Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 07:08 Mazouk segir ómögulegt að sleppa gíslunum á meðan árásir Ísraelsmanna standa yfir. Netanyahu segir hlé ekki verða gerð fyrir en gíslunum verður sleppt. epa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31