Hvenær er komið gott? Yousef Ingi Tamimi skrifar 7. nóvember 2023 08:30 Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun