„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. nóvember 2023 06:30 Skjálftavirknin þegar staðan var tekin um klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira