Hlutaveikin Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun