Pomigliano hætti við að hætta: Ekki líta á þetta sem veikleika hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 12:01 Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Juventus á móti Pomigliano. Getty/ Juventus F Ítalska kvennaliðið Pomigliano hefur tekið U-beygju og hætt við að draga kvennaliðið sitt úr keppni í Seríu A í fótbolta. Pomigliano gaf það út eftir síðasta leik, 1-0 tapleik á móti Sampdoria um síðustu helgi, að félagið myndi hætta í deildinni vegna óánægju sinnar með fjármál og dómgæslu. Þar var talað um vonlausa baráttu gegn ósýnilegum andstæðingi. Tilkynningin kom eftir umræddan leik sem tapaðist á vítaspyrnu en stuttu áður hafði Sampdoria einnig unnið 1-0 sigur á Pomigliano í bikarnum. Il #Pomigliano Femminile attraverso un comunicato stampa ha annunciato un passo e non ritirerà la squadra dal campionato di #SerieAfemminile https://t.co/unOYtKJo9n— LFootball Magazine (@LFootball_) November 8, 2023 Pomigliano gaf út aðra yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að liðið myndi spila áfram í ítölsku deildinni eftir allt saman. Ástæðan fyrir þessari U-beygju var sú að félagið setti framar hagsmuni kvennaboltans, deildarinnar, félaga sinna og samstarfsaðila. „Við munum mæta til leiks á móti Inter á sunnudaginn í þeirri von um að óskrifaðar reglur um hollustu fótboltans verði virtar og farið verði eftir þeim hér eftir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ekki líta á þetta sem veikleika hjá okkur þó að við höfum tekið skrefið til baka. Pomigliano mun halda áfram að berjast fyrir hönd suðursins og Campania fylkis með eldmóði og ástríðu eins og við höfum alltaf gert.“ PRECISAZIONE DEL PRESIDENTE" s 8 "Leggi il chiarimento del presidente Pipola https://t.co/6Sg26WilNC#SerieAFemminile #ForzaPantere #pcf #ConleUnghieConiDenti pic.twitter.com/97aBCHZLlS— Pomigliano Calcio Femminile (@pomiglianowomen) November 8, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Pomigliano gaf það út eftir síðasta leik, 1-0 tapleik á móti Sampdoria um síðustu helgi, að félagið myndi hætta í deildinni vegna óánægju sinnar með fjármál og dómgæslu. Þar var talað um vonlausa baráttu gegn ósýnilegum andstæðingi. Tilkynningin kom eftir umræddan leik sem tapaðist á vítaspyrnu en stuttu áður hafði Sampdoria einnig unnið 1-0 sigur á Pomigliano í bikarnum. Il #Pomigliano Femminile attraverso un comunicato stampa ha annunciato un passo e non ritirerà la squadra dal campionato di #SerieAfemminile https://t.co/unOYtKJo9n— LFootball Magazine (@LFootball_) November 8, 2023 Pomigliano gaf út aðra yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að liðið myndi spila áfram í ítölsku deildinni eftir allt saman. Ástæðan fyrir þessari U-beygju var sú að félagið setti framar hagsmuni kvennaboltans, deildarinnar, félaga sinna og samstarfsaðila. „Við munum mæta til leiks á móti Inter á sunnudaginn í þeirri von um að óskrifaðar reglur um hollustu fótboltans verði virtar og farið verði eftir þeim hér eftir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ekki líta á þetta sem veikleika hjá okkur þó að við höfum tekið skrefið til baka. Pomigliano mun halda áfram að berjast fyrir hönd suðursins og Campania fylkis með eldmóði og ástríðu eins og við höfum alltaf gert.“ PRECISAZIONE DEL PRESIDENTE" s 8 "Leggi il chiarimento del presidente Pipola https://t.co/6Sg26WilNC#SerieAFemminile #ForzaPantere #pcf #ConleUnghieConiDenti pic.twitter.com/97aBCHZLlS— Pomigliano Calcio Femminile (@pomiglianowomen) November 8, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira