Ísland gæti spilað heimaleiki í kringum London, Köben eða Alicante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:31 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi með íslenska landsliðinu í umspilaleikjunum næsta vor. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun leika heimaleiki sína í byrjun næsta árs á erlendri grundu. Ekki liggur fyrir hvar spilað verður, en Norðurlöndin koma sterklega til greina. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira