AP greinir frá. Samningurinn er til þriggja ára og á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá viðeigandi stéttarfélögum. Verkfallið hefur þýtt að nær öll framleiðsla á kvikmynda- og sjónvarpsefni hefur stöðvast. Talið er að aðgerðirnar hafi kostað efnahagslíf Kalíforníu milljarða dollara.
Handritshöfundar fóru í verkfall í maí og leikarar í júní. Handritshöfundar náðu samkomulagi um nýjan samning í lok september.
Reikna má með því að framleiðsla fari nú aftur á fullt.
Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Fram kom á dögunum að til stæði að bíða þar til verkfalli leikara lyki áður en verðhækkanirnar yrðu tilkynntar. Verið væri að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stæði þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.