Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 83-75 | Liðsheild Hattar lagði grunninn að sigri á Keflavík Gunnar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 22:57 Hattarmenn unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bandaríkjamanninn Remy Martin vantaði í lið Keflavíkur þegar liðið tapaði 83-75 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Það hafði engin áhrif á gleði Héraðsbúa sem fögnuðu góðum sigri. Leikurinn byrjaði á ljómandi fínum sóknarleik. Þegar komið var fram í miðjan fyrsta leikhluta var Höttur með yfir 50 prósent skotnýtingu og Keflavík 100%. Hlutfallið lækkaði heldur í lokin en staðan var jöfn eftir leikhlutann, 23-23. Höttur náði yfirhöndinni í öðrum leikhluta með góðri vörn. Góðar gætur voru hafðar á Jaka Brodnik og hægja tókst á Sigurði Péturssyni sem var frábær í fyrsta leikhluta. Fyrstu átta mínúturnar skoraði Keflavík fimm stig. Höttur raðaði ekki niður stigum en þau komu jafnt og þétt, ekki síst frá Nemanja Knezevic sem auk þess að skora reif niður hvert frákastið á fætur öðru. Þegar komið var inn í hálfleik var Höttur yfir 40-33. Í þriðja leikhluta snérist taflið við. Keflavík hafði þétt vörnina þegar leið á annan leikhlutann og hélt því áfram, fyrri helminginn skoraði Höttur aðeins fjögur stig. Keflavík skoraði ekki mikið en komst loks yfir 46-48 og var 52-54 yfir eftir leikhlutann. Það munaði litlu. Obie Trotter átti síðasta skot leiksins, það fór í hringinn og upp áður en það datt ofan í. Dómararnir virtust óvissur um hvort boltinn hefði farið í uppistöðurnar en þannig var dómurinn að lokum. Hattarmenn tóku þessu sem grófu óréttlæti en það kveikti í liðinu og salnum. Höttur keyrði upp hraðann í sóknarleiknum og náði fljótt forskotinu. Keflavík svaraði því, en svo kom að því að þriggja stiga skotin fóru að detta hjá Hetti en ekki Keflavík. 9-3 kafli breytti stöðunni úr 69-68 í 78-71 með eina og hálfa mínútu eftir. Keflavík freistaði þess að brjóta fljótt en sú taktík virkaði heldur ekki og Höttur kláraði leikinn. Deontaye Buskey skoraði 21 stig, Obie Trotter 18 og Matej Karlovic 17. Nemanja Knezevic skoraði 14 stig og tók 18 fráköst. Höttur vann þá baráttu, 48-34. Sigurður Pétursson skoraði 24 stig fyrir Keflavík og og Halldór Hermannsson 16. Af hverju vann Höttur? Höttur vann á frábærri liðsheild. Eftir fyrsta leikhlutann voru átta leikmenn búnir að skora, aðeins Obie með tvær körfur úr opnu spili. Stigaskorið dreifðist jafnt á liðið. Buskey og Obie stigu báðir upp undir lokin. Karlovic setti líka mikilvægar körfur. Framlag Knezevic skipti líka miklu máli. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði kafla þar sem þeim gekk illa að skora. Því miður fyrir Keflavík kom annar slíkur kafli í fjórða leikhluta, þeir reyndu að keyra upp hraðann og skjóta þriggja stiga skotum en þau geiguðu. Hvað þýða úrslitin? Höttur hefur unnið fjóra leiki af fyrstu sex. Félagið hefur ekki í úrvalsdeildinni náð slíkum árangri. Leikur þess og sú tölfræði bendir til þess að félagið sé að fullorðnast. Keflavík hefur unnið þrjá og tapað þremur en þar eru augun á úrslitakeppninni. Pétur: Vonast til að Remy Martin geti byrjað að æfa í næstu viku Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Keflavík saknaði Bandaríkjamannsins Remy Martin, sem er meiddur, í ósigrinum gegn Hetti í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins, sagði úrslitin ekki hafa neina stóra þýðingu fyrir Keflavík heldur sé markmiðið að liði láti til sín taka í úrslitakeppninni. „Við söknuðum hans klárlega í kvöld. Hann hefur verið að vinna svona leