Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Heimir Már Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 6. nóvember 2023 19:27 Bjarni Benediktsson hélt því fram í umræðunum í dag að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um stefnu stjórnvalda gagnvart átökum Palestínumanna og Ísraels. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar ásamt þingmanni Pírata spurðu Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra út í afstöðu Íslands og ekki hvað síst ríkisstjórnarinnar til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þá hafa að minnsta kosti tvær tillögur verið boðaðar á þinginu vegna málsins, önnur frá Pírötum og hin frá Viðreisn. Tveir þingmenn Vinstri grænna og þingflokkur Samfylkingarinnar flytja tillöguna með Pírötum. Málið er líka heitt meðal almennings og þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið. Þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Bjarni Benediktsson hélt því fram í umræðunum í dag að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um stefnu stjórnvalda gagnvart átökum Palestínumanna og Ísraels. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði ágreininginn hins vegar augljósan. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún Frostadóttir á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Hvort gildir utanríkisstefna utanríkisráðherrans eða það sem höfuð ríkisstjórnarinnar segir í kjölfarið þegar hún lýsir opinberri andstöðu við ákvörðun utanríkisráðherra?“ Sammála hverju orði úr væntanlegri þingályktun Viðreisnar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði of djúpt í árina tekið og beinlínis rangt að sú afstaða sem birtist hjá forsætisráðherra og þingflokki Vinstri grænna sé í andstöðu við þá utanríkisstefnu sem Ísland kynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindi frá því að Viðreisn hefði lagt fram þingsályktunartillögu sem vonandi yrði rædd seinna í vikunni. Frumkvæðið hefði ekki komið frá ríkisstjórninni sem væri sundruð í þessu máli. „Viðreisn ætlar hins vegar að leggja fram þingsályktunartillögu í dag sem verður vonandi rætt seinna í vikunni. Efnislega sú sama og Kanada lagði fram á allsherjarþinginu. Sem allar þjóðir Evrópu studdu, um að Alþingi fordæmi hryðjuverkaárásir Hamas á almenna borgara í Ísrael og árásir Ísraelshers gegn almennum borgurum og borgaralega innviði á Gaza í kjölfarið.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,sagði ríkisstjórnina sundraða þegar kemur að afstöðu til átakanna á botni Miðjarðarhafs.Vísir/Vilhelm Bjarni sagðist sammála hverju orði sem Þorgerður las úr væntanlegri þingsályktun,. „Ég vona að það sé einhver göfugri tilgangur að baki því að leggja hér nú fram hverja þingsályktunartillöguna á eftir annarri þar sem þingið virðist ætla að vera sundrað. Mér skilst að það séu nokkrar á leiðinni hérna inn í þingið. Alltaf með þeim orðum að þær séu lagðar fram til að sameina,“ sagði Bjarni. Kröftum væri betur varið í að sameinast um afstöðu sem hann fyndi engan grundvallarmun á í þinginu, og koma henni skilmerkilega á framfæri. „Sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli“ Heimir Már, fréttamaður, ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, um tillögurnar sem báðir flokkarnir hafa lagt fram. Þórhildur sagði tillögu Pírata ganga út á kalla eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza og að Ísland fordæmi aðgerðir Ísraelshers gagnvart óbreyttum borgurum. Sigmar sagði tillögu Viðreisnar snúast um að það sé Alþingi sem fordæmi hryðjuverk og og yfirgengileg viðbrögð Ísraelsmanna við þeim, kalli eftir mannúðarhléi og að gíslum verði hleypt lausum sem allra fyrst. Okkur finnst mikilvægt að þingið komi beint að málinu vegna þess að við sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli. Aðspurður um hvort hægt væri að sameina þessar tillögur í eina sagði Sigmar muninn sá að Píratar vilji að utanríkisráðherra fordæmi árásirnar en Viðreisn að þingið geri það. Hann ætti hins vegar sjálfur ekki erfitt með að greiða atkvæði með tillögu Pírata. Báðar þingályktunartillögurnar verða væntanlega teknar fyrir á Alþingi á næstu vikum. Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48 Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. 5. nóvember 2023 12:13 Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar ásamt þingmanni Pírata spurðu Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra út í afstöðu Íslands og ekki hvað síst ríkisstjórnarinnar til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þá hafa að minnsta kosti tvær tillögur verið boðaðar á þinginu vegna málsins, önnur frá Pírötum og hin frá Viðreisn. Tveir þingmenn Vinstri grænna og þingflokkur Samfylkingarinnar flytja tillöguna með Pírötum. Málið er líka heitt meðal almennings og þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið. Þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Bjarni Benediktsson hélt því fram í umræðunum í dag að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um stefnu stjórnvalda gagnvart átökum Palestínumanna og Ísraels. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði ágreininginn hins vegar augljósan. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún Frostadóttir á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Hvort gildir utanríkisstefna utanríkisráðherrans eða það sem höfuð ríkisstjórnarinnar segir í kjölfarið þegar hún lýsir opinberri andstöðu við ákvörðun utanríkisráðherra?“ Sammála hverju orði úr væntanlegri þingályktun Viðreisnar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði of djúpt í árina tekið og beinlínis rangt að sú afstaða sem birtist hjá forsætisráðherra og þingflokki Vinstri grænna sé í andstöðu við þá utanríkisstefnu sem Ísland kynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindi frá því að Viðreisn hefði lagt fram þingsályktunartillögu sem vonandi yrði rædd seinna í vikunni. Frumkvæðið hefði ekki komið frá ríkisstjórninni sem væri sundruð í þessu máli. „Viðreisn ætlar hins vegar að leggja fram þingsályktunartillögu í dag sem verður vonandi rætt seinna í vikunni. Efnislega sú sama og Kanada lagði fram á allsherjarþinginu. Sem allar þjóðir Evrópu studdu, um að Alþingi fordæmi hryðjuverkaárásir Hamas á almenna borgara í Ísrael og árásir Ísraelshers gegn almennum borgurum og borgaralega innviði á Gaza í kjölfarið.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,sagði ríkisstjórnina sundraða þegar kemur að afstöðu til átakanna á botni Miðjarðarhafs.Vísir/Vilhelm Bjarni sagðist sammála hverju orði sem Þorgerður las úr væntanlegri þingsályktun,. „Ég vona að það sé einhver göfugri tilgangur að baki því að leggja hér nú fram hverja þingsályktunartillöguna á eftir annarri þar sem þingið virðist ætla að vera sundrað. Mér skilst að það séu nokkrar á leiðinni hérna inn í þingið. Alltaf með þeim orðum að þær séu lagðar fram til að sameina,“ sagði Bjarni. Kröftum væri betur varið í að sameinast um afstöðu sem hann fyndi engan grundvallarmun á í þinginu, og koma henni skilmerkilega á framfæri. „Sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli“ Heimir Már, fréttamaður, ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, um tillögurnar sem báðir flokkarnir hafa lagt fram. Þórhildur sagði tillögu Pírata ganga út á kalla eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza og að Ísland fordæmi aðgerðir Ísraelshers gagnvart óbreyttum borgurum. Sigmar sagði tillögu Viðreisnar snúast um að það sé Alþingi sem fordæmi hryðjuverk og og yfirgengileg viðbrögð Ísraelsmanna við þeim, kalli eftir mannúðarhléi og að gíslum verði hleypt lausum sem allra fyrst. Okkur finnst mikilvægt að þingið komi beint að málinu vegna þess að við sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli. Aðspurður um hvort hægt væri að sameina þessar tillögur í eina sagði Sigmar muninn sá að Píratar vilji að utanríkisráðherra fordæmi árásirnar en Viðreisn að þingið geri það. Hann ætti hins vegar sjálfur ekki erfitt með að greiða atkvæði með tillögu Pírata. Báðar þingályktunartillögurnar verða væntanlega teknar fyrir á Alþingi á næstu vikum.
Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48 Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. 5. nóvember 2023 12:13 Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48
Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. 5. nóvember 2023 12:13
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00