Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar gerðu sitt besta til að kasta frá sér sigrinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2023 23:46 Keflvíkingar unnu nauman sigur í kvöld. vísir/bára Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. Keflavík var mun betra liðið á vellinum framan af leik þrátt fyrir að tveir lykilmenn; Remy Martin og Igor Maric, voru ekki að gera mikið. Leikmennirnir í kringum þá voru að sjá um hlutina allt þar til í lokaleikhlutanum þegar Maric náði að losa sig og koma skotum á körfuna. Leikurinn var nokkuð harður og hentaði það Keflvíkingum betur. Erlendu leikmenn Hauka voru ekki ánægðir með hvernig línan var og áttuðu sig ekki á því fyrr en í lokaleikhlutanum að þeir gátu spilað stífar á móti. Allt Haukaliðið byrjaði að spila stífari vörn og það skilaði sér með endurkomu. Haukar náðu að jafna leikinn í 82-82 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Keflvíkingar voru mjög lélegir framan af fjórða leikhluta og í raun ótrúlegt að skyndilega var leikurinn orðinn spennandi. Í stöðunni 84-82 fær Osku Heinonen, þriggja stiga skytta Hauka, dæmda á sig sóknarvillu. Það atriði var nokkuð stórt í leiknum, atriði sem gerist í mjög mörgum sóknum í leik þar sem menn rekast saman og ýta aðeins frá sér. Þungur dómur fyrir Hauka að fá á sig á krítísku augnabliki. Osku var hissa, reyndar eins og langflestir leikmenn eru þegar dæmd eru á þá brot, en Finninn reyndi virtist raunverulega hissa. Haukar misstu boltann og Keflavík skoraði hinu megin. Haukar skoruðu eitt stig en svo fór Sigurður Pétursson langt með leikinn með risastóru þriggja stiga skoti úr horninu; Sigurður skoraði síðustu fimm stig Keflvíkinga í leiknum sem lönduðu sigrinum. Osku skoraði þrjú stig fyrir Hauka þegar 49 sekúndur lifðu leiks og reyndust það síðustu stig leiksins. Keflavík er nú með þrjá sigra og tvö töp eftir fimm leiki en Haukar eru með tvo sigra og þrjú töp. Af hverju vann Keflavík? Keflavík var betra liðið í 30-35 mínútur af leiknum og átti í lok leiks skilið að vinna hann. Heimamenn eru þó stálheppnir að hafa ekki kastað leiknum frá sér með því að hleypa Haukum inn í leikinn. Hlutirnir gengu smurðar fyrir sig hjá Keflavík og heimamenn virkuðu samhæfðari en gestirnir. Hvað gekk illa? Spilamennska Hauka var ekki boðleg lengst af í leiknum. Það eru mikil einstaklingsgæði í liðinu en menn voru að taka galnar ákvarðanir bæði sóknar- og varnarlega. Remy Martin hjá Keflavík heillaði ekki, hvorki varnar- né sóknarlega. Hann var mikið í því að drippla loftið úr boltanum. Hann er að glíma við einhver meiðsli, en þá er bara spurning um að spila honum aðeins minna en 35 mínútur. David Okeke átti erfiðan dag hjá Haukum, það gekk illa að koma boltanum á hann og það var of auðvelt að ýta honum úr sinni stöðu. Daníel Ágúst Halldórsson náði þá ekki að hafa nein áhrif á leikinn á þeim mínútum sem hann spilaði. Daníel á að geta mun betur en þetta, efnilegur leikmaður. Hverjir stóðu upp úr? Keflvíkingar voru með sex leikmenn sem skoruðu yfir tíu stig og stigahæstur af þeim var Halldór Garðar Hermannsson sem skoraði fimmtán stig af bekknum. Halldór er með blöndu af baráttu og stælum í sínum leik og nær oftast að hafa jákvæð áhrif á sitt lið. Hvað gerist næst? Keflavík fer austur til Egilsstaða næsta fimmtudag og mætir þar Hetti. Haukar fá Val í heimsókn næsta föstudag. Pétur Ingvars: Ef þetta er vandamálið þá er það lúxusvandamál Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Keflavíkur, Pétur Ingvarsson, var nokkuð rólegur eins og hann er reyndar oftast nær eftir leiki. „Ég er bara glaður að vinnna þetta, þetta var svipað og í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er málið, en þetta er eitthvað sem við þurfum að reyna laga. Ef þetta er vandamálið, að við séum að missa niður forskot, það er lúxusvandamál. Það er miklu betra en að vera sextán stigum undir og þurfa að vera ná,“ sagði þjálfarinn. Hann segir að hans menn hafi sjálfir séð um að kveikja á sér undir lok leiks eftir að Haukar höfðu jafnað leikinn hafandi verið sextán stigum undir. 3-2 í staðinn fyrir 2-3. Til lengri tíma litið er þetta kannski ekkert mikilvægur sigur þannig séð. En í dag er þetta mikilvægur sigur.“ „Ég er ánægðastur með að við kláruðum þetta. Við spiluðum hörkuvörn í 35 mínútur, þetta var erfitt fyrir þá. Síðustu 5 mínúturnar var smá ves, við þurfum eitthvað að laga það. Ég er að nota sjö leikmenn og kannski eru menn ekki í nógu góðu standi eða við erum ekki nógu margir. Það er annað hvort.“ Remy Martin, bandaríski leikmaður Keflavíkur, hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir sinn leik. Hluti af gagnrýninni snýr að hans varnarleik þar sem hann hefur virkað áhugalaus. Er Pétur ánægður með sinn mann til þessa? „Ég veit að hann getur spilað betur, en hann á við smá meiðsli að stríða sem bitnar svolítið á vörninni. Það er annað hvort að láta hann ekki spila eða vera með hann í þessu formi.“ Ertu sammála þjálfara Hauka að þið hefðuð getað fengið fimm U-villur í leiknum? „Ég hef ekkert um það að segja, mér finnst það vera ólíklegt. Ef það er svoleiðis, þá er það svoleiðis. Ég held að ef það var eitthvað þá hallaði dómgæslan verulega til þeirra hérna í lokin. Þeir létu leikinn fljóta fullmikið þegar þeir voru að brjóta til þess að stoppa okkur.“ „Svona er þetta bara. Þið eruð að sýna þetta í sjónvarpinu. Það er ekkert gaman ef við hefðum farið upp í 28 stig, miklu skemmtilegra fyrir ykkur að þetta sé eitthvað spennandi,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar
Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. Keflavík var mun betra liðið á vellinum framan af leik þrátt fyrir að tveir lykilmenn; Remy Martin og Igor Maric, voru ekki að gera mikið. Leikmennirnir í kringum þá voru að sjá um hlutina allt þar til í lokaleikhlutanum þegar Maric náði að losa sig og koma skotum á körfuna. Leikurinn var nokkuð harður og hentaði það Keflvíkingum betur. Erlendu leikmenn Hauka voru ekki ánægðir með hvernig línan var og áttuðu sig ekki á því fyrr en í lokaleikhlutanum að þeir gátu spilað stífar á móti. Allt Haukaliðið byrjaði að spila stífari vörn og það skilaði sér með endurkomu. Haukar náðu að jafna leikinn í 82-82 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Keflvíkingar voru mjög lélegir framan af fjórða leikhluta og í raun ótrúlegt að skyndilega var leikurinn orðinn spennandi. Í stöðunni 84-82 fær Osku Heinonen, þriggja stiga skytta Hauka, dæmda á sig sóknarvillu. Það atriði var nokkuð stórt í leiknum, atriði sem gerist í mjög mörgum sóknum í leik þar sem menn rekast saman og ýta aðeins frá sér. Þungur dómur fyrir Hauka að fá á sig á krítísku augnabliki. Osku var hissa, reyndar eins og langflestir leikmenn eru þegar dæmd eru á þá brot, en Finninn reyndi virtist raunverulega hissa. Haukar misstu boltann og Keflavík skoraði hinu megin. Haukar skoruðu eitt stig en svo fór Sigurður Pétursson langt með leikinn með risastóru þriggja stiga skoti úr horninu; Sigurður skoraði síðustu fimm stig Keflvíkinga í leiknum sem lönduðu sigrinum. Osku skoraði þrjú stig fyrir Hauka þegar 49 sekúndur lifðu leiks og reyndust það síðustu stig leiksins. Keflavík er nú með þrjá sigra og tvö töp eftir fimm leiki en Haukar eru með tvo sigra og þrjú