Enski boltinn

Vilja byggja í­þrótta­leik­vang sér­stak­lega sniðinn að kven­kyns í­þrótta­fólki og þörfum þess

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kvennalið Brighton hefur undanfarin ár spilað á heimavelli Crawley Town, sem er ekki staðsettur í Brighton.
Kvennalið Brighton hefur undanfarin ár spilað á heimavelli Crawley Town, sem er ekki staðsettur í Brighton. @BHAFCWomen

Paul Barber, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Brighton & Hove Albion, segir félagið vonast til að byggja nýjan leikvang fyrir kvennalið félagsins. Yrði sá völlur sniðinn sérstaklega að kvenkyns íþróttafólki og áhorfendum þeirra.

„Við teljum að það sé tækifæri til að byggja leikvang sérstaklega fyrir kvenkyns íþróttafólk. Það koma fleiri konur, fleiri börn og fleiri fjölskyldur sem mæta á leiki hjá kvennaliðunum. Íþróttaleikvangar í þessu landi eru að mestu hannaðir fyrir karlkyns íþróttafólk og karlkyns áhorfendur,“ sagði Barber í viðtali við Sky Sports.

„Við myndum elska að byggja leikvang sem væri sérstaklega hannaður fyrir kvenkyns íþróttafólk. Við teljum að það yrði fyrsti leikvangur sinnar tegundar í heiminum, allavega innan fótboltans. Ef við getum gert það þá getum við vonandi aukið vöxt kvennaknattspyrnunnar í þessum hluta landsins. Þetta gæti ýtt öðrum félögum í sömu átt.“

Undanfarið hefur kvennalið Brighton spilað á heimavelli D-deildarliðs Crawley Town. Barber segir að félagið væri til í að byggja nýjan völl, finnist land í það, sem myndi bæði laða fleiri á leiki kvennaliðsins sem og þjónusta liðið betur. Það mun þó taka sinn tíma.

María Þórisdóttir og stöllur hennar í Brighton í 9. sæti efstu deildar kvenna með fjögur stig að loknum fimm umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×