Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Andri Már Eggertsson skrifar 8. nóvember 2023 21:56 vísir/hulda margrét Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. Eyjakonur mættu ósáttar til leiks þar sem ÍBV vildi fá leiknum frestað vegna þátttöku í Evrópuverkefni um helgina. ÍBV mun leika fjóra leiki á átta dögum sem þykir gríðarlega mikið og samkvæmt læknisráði er það talið setja leikmenn í hættu. HSÍ og Haukar neituðu að fresta leiknum. Leikurinn fór rólega af stað. ÍBV var í vandræðum með að komast á blað í upphafi leiks en fyrsta mark Eyjakvenna kom eftir tæplega sjö mínútur. Gestirnir skutu mikið í hávörn og töpuðu einnig klaufalegum boltum sem endaði með hraðaupphlaupum. Haukar byrjuðu þó leikinn ekkert frábærlega heldur og skoruðu aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á fyrstu sjö mínútunum. Eftir það komu mörk Hauka á færibandi. ÍBV spilaði mjög áhugaverða vörn þar sem liðið kom mjög framarlega með þrjá leikmenn sem gerði það að verkum að það var mikið svæði laust fyrir aftan varnarmenn ÍBV. Elín Klara Þorkelsdóttir sem er ein sú besta í deildinni með boltann var oft ekki í vandræðum með að komast framhjá vörninni. Róðurinn varð þyngri og þyngri fyrir Eyjakonur eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar að fyrri hálfleikur var hálfnaður í stöðunni 8-5 og neyddist síðan til þess að brenna annað leikhlé tíu mínútum seinna í stöðunni 15-8. Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10. Þrátt fyrir að hafa verið með góða forystu í hálfleik gáfu Haukar ekkert eftir í síðari hálfleik. Heimakonur gerðu fyrstu átta mörkin. Það tók ÍBV tæplega tólf mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Þá var staðan orðin 29-11. Haukar unnu að lokum afar sannfærandi sigur 38-17. Af hverju unnu Haukar? Þetta var leikur kattarins að músinni. ÍBV spilaði á afar ungu liði vegna álags og það var snemma ljóst í hvað stefndi. Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og skoruðu fyrstu átta mörkin í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Sara Katrín Gunnarsdóttir var markahæst hjá Haukum með átta mörk. Báðir markmenn Hauka þær Margrét Einarsdóttir og Elísa Helga Sigurðardóttir voru með yfir 50 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? ÍBV byrjaði síðari hálfleik afar illa. Gestirnir skoruðu ekki í tólf mínútur og fengu í staðinn á sig átta mörk á þeim kafla. Hvað gerist næst? ÍBV mætir Madeira Andebol SAD í Portúgal á laugardaginn klukkan 17:00. Föstudaginn 17. nóvember mætast Afturelding og Haukar klukkan 18:30. Díana: Ég set ekki upp skipulagið hjá ÍBV Díana Guðjónsdóttir svaraði fyrir þá gagnrýni sem Haukar hafa fengiðVÍSIR/HULDA MARGRÉT Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var ánægð með sigurinn og svaraði fyrir þá gagnrýni sem hún og Haukar fengu fyrir að hafa ekki frestað leiknum. „Við förum í alla leiki til að vinna og við þurftum tvö stig til þess að vera á toppnum og þannig var það. Það er samkeppni í liðnu hjá okkur og hver og einn vill sanna sig og fá að spila. Þá verður maður að gera það í öllum leikjum,“ sagði Díana í samtali við Vísi eftir leik. ÍBV bað ítrekað um að leiknum yrði frestað en Díana sagði að það hafi gengið erfiðlega að fá svör úr Eyjum. „Við höfðum samband að fyrra bragði í lok september út af þessum leik sem átti að fara fram 11. nóvember. Þetta endar svona út af einhverju og við vorum tilbúin að gera ansi margt. Við höfðum samband að fyrra bragði og svo hefur gengið erfiðlega að fá svör.“ „Það þarf að ræða þetta við Aron Rafn [Eðvarðsson] sem vinnur á skrifstofunni hann sér um öll samskipti við önnur lið og HSÍ.“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, gagnrýndi Díönu fyrir að hafa talað opinberlega fyrir því að það ætti að passa upp á álag kvenna í íþróttum en síðan neita Haukar að fresta leik gegn ÍBV sem er undir miklu álagi. „Ég set ekki upp skipulagið hjá ÍBV sem ákvað að spila báða leikina úti. Við vorum með möguleika í boði sem fór í gegnum Aron Rafn og HSÍ. Síðan er það þeirra að skipuleggja sitt og huga að álagi hjá sínum leikmönnum á meðan hugsa ég um mína leikmenn.“ Hvað finnst Díönu um það að ÍBV sé að spila fjóra leiki á átta dögum? „Það fer eftir hóp og breidd. Auðvitað er ÍBV með leikmenn í meiðslum og ég skil ýmislegt. Þá þarftu að huga að því hvort það sé hentugt að spila báða leikina úti eða hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi.“ Díönu fannst gagnrýnin sérstök sem Haukar hafa fegnið í þessu máli og benti á að það hafði gengið erfiðlega að fá svör frá ÍBV. „Mér finnst það svolítið sérstakt. Vegna þess að ég veit hvernig þessi samskipti hafa verið. Síðan fórum við Stefán út úr þessum samskiptum fyrir tveimur vikum síðan þar sem þetta var ekki á okkar borði. Við vinnum hjá Haukum og við treystum því að okkar starfsfólk og HSÍ geri þetta vel. En það gekk mjög illa að fá svör frá Eyjum veit ég. Það er lítið um það fyrir mig að segja þar sem ég vinn bara hjá Haukum og þeir ásamt HSÍ stjórna. „Þetta er sama umræða og var í úrslitakeppninni í fyrra. Ég réði ekki hvernig úrslitakeppnin var þar sem við spiluðum annan hvern dag. Ég kvartaði ekkert þá og þetta er vinnan mín. Leikirnir eru settir á og ég mæti.“ sagði Díana Guðjónsdóttir að lokum. Olís-deild kvenna Haukar ÍBV
Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. Eyjakonur mættu ósáttar til leiks þar sem ÍBV vildi fá leiknum frestað vegna þátttöku í Evrópuverkefni um helgina. ÍBV mun leika fjóra leiki á átta dögum sem þykir gríðarlega mikið og samkvæmt læknisráði er það talið setja leikmenn í hættu. HSÍ og Haukar neituðu að fresta leiknum. Leikurinn fór rólega af stað. ÍBV var í vandræðum með að komast á blað í upphafi leiks en fyrsta mark Eyjakvenna kom eftir tæplega sjö mínútur. Gestirnir skutu mikið í hávörn og töpuðu einnig klaufalegum boltum sem endaði með hraðaupphlaupum. Haukar byrjuðu þó leikinn ekkert frábærlega heldur og skoruðu aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á fyrstu sjö mínútunum. Eftir það komu mörk Hauka á færibandi. ÍBV spilaði mjög áhugaverða vörn þar sem liðið kom mjög framarlega með þrjá leikmenn sem gerði það að verkum að það var mikið svæði laust fyrir aftan varnarmenn ÍBV. Elín Klara Þorkelsdóttir sem er ein sú besta í deildinni með boltann var oft ekki í vandræðum með að komast framhjá vörninni. Róðurinn varð þyngri og þyngri fyrir Eyjakonur eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar að fyrri hálfleikur var hálfnaður í stöðunni 8-5 og neyddist síðan til þess að brenna annað leikhlé tíu mínútum seinna í stöðunni 15-8. Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10. Þrátt fyrir að hafa verið með góða forystu í hálfleik gáfu Haukar ekkert eftir í síðari hálfleik. Heimakonur gerðu fyrstu átta mörkin. Það tók ÍBV tæplega tólf mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Þá var staðan orðin 29-11. Haukar unnu að lokum afar sannfærandi sigur 38-17. Af hverju unnu Haukar? Þetta var leikur kattarins að músinni. ÍBV spilaði á afar ungu liði vegna álags og það var snemma ljóst í hvað stefndi. Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og skoruðu fyrstu átta mörkin í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Sara Katrín Gunnarsdóttir var markahæst hjá Haukum með átta mörk. Báðir markmenn Hauka þær Margrét Einarsdóttir og Elísa Helga Sigurðardóttir voru með yfir 50 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? ÍBV byrjaði síðari hálfleik afar illa. Gestirnir skoruðu ekki í tólf mínútur og fengu í staðinn á sig átta mörk á þeim kafla. Hvað gerist næst? ÍBV mætir Madeira Andebol SAD í Portúgal á laugardaginn klukkan 17:00. Föstudaginn 17. nóvember mætast Afturelding og Haukar klukkan 18:30. Díana: Ég set ekki upp skipulagið hjá ÍBV Díana Guðjónsdóttir svaraði fyrir þá gagnrýni sem Haukar hafa fengiðVÍSIR/HULDA MARGRÉT Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var ánægð með sigurinn og svaraði fyrir þá gagnrýni sem hún og Haukar fengu fyrir að hafa ekki frestað leiknum. „Við förum í alla leiki til að vinna og við þurftum tvö stig til þess að vera á toppnum og þannig var það. Það er samkeppni í liðnu hjá okkur og hver og einn vill sanna sig og fá að spila. Þá verður maður að gera það í öllum leikjum,“ sagði Díana í samtali við Vísi eftir leik. ÍBV bað ítrekað um að leiknum yrði frestað en Díana sagði að það hafi gengið erfiðlega að fá svör úr Eyjum. „Við höfðum samband að fyrra bragði í lok september út af þessum leik sem átti að fara fram 11. nóvember. Þetta endar svona út af einhverju og við vorum tilbúin að gera ansi margt. Við höfðum samband að fyrra bragði og svo hefur gengið erfiðlega að fá svör.“ „Það þarf að ræða þetta við Aron Rafn [Eðvarðsson] sem vinnur á skrifstofunni hann sér um öll samskipti við önnur lið og HSÍ.“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, gagnrýndi Díönu fyrir að hafa talað opinberlega fyrir því að það ætti að passa upp á álag kvenna í íþróttum en síðan neita Haukar að fresta leik gegn ÍBV sem er undir miklu álagi. „Ég set ekki upp skipulagið hjá ÍBV sem ákvað að spila báða leikina úti. Við vorum með möguleika í boði sem fór í gegnum Aron Rafn og HSÍ. Síðan er það þeirra að skipuleggja sitt og huga að álagi hjá sínum leikmönnum á meðan hugsa ég um mína leikmenn.“ Hvað finnst Díönu um það að ÍBV sé að spila fjóra leiki á átta dögum? „Það fer eftir hóp og breidd. Auðvitað er ÍBV með leikmenn í meiðslum og ég skil ýmislegt. Þá þarftu að huga að því hvort það sé hentugt að spila báða leikina úti eða hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi.“ Díönu fannst gagnrýnin sérstök sem Haukar hafa fegnið í þessu máli og benti á að það hafði gengið erfiðlega að fá svör frá ÍBV. „Mér finnst það svolítið sérstakt. Vegna þess að ég veit hvernig þessi samskipti hafa verið. Síðan fórum við Stefán út úr þessum samskiptum fyrir tveimur vikum síðan þar sem þetta var ekki á okkar borði. Við vinnum hjá Haukum og við treystum því að okkar starfsfólk og HSÍ geri þetta vel. En það gekk mjög illa að fá svör frá Eyjum veit ég. Það er lítið um það fyrir mig að segja þar sem ég vinn bara hjá Haukum og þeir ásamt HSÍ stjórna. „Þetta er sama umræða og var í úrslitakeppninni í fyrra. Ég réði ekki hvernig úrslitakeppnin var þar sem við spiluðum annan hvern dag. Ég kvartaði ekkert þá og þetta er vinnan mín. Leikirnir eru settir á og ég mæti.“ sagði Díana Guðjónsdóttir að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik