Eyjólfi. „Ég keypti réttinn af þessari mynd og við eigum hana því í dag. Enda stórmerkileg því þetta er í rauninni síðasta mínútan í mínu lífi án Ingibjargar,“ segir Eyjólfur og brosir. En enn leynir hann þó á sér því allt í einu segir hann. Núna í sumar voru síðan komin tíu ár frá þessu stefnumóti. Þann 3.júlí sendi ég Ingibjörgu því SMS og bað hana um að hitta mig aftur við bekkinn klukkan þrjú. Þegar hún kom þangað beið ég hennar með kampavín og glös.“ Árið 2008 tók Kjartan Páll eldri sonur Eyjólfs við framkvæmdastjórakeflinu í Epal og viðurkennir Eyjólfur að það hafi tekið hann smá tíma að hætta að horfa yfir öxl Kjartans. Þegar viðtalið var tekið, var Kjartan staddur erlendis en með Eyjólfi á mynd er yngri sonur hans, Dagur. Vísir/Vilhelm Kynslóðaskipti í Epal Árin fyrir hrun voru frábær ár og árið 2007 byggir Eyjólfur ofan á húsið í Skeifunni. Þá á Epal líka húsnæðið við hliðina á, þar sem Everest er til húsa. „Fasteignasali sem er vinur minn hringdi og sagði að einhver hefði ætlað að kaupa húsið en væri að guggna á því. Hvort ég vildi ekki bara kaupa. Ég spurði þá: Hvað þarf ég að gera til þess að geta það? Þá svaraði hann: Þú þarft að eiga 18 milljónir og mæta á fund klukkan tvö.“ Árið 2008 tók Kjartan sonur Eyjólfs við framkvæmdastjórastarfinu. „Hann kom inn með fullt af þekkingu því hann lærði markaðsfræði í Bandaríkjunum.“ Margt erfitt fylgdi þó tímabilinu eftir bankahrun. „Veltan dróst saman um 50%. Við vorum sautján sem störfuðum hér og þurftum að segja sjö manns upp. Þetta er erfiðasti tíminn sem ég ef upplifað.“ Hann segir tímann líka hafa verið afar lærdómsríkan fyrir Kjartan, sem tekur við rekstrinum þegar kreppa skellur á eftir mikinn góðæristíma. „Á móti kemur að hann byrjaði á botninum og það hefur því allt verið upp á við síðan þá,“ segir Eyjólfur sposkur á svip. „Ég hef aldrei átt mikinn pening en aldrei tekið mikið af lánum og við pössum okkur alltaf að vera varkár.“ En hvernig gekk þér að afhenda Kjartani keflið? „Eflaust hef ég mikið verið að kíkja yfir öxlina á honum fyrst um sinn. En þegar ég sá að hann var alveg að skilja hugmyndafræði Epal fór maður að sleppa tökunum. Auðvitað þurftum við svolítið að ræða saman fyrst og það tók tíma fyrir mig að hætta að skipta mér að. En hann sér í dag um markaðs- og fjárhagsþættina, á meðan ég einbeiti mér að hönnunarþættinum.“ Nafn Eyjólfs og Epal hefur tíðum verið nefnt í fjölmiðlum. Til dæmis er varla hægt að finna fréttir um Hönnunarmars nema að nafn Eyjólfs komi þar einhvers staðar fram. Þá hafa þær verið ýmsar uppákomurnar. Til dæmis ætlaði allt um koll að keyra um tíma þegar hinu umdeilda orði Epal-hommarnir var fleygt fram, enda þótti orðið fela í sér mikla fordóma. Eyjólfur sneri þó vörn í sókn því úr varð snilldarleg auglýsingaherferð sem Brandenburg auglýsingastofan vann til verðlauna fyrir síðar. Uppátæki Eyjólfs virðast þó af ýmsum toga. Til dæmis gaf hann út 72 blaðsíðna hefti um gömul hús með fleiri félögum sínum. Hugmynd sem kviknaði á göngu um borgina þar sem Eyjólfur velti fyrir sér hvers vegna borgin gæfi ekki út einhverja litapallíettu fyrir gömlu húsin í bænum. „Síðan segir vinur minn við mig: Hvers vegna gerir þú þetta ekki sjálfur?“ og úr varð fyrrgreint hefti sem innifelur heilmikinn fróðleik um gömlu húsin í borginni og hlaut 250 þúsund króna styrk frá Húsfriðunarnefnd. Eyjólfur hefur látið til sín taka í umræðunni um að vernda íslenska hönnun og forðast eftirlíkingar. En einnig að fólk og fyrirtæki nýti gamla hluti. „Ég man þegar ég var í aðsendri grein að hrósa Landsbankanum og Alþingi fyrir að nota gömul og vönduð húsgögn í nýjum húsakynnum frekar en að skipta öllu út, að einn félagi minn spurði: Eyjólfur er þetta nú ekki frekar galið? Þú ert sjálfur að selja nýja hluti,“ segir Eyjólfur og útskýrir að það sé ekki málið. Frekar eigi viðhorfið að vera að bera virðingu fyrir fallegum hlutum og fallegri hönnun. Þá vakti það athygli árið 2022 þegar Epal greiddi hálfa milljón fyrir forláta stól í Góða hirðinum og reyndist vera dönsk hönnum frá sjötta áratugnum. Stólnum fylgdi afar hjartnæm saga sem lesa má um hér: Árið 2011 var Eyjólfur útnefndur heiðursiðnaðarmaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. „Mér þótti afar vænt um að fá þessa viðurkenningu. Þegar mér var tilkynnt um þau sagði ég samt: Bíddu hvað er að ykkur? Ég er ekki einu sinni í húsgagnasmíði. En fékk það svar að ég ætti þetta inni því það hefðu fáir talað jafnmikið fyrir faginu og ég.“ Umrædd verðlaun voru afhent af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta. Þótt Eyjólfur sé á áttræðisaldri, snúast dagarnir enn að mestu um Epal. „Ég mæti í sund klukkan hálf sjö á morgnana í Laugardalslauginni. Síðan er ég kominn hingað um átta leytið og fæ þá frið og ró til að fara yfir tölvupósta og svona.“ Eyjólfur segist þó vera að reyna að minnka við sig. Hvernig ertu að vinna að því? ,,Ég er að reyna að fara heim fyrr á daginn. Fer þá út bakdyramegin því ef ég fer fram í búð þá hitti ég alltaf fyrir einhvern sem ég þekki.“ Enda viðskiptavinir Epal mjög trygglindir að sögn Eyjólfs. Svo margar sögur hefur Eyjólfur að segja að ekki er hægt að tiltaka þær allar hér. Langflestar þeirra snúast þó um að koma íslenskri hönnun á framfæri. „Ég keypti til dæmis lagerinn af íslenskri hönnun sem var til sýnis í þrjá daga í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og setti hana upp hér. Við sýndum þessa hluti í Epal í þrjár vikur,“ segir Eyjólfur og enn glittir í þennan glampa í augunum sem alltaf sést þegar talið berst að fallegri hönnun. Aðspurður um það hvort eitthvað standi upp úr í hönnun sem hefur verið til sölu í Epal í gegnum tímann segir Eyjólfur. „Nei því mér finnst alltaf eins og þá sé ég að gera upp á milli barnanna minna.“ Tvö ár eru nú í að fyrirtækið verði hálfrar aldar gamalt. Að því tilefni verður blásið í alla lúðra og er hugmyndin sú að halda upp á fimmtugsafmæli fyrirtækisins allt árið 2025. „Við ætlum að vera með fullt af sérsmíðuðum hönnunarvörum sem við erum að fá fólk til að sérhanna fyrir okkur í tilefni afmælisins. Það verða þá 50 eintök framleidd af hverjum hlut,“ segir Eyjólfur hinn ánægðasti. Fáum við þá kannski í lokin að heyra eitthvað meira um það sem væntanlegt er á afmælisárinu? „Nei,“ svarar Eyjólfur og brosir í kambinn. „Við erum ekki farin að opinbera neitt hlut enn.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins HönnunarMars Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00