Einstakur demantur gæti selst á sjö milljarða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2023 13:03 Það væri ekki nóg að vinna í íslenska lottóinu til að geta keypt þennan. EPA-EFE/MARTIAL TREZZINI Ótrúlega sjaldgæfur demantur gæti selst fyrir fimmtíu milljónir bandaríkjadala, eða tæpa sjö milljarða króna, á uppboði í Genf í Sviss á þriðjudag. Demanturinn ber nafnið „Bleu Royal“ og er 17,6 karöt. Hann er einn stærsti sinnar tegundar og sagður vera úr einstöku hráefni. „Það sem gerir Bleu Royal svona sjaldgæfan er efnið og stærðin. Þetta er einn stærsti demantur af þessari tegund sem hefur fundist. Liturinn á honum er mjög djúpur og demanturinn er eins heillegur og hugsast getur,“ segir Rahul Kadakia, sem sér um uppboð á skartgripum hjá uppboðshúsinu Christie, við CNN. Árið 2016 seldist sjaldgæfur blár demantur, sem ber nafnið „Oppenheimer Blue“ á 57 milljónir dollara. Vonir eru bundnar við að demanturinn slái fyrra met, og verði þá einn dýrasti demantur sem seldur hefur verið. Fyrir þá sem ekki hafa efni á demantinum kemur annað til greina: perlufesti sem Audrey Hepburn var með í lokasenu myndarinnar „Roman Holiday“ árið 1953. Verðmiðinn á því er ekki nema þrjár til fjórar milljónir króna. Á sama uppboði er einnig hægt að freista þess að kaupa Rolex-úr sem Marlon Brando bar í myndinni „Apocalypse Now“. Fagurblár og skorinn úr góðu hráefni.EPA-EFE/MARTIAL TREZZINI Sviss Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Demanturinn ber nafnið „Bleu Royal“ og er 17,6 karöt. Hann er einn stærsti sinnar tegundar og sagður vera úr einstöku hráefni. „Það sem gerir Bleu Royal svona sjaldgæfan er efnið og stærðin. Þetta er einn stærsti demantur af þessari tegund sem hefur fundist. Liturinn á honum er mjög djúpur og demanturinn er eins heillegur og hugsast getur,“ segir Rahul Kadakia, sem sér um uppboð á skartgripum hjá uppboðshúsinu Christie, við CNN. Árið 2016 seldist sjaldgæfur blár demantur, sem ber nafnið „Oppenheimer Blue“ á 57 milljónir dollara. Vonir eru bundnar við að demanturinn slái fyrra met, og verði þá einn dýrasti demantur sem seldur hefur verið. Fyrir þá sem ekki hafa efni á demantinum kemur annað til greina: perlufesti sem Audrey Hepburn var með í lokasenu myndarinnar „Roman Holiday“ árið 1953. Verðmiðinn á því er ekki nema þrjár til fjórar milljónir króna. Á sama uppboði er einnig hægt að freista þess að kaupa Rolex-úr sem Marlon Brando bar í myndinni „Apocalypse Now“. Fagurblár og skorinn úr góðu hráefni.EPA-EFE/MARTIAL TREZZINI
Sviss Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira