Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:01 Árni Oddur Þórðarsson er afar ósáttur við framgöngu Arion banka eftir að bankinn leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest. Bankinn á eftir innlausnina næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu og þar að leiðandi 1,2 prósent í Marel. Vísir Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram. Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram.
Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira