Innlent

Slags­mál reyndust rán

Jón Þór Stefánsson skrifar
Tilkynnt var um slagsmál sem reyndist vera atvik þar sem nokkrir voru að ræna einn.
Tilkynnt var um slagsmál sem reyndist vera atvik þar sem nokkrir voru að ræna einn. Vísir/Vilhelm

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur um hálf tíuleytið í gærkvöldi og fór strax á vettvang. Þar komst hún að því að nokkrir einstaklingar virtust vera að ræna einn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að rannsókn málsins hafi hafist um leið og að tveir hafi verið handteknir vegna málsins.

Þá var lögreglu tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Í því máli var einn handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Lögregla stöðvaði einnig ökumann sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Fram kemur að sá haf verið með vopn meðferðis í bíl sínum.

Einnig var lögregla kölluð til vegna manns sem var að sparka í bíla fyrir utan krá. „Mikill æsingur var utan við krána,“ fullyrðir lögregla sem þó tókst að leysa málið á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×