Norsku strákarnir mega það sem Þórir bannaði stelpunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. nóvember 2023 07:01 Norska karlalandsliðið með stuðningsmönnum sínum. Norska karlalandsliðið í handbolta lauk leik um helgina í æfingamótinu Gulldeildinni þar sem liðið lék þrjá leiki. Eftir eina sigur liðsins á mótinu tóku leikmenn liðsins liðsmynd með stuðningsmönnum liðsins, nokkuð sem norska kvennalandsliðið fær ekki að gera. Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“ Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“
Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira