Innlent

„Ríkis­stjórnin hefur orðið okkur til skammar á al­þjóða­vett­vangi“

Helena Rós Sturludóttir skrifar
svið
Vísir/Helena

Formaður félagsins Ísland-Palestína sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna átakanna á Gasa vera Íslendingum til skammar á samstöðufundi fyrir Palestínu í dag. Tugir eru sagðir hafa verið drepnir og fleiri særst í árásum á flóttamannasvæði í nótt.

Tæplega tíu þúsund hafa látist á Gasasvæðinu síðan það kom til átaka á milli Hamas og Ísrael þann sjöunda október. Talið er að 4.800 af þeim séu börn. Hundrað og fimmtíu eru taldir fallnir í Ísrael. Tugir eru sagðir hafa verið drepnir og fleiri særst í árásum á flóttamannasvæðið Al-Maghazi í nótt að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði óvænt með forseta palestínsku yfirvaldanna á Vesturbakkanum í dag þar sem aukið ofbeldi var til umræðu. Húsfyllir var í Háskólabíó í dag þegar stórfundur fyrir Palestínu fór fram.  

Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir viðburðinum og er yfirskrift hans sú sama og á fyrri fundum félagsins, að Ísland beiti sér fyrir vopnahléi á Gasa. Hjálmar Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, sagði ríkisstjórnina hafa orðið Íslendingum til skammar á alþjóðavettvangi þegar hann ávarpaði gesti á fundinum í dag. 

Það var samdóma álit gesta á fundinum að íslensk stjórnvöld hafi ekki beitt sér nægilega vel. Heyra má hljóðið í gestum í spilaranum hér að ofan. 


Tengdar fréttir

Vilja að stjórn­völd for­dæmi að­gerðir Ísraels

Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja.

Fjöl­menn kerta­fleyting við Reykja­víkur­tjörn

Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×