Mate svekktur: Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í öðru landi Sæbjörn Þór Þorbergsson Steinke skrifar 3. nóvember 2023 21:43 Maté Dalmay var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti