Innlent

Hús­fyllir í Há­skóla­bíói á stórfundi fyrir Palestínu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Arnmundur Ernst Backman og félagar úr Söngfjelaginu fluttu tónlistaratriði.
Arnmundur Ernst Backman og félagar úr Söngfjelaginu fluttu tónlistaratriði. Vísir/Steingrímur Dúi

Meira en þúsund manns eru mættir í Háskólabíó á stórfund fyrir Palestínu, samstöðufund sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir. 

Fundurinn hófst klukkan tvö. Steiney Skúladóttir leikkona stýrir fundinum. 

Ætla má að yfir þúsund manns hafi mætt á fundinn. Setið er í hverju einasta sæti og ekki komust allir inn á fundinn sem vildu vegna plássleysis í salnum.

Ávörp flytja Hjálmtýr Heiðdal formaður FÍP, Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann lögfræðingur og baráttukona, Viðar Þorsteinsson heimspekingur og fræðslustjóri Eflingar og Yousef Ingi Tamimi hjúkrunarfræðingur.

Systur, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Þorsteinn Einarsson, Alexander Jarl, Arnmundur Ernst Backman og félagar úr Söngfjelaginu flytja tónlistaratriði. 

Þá les Sigrún Edda Björnsdóttir tvö ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. 

Eins og sést var þétt setið á samstöðufundinum. Vísir/Steingrímur Dúi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×