Skilorð fyrir að taka tvisvar um háls barnsmóður sinnar Viktor Örn Ásgeirsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. nóvember 2023 20:13 Dómurinn féll í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mána skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað árið 2019 og 2020. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær. Dómsmál Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær.
Dómsmál Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent