Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 10:50 Myndirnar munu hafa verið í dreifingu í sumar og á að vera búið að eyða þeim. Foreldrar stúlknanna óttast að þær stingi aftur upp kollinum. Getty Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Sjá meira
Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Sjá meira
Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent