Erlent

Gíslatöku á flug­vellinum í Ham­borg lokið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá aðgerðum lögreglu á flugvellinum.
Frá aðgerðum lögreglu á flugvellinum. EPA

Gíslatöku við flugvöllinn í Hamborg er nú lokið samkvæmt upplýsingum frá þýskum yfirvöldum. 

Átján klukkustundir eru síðan flugvellinum var lokað eftir að maður vopnaður byssu keyrði inn á völlinn í gærkvöld og skaut tveimur skotum upp í loft. Hann er talinn hafa rænt eigin barni í tengslum við forræðisdeilu.

Í frétt BBC segir að búið sé að handtaka manninn og barnið sem deilan snerist um sé óhult.

Sálfræðingar og sérþjálfaðir lögreglumenn ræddu við manninn í nótt og virðast nú hafa náð tökum á ástandinu. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi og fjölda flugferða hefur verið frestað. Að minnsta kosti 3.200 farþegar hafa lent í seinkunum eða töfum á flugi vegna ástandsins.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×