Skoða hvort þörf sé á fleiri mælum við Þorbjörn Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2023 12:45 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna óbreytta við Þorbjörn. Ekki séu skýr merki um eldgos. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu með lögreglu, almannavörnum og öðrum hagsmunaaðilum vegna stöðunnar við Svartsengi vegna mögulegs eldgoss. Engar stórar breytingar eru frá því í gær. Sérfræðingar skoða nú hvort þörf sé á fleiri GPS eða skjálftamælum. „Við sjáum áframhaldandi landris. Við merktum hröðun frá því á föstudag þegar stóra hrinan var en svo er þetta nokkur jafn hraði“, egir Benedikt G. Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu íslands. Hann segir skjálftana enn mælast á um fimm kílómetra dýpi. „Hún er að dreifast á kannski tvo til fimm kílómetra, bulkið á henni er í kringum fjóra. Þetta er alltaf þessi dreifing en mesta virknin er á þessu dýpi. Það var tiltölulega rólegt miðað við í skjálftamálum en það var að aukast aftur virknin núna í morgun,“ segir Benedikt. Hann segir skjálftana þó ekki stóra og þann stærsta hafa verið í kringum þrjá. Eins og stendur er viðbúnaðarstig á óvissustigi vegna jarðhræringanna. Benedikt segir ekki tilefni til að hækka á hættustig og ekki skýr merki um eldgos eins og stendur. Veðurstofan haldi áfram að fylgjast með stöðunni. „Við getum lítið annað gert en að fylgjast með þessu en erum að meta hvort við bætum við mælitækjum til að covera þetta ennþá betur. Það er það sem við erum að skoða betur. Fleiri GPS mælar, fleiri skjálftamælar. Þetta er það sem við erum að fara yfir. Hver er þörfin og hvort hún er til staðar.“ Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46 Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12 Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Sérfræðingar skoða nú hvort þörf sé á fleiri GPS eða skjálftamælum. „Við sjáum áframhaldandi landris. Við merktum hröðun frá því á föstudag þegar stóra hrinan var en svo er þetta nokkur jafn hraði“, egir Benedikt G. Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu íslands. Hann segir skjálftana enn mælast á um fimm kílómetra dýpi. „Hún er að dreifast á kannski tvo til fimm kílómetra, bulkið á henni er í kringum fjóra. Þetta er alltaf þessi dreifing en mesta virknin er á þessu dýpi. Það var tiltölulega rólegt miðað við í skjálftamálum en það var að aukast aftur virknin núna í morgun,“ segir Benedikt. Hann segir skjálftana þó ekki stóra og þann stærsta hafa verið í kringum þrjá. Eins og stendur er viðbúnaðarstig á óvissustigi vegna jarðhræringanna. Benedikt segir ekki tilefni til að hækka á hættustig og ekki skýr merki um eldgos eins og stendur. Veðurstofan haldi áfram að fylgjast með stöðunni. „Við getum lítið annað gert en að fylgjast með þessu en erum að meta hvort við bætum við mælitækjum til að covera þetta ennþá betur. Það er það sem við erum að skoða betur. Fleiri GPS mælar, fleiri skjálftamælar. Þetta er það sem við erum að fara yfir. Hver er þörfin og hvort hún er til staðar.“
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46 Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12 Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46
Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12
Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. 6. nóvember 2023 13:01