Viðskipti innlent

Fjölgun um 68 prósent hjá Play

Samúel Karl Ólason skrifar
Bogi Nils og Birgir Jónsson, forstjórar Icelandair og Play.
Bogi Nils og Birgir Jónsson, forstjórar Icelandair og Play. Vísir/Egill/Vilhelm

Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent.

Sætanýting hjá Play í mánuðinum var 83 prósent í mánuðinum en hún var 81,9 prósent fyrir ári síðan.

Í tilkynningu frá Play segir að 28,4 prósent þeirra farþega sem flugu með flugfélaginu í október hafi verið á leið frá Íslandi. 33,9 prósent voru á leið til Íslands og 37,6 prósent voru tengifarþegar.

Play flutti 154.479 farþega í október en á árinu hefur Play flutt 1,3 milljónir farþega og er sætanýtingin á árinu 84,9 prósent.

Í áðurnefndri tilkynningu segir einnig að Play sé byrjað að selja flugsæti með auknu plássi og þægindum. Þessi sæti kallast „Space-sæti“ og bjóða þau upp á aukið fótarými við glugga eða gang þar sem hliðarborði hefur verið komið fyrir í miðjusætinu. 

„Þessi vara mun draga framboð á sætum í Airbus A321neo úr 214 sætum í 200 sæti. Það þýðir að PLAY mun draga úr kostnaði því þá þarf færri áhafnarmeðlimi til að þjónusta farþega. Þetta mun að sama skapi auka hliðartekjur og verður einfalt að auka framboðið á ný þegar eftirspurnin eykst á ný eftir veturinn,“segir í tilkynningunni.

Mikil fjölgun á árinu

Icelandair flutti 364 þúsund farþega í október en það er aukning um níu prósent á milli ári. Sætanýting var 81,5 prósent, sem er 1,3 prósentustigum hærra en fyrir ári síðan. 

Flugfélagið flutti 152 þúsund manns til Íslands í mánuðinum og 53 þúsund frá landinu. Þá voru 136 þúsund manns í tengiflugi. Innan Íslands flutti Icelandair 24 þúsund manns. 

Á þessu ári hefur félagið flutt 3,7 milljónir farþega, sem er aukning um átján prósent, borið saman við sama tímabil í fyrra.

Bogi Nils, forstjóri Icelandair, segir farþegum sem voru að koma til Íslands í október hafa fjölgað um fjórtán prósent milli ára. Það 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×