töp. Af hverju vann Keflavík? Keflavík var betra liðið í 30-35 mínútur af leiknum og átti í lok leiks skilið að vinna hann. Heimamenn eru þó stálheppnir að hafa ekki kastað leiknum frá sér með því að hleypa Haukum inn í leikinn. Hlutirnir gengu smurðar fyrir sig hjá Keflavík og heimamenn virkuðu samhæfðari en gestirnir. Hvað gekk illa? Spilamennska Hauka var ekki boðleg lengst af í leiknum. Það eru mikil einstaklingsgæði í liðinu en menn voru að taka galnar ákvarðanir bæði sóknar- og varnarlega. Remy Martin hjá Keflavík heillaði ekki, hvorki varnar- né sóknarlega. Hann var mikið í því að drippla loftið úr boltanum. Hann er að glíma við einhver meiðsli, en þá er bara spurning um að spila honum aðeins minna en 35 mínútur. David Okeke átti erfiðan dag hjá Haukum, það gekk illa að koma boltanum á hann og það var of auðvelt að ýta honum úr sinni stöðu. Daníel Ágúst Halldórsson náði þá ekki að hafa nein áhrif á leikinn á þeim mínútum sem hann spilaði. Daníel á að geta mun betur en þetta, efnilegur leikmaður. Hverjir stóðu upp úr? Keflvíkingar voru með sex leikmenn sem skoruðu yfir tíu stig og stigahæstur af þeim var Halldór Garðar Hermannsson sem skoraði fimmtán stig af bekknum. Halldór er með blöndu af baráttu og stælum í sínum leik og nær oftast að hafa jákvæð áhrif á sitt lið. Hvað gerist næst? Keflavík fer austur til Egilsstaða næsta fimmtudag og mætir þar Hetti. Haukar fá Val í heimsókn næsta föstudag. Pétur Ingvars: Ef þetta er vandamálið þá er það lúxusvandamál Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Keflavíkur, Pétur Ingvarsson, var nokkuð rólegur eins og hann er reyndar oftast nær eftir leiki. „Ég er bara glaður að vinnna þetta, þetta var svipað og í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er málið, en þetta er eitthvað sem við þurfum að reyna laga. Ef þetta er vandamálið, að við séum að missa niður forskot, það er lúxusvandamál. Það er miklu betra en að vera sextán stigum undir og þurfa að vera ná,“ sagði þjálfarinn. Hann segir að hans menn hafi sjálfir séð um að kveikja á sér undir lok leiks eftir að Haukar höfðu jafnað leikinn hafandi verið sextán stigum undir. 3-2 í staðinn fyrir 2-3. Til lengri tíma litið er þetta kannski ekkert mikilvægur sigur þannig séð. En í dag er þetta mikilvægur sigur.“ „Ég er ánægðastur með að við kláruðum þetta. Við spiluðum hörkuvörn í 35 mínútur, þetta var erfitt fyrir þá. Síðustu 5 mínúturnar var smá ves, við þurfum eitthvað að laga það. Ég er að nota sjö leikmenn og kannski eru menn ekki í nógu góðu standi eða við erum ekki nógu margir. Það er annað hvort.“ Remy Martin, bandaríski leikmaður Keflavíkur, hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir sinn leik. Hluti af gagnrýninni snýr að hans varnarleik þar sem hann hefur virkað áhugalaus. Er Pétur ánægður með sinn mann til þessa? „Ég veit að hann getur spilað betur, en hann á við smá meiðsli að stríða sem bitnar svolítið á vörninni. Það er annað hvort að láta hann ekki spila eða vera með hann í þessu formi.“ Ertu sammála þjálfara Hauka að þið hefðuð getað fengið fimm U-villur í leiknum? „Ég hef ekkert um það að segja, mér finnst það vera ólíklegt. Ef það er svoleiðis, þá er það svoleiðis. Ég held að ef það var eitthvað þá hallaði dómgæslan verulega til þeirra hérna í lokin. Þeir létu leikinn fljóta fullmikið þegar þeir voru að brjóta til þess að stoppa okkur.“ „Svona er þetta bara. Þið eruð að sýna þetta í sjónvarpinu. Það er ekkert gaman ef við hefðum farið upp í 28 stig, miklu skemmtilegra fyrir ykkur að þetta sé eitthvað spennandi,“ sagði Pétur að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti