Lofar foreldrum afturvirkum greiðslum Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. nóvember 2023 23:00 Einar Þorsteinsson, verðandi borgarstjóri og formaður borgarráðs Reykjavíkur. Vísir/Ívar Fannar Niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem eru hjá dagforeldrum verða afturvirkar til dagsins sem tillögur þess efnis voru samþykktar, að sögn formanns borgarráðs Reykjavíkur. Hann segir foreldra ekki þurfa að líða fyrir seinagang borgarinnar Í kvöldfréttum okkar í gær greindum við frá því að niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafi ekki enn komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Foreldrar vöktu athygli á málinu á Facebook og gagnrýndu meðal annars óljós svör borgarinnar vegna málsins. Niðurgreiðslurnar sem búið var að samþykkja áttu að vera í samræmi við leikskólagjöld. Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir foreldra allra barna, átján mánaða og eldri, eiga að sitja við sama borð. „Þetta er gríðarlega mikilvæg aðgerð fyrir þennan hóp barna sem hefur beðið lengst eftir leikskólaplássi og munar tugum þúsunda fyrir þau heimili. Ég sé ekki annað fyrir mér en að þessar greiðslur verði einfaldlega aftuvirkar til þess dags sem að borgarráð samþykkti þessa tillögu,“ segir Einar Þorsteinnson, formaður borgarráðs Reykjavíkur. Borgarráð hafi falið skóla- og frístundasviði að útfæra þjónustusamning við félög dagforeldra á þeim tíma sem tillagan var samþykkt í júní. Sá samningur sé nú á lokametrunum. „Það er í mínum huga alveg útilokað að foreldrar þurfi að líða fyrir það að sú vinna hafi ekki gengið nægilega hratt,“ segir Einar. Niðurgreiðslurnar verði því gerðar afturvirkar þegar þjónustusamningurinn hefur verið kláraður. „Ég sé fyrir mér að við klárum þetta bara á næstu vikum,“ segir Einar. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24 Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær greindum við frá því að niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafi ekki enn komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Foreldrar vöktu athygli á málinu á Facebook og gagnrýndu meðal annars óljós svör borgarinnar vegna málsins. Niðurgreiðslurnar sem búið var að samþykkja áttu að vera í samræmi við leikskólagjöld. Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir foreldra allra barna, átján mánaða og eldri, eiga að sitja við sama borð. „Þetta er gríðarlega mikilvæg aðgerð fyrir þennan hóp barna sem hefur beðið lengst eftir leikskólaplássi og munar tugum þúsunda fyrir þau heimili. Ég sé ekki annað fyrir mér en að þessar greiðslur verði einfaldlega aftuvirkar til þess dags sem að borgarráð samþykkti þessa tillögu,“ segir Einar Þorsteinnson, formaður borgarráðs Reykjavíkur. Borgarráð hafi falið skóla- og frístundasviði að útfæra þjónustusamning við félög dagforeldra á þeim tíma sem tillagan var samþykkt í júní. Sá samningur sé nú á lokametrunum. „Það er í mínum huga alveg útilokað að foreldrar þurfi að líða fyrir það að sú vinna hafi ekki gengið nægilega hratt,“ segir Einar. Niðurgreiðslurnar verði því gerðar afturvirkar þegar þjónustusamningurinn hefur verið kláraður. „Ég sé fyrir mér að við klárum þetta bara á næstu vikum,“ segir Einar.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24 Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24
Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00