Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:01 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56
Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00