Viðskipti innlent

Marel lækkaði um rúm sex prósent

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Höfuðstöðvar Marel í Garðabæ.
Höfuðstöðvar Marel í Garðabæ. Vísir/Hanna

Gengi bréfa í Marel lækkaði um 6,42 prósent í Kauphöllinni í dag. Í gærkvöldi var greint frá því að forstjóri félagsins væri hættur eftir tíu ára starf.

Árni Oddur Þórðarson lét af störfum sem forstjóri í gær, eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 

Viðskipti með hluti í félaginu í dag námu 262 milljónum króna. Gengi í Marel hefur lækkað um 28,27 prósent frá áramótum. 

Um er að ræða stærstu gengishreyfinguna í Kauphöllinni í dag. Næst á eftir kemur Icelandair, en gengi bréfa í félaginu lækkaði um 2,57 prósent í dag. Þá lækkaði gengi í Ölgerðinni um 1,98 prósent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×