„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:09 Lilja Ósk, íbúi í Grindavík náði hljóðbroti af drununum á heimili hennar þegar skjálfti reið yfir í nótt. Hér er hún ásamt börnunum sínum. Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30