Gætt hafi verið að börnunum í Grafarvogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Í myndböndum sem tekin voru við heimili drengjanna í Grafarvogi mátti sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það vera hlutverk embættisins að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlýtt. Efst í huga allra sem komi að aðgerðum líkt og þeirri í Grafarvogi þann 25. október síðastliðnum séu börnin sem eigi í hlut. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið. Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið.
Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira