Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt saman í dag um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir málið.

Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Þorbirni. Almannavarnir og fulltrúi Veðurstofunnar funda í kvöld með íbúum á Reykjanesi. Við verðum í beinni þaðan og ræðum við bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Þá heyrum við í sérfræðingi um fjármálamarkaði um vendingar hjá Marel en forstjóri fyrirtækisins er hættur störfum og sakar Arion banka um lögbrot. Auk þess hittum við kennara sem varð fyrir einelti í barnæsku og nýtur erfiða reynslu til þess að hjálpa öðrum.

Og í Íslandi í kynnum við okkur góð ráð til að hækka verðmiða eigna um allt að átta prósent.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×