Segja hermenn berjast í „hjarta Gasaborgar“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2023 22:30 Ísraelskur hermaður á Gasaströndinni. Ísraelski herinn Ísraelskir hermenn eru sagðir komnir langt inn í Gasaborg. Mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið borgina í dag og farið til suðurhluta Gasastrandarinnar. „Í fyrsta sinn í áratugi, er ísraelski herinn að berjast í hjarta Gasaborgar. Í hjarta hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Yaron Finkelman, einn af talsmönnum ísraelska hersins, í dag. Ísraelar segjast telja að höfuðstöðvar Hamas-samtakanna megi finna í göngum undir Gasaborg. Herinn hefur klippt Gasaströndina í tvennt og hafa umkringt borgina, sem er á norðurhluta svæðisins. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, tók undir orð talsmannsins á blaðamannafundi í kvöld þar sem hann sagði Yaha Sinwar, æðsta leiðtoga Hamas, vera einangraðan í neðanjarðarbyrgi sínu. Gallant sagði ísraelska hermenn sækja fram úr öllum áttum og að þeir hefðu bara eitt skotmark en nefndi nokkur. Þau voru Hamas-liðar, innviðir Hamas-samtakanna, leiðtogar samtakanna, neðanjarðarbyrgi og samskiptabúnaður. Palestínumenn virða fyrir sér rústir eftir loftárás.AP/Hatem Moussa Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Samkvæmt frétt Reuters hefur það ekki verið staðfest með myndefni að ísraelskir hermenn hafi sótt inn í borgina. Í fréttinni er vitnað í annan talsmann sem spurður var hermenn séu mögulega að gera áhlaup inn í borgina og hörfa aftur. Hann vildi ekki staðfesta það en sagði blaðamann Reuters á réttum slóðum. Talsmenn Hamas-samtakanna segja vígamenn samtakanna hafa fellt fjölda hermanna í borginni. Palestínumenn flýja frá Gasaborg.AP/Hatem Moussa Um fimm þúsund flúðu borgina Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði heimsins en þar búa um 2,3 milljónir manna á svæði sem er gróflega 40 kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Nærri því tveir þriðju íbúa eru taldir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gífurlega umfangsmikilla árása Ísraela á svæðið undanfarinn mánuð. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Talið er að mögulega séu hundruð þúsunda manna enn í Gasaborginni en Ísraelar hafa kallað eftir því að fólk flýi til suðurs. Talsmenn hersins hafa sakað vígamenn Hamas um að halda borgurum föstum og koma í veg fyrir að þau geti flúið. Sjá einnig: Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Í dag opnuðu Ísraelar sérstaka flóttaleið fyrir borgara úr Gasaborg og segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna að um fimm þúsund manns hafi nýtt hana. Fólk þetta þurfti að flýja fótgangandi vegna mikið skemmdra vega og hafa börn og veikt og gamalt fólk þurft að ganga langar vegalengdir. Happening now: Thousands pass through the evacuation corridor the @IDF opened for civilians in northern Gaza to move southwards. pic.twitter.com/lq7ZpfMiM4— COGAT (@cogatonline) November 7, 2023 „Sagan mun dæma okkur öll“ Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, spurði á samfélagsmiðlinum X - áður Twitter - hversu lengi hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs muni vara. Það sem af væri nóvembermánaðar hefði einkennst af gríðarlegu sprengjuregni á Gasasvæðinu þar sem fleiri en tíu þúsund manns hefðu látist og þar af fjögur þúsund börn, samkvæmt Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Hann hvatti hlutaðeigandi til að koma sér saman um vopnahlé og hefja strax vinnu í þágu varanlegs friðar. Hann kallaði eftir því að öllum gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða verði sleppt tafarlaust. Ghebreyesus sagði að lokum að sagan myndi dæma okkur öll út frá því sem við sjálf legðum á vogarskálarnar til að binda enda á hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs. It has been a month of intense bombardment in #Gaza.10,000 people have died. Over 4,000 of them were children.How long will this human catastrophe last?We urge all parties to agree to a humanitarian ceasefire and work toward lasting peace. We again call for the immediate — Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) November 7, 2023 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
„Í fyrsta sinn í áratugi, er ísraelski herinn að berjast í hjarta Gasaborgar. Í hjarta hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Yaron Finkelman, einn af talsmönnum ísraelska hersins, í dag. Ísraelar segjast telja að höfuðstöðvar Hamas-samtakanna megi finna í göngum undir Gasaborg. Herinn hefur klippt Gasaströndina í tvennt og hafa umkringt borgina, sem er á norðurhluta svæðisins. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, tók undir orð talsmannsins á blaðamannafundi í kvöld þar sem hann sagði Yaha Sinwar, æðsta leiðtoga Hamas, vera einangraðan í neðanjarðarbyrgi sínu. Gallant sagði ísraelska hermenn sækja fram úr öllum áttum og að þeir hefðu bara eitt skotmark en nefndi nokkur. Þau voru Hamas-liðar, innviðir Hamas-samtakanna, leiðtogar samtakanna, neðanjarðarbyrgi og samskiptabúnaður. Palestínumenn virða fyrir sér rústir eftir loftárás.AP/Hatem Moussa Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Samkvæmt frétt Reuters hefur það ekki verið staðfest með myndefni að ísraelskir hermenn hafi sótt inn í borgina. Í fréttinni er vitnað í annan talsmann sem spurður var hermenn séu mögulega að gera áhlaup inn í borgina og hörfa aftur. Hann vildi ekki staðfesta það en sagði blaðamann Reuters á réttum slóðum. Talsmenn Hamas-samtakanna segja vígamenn samtakanna hafa fellt fjölda hermanna í borginni. Palestínumenn flýja frá Gasaborg.AP/Hatem Moussa Um fimm þúsund flúðu borgina Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði heimsins en þar búa um 2,3 milljónir manna á svæði sem er gróflega 40 kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Nærri því tveir þriðju íbúa eru taldir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gífurlega umfangsmikilla árása Ísraela á svæðið undanfarinn mánuð. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Talið er að mögulega séu hundruð þúsunda manna enn í Gasaborginni en Ísraelar hafa kallað eftir því að fólk flýi til suðurs. Talsmenn hersins hafa sakað vígamenn Hamas um að halda borgurum föstum og koma í veg fyrir að þau geti flúið. Sjá einnig: Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Í dag opnuðu Ísraelar sérstaka flóttaleið fyrir borgara úr Gasaborg og segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna að um fimm þúsund manns hafi nýtt hana. Fólk þetta þurfti að flýja fótgangandi vegna mikið skemmdra vega og hafa börn og veikt og gamalt fólk þurft að ganga langar vegalengdir. Happening now: Thousands pass through the evacuation corridor the @IDF opened for civilians in northern Gaza to move southwards. pic.twitter.com/lq7ZpfMiM4— COGAT (@cogatonline) November 7, 2023 „Sagan mun dæma okkur öll“ Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, spurði á samfélagsmiðlinum X - áður Twitter - hversu lengi hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs muni vara. Það sem af væri nóvembermánaðar hefði einkennst af gríðarlegu sprengjuregni á Gasasvæðinu þar sem fleiri en tíu þúsund manns hefðu látist og þar af fjögur þúsund börn, samkvæmt Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Hann hvatti hlutaðeigandi til að koma sér saman um vopnahlé og hefja strax vinnu í þágu varanlegs friðar. Hann kallaði eftir því að öllum gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða verði sleppt tafarlaust. Ghebreyesus sagði að lokum að sagan myndi dæma okkur öll út frá því sem við sjálf legðum á vogarskálarnar til að binda enda á hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs. It has been a month of intense bombardment in #Gaza.10,000 people have died. Over 4,000 of them were children.How long will this human catastrophe last?We urge all parties to agree to a humanitarian ceasefire and work toward lasting peace. We again call for the immediate — Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) November 7, 2023
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent