Nýr kafli hefst formlega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson snýr í kvöld aftur í Laugardalshöll með íslenska landsliðinu í handbolta en nú í allt öðru hlutverki sem landsliðsþjálfari. Það er í kvöld sem íslenska landsliðið hefur formlega vegferð sína undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara er Færeyingar mæta í heimsókn. Snorri er ánægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik. Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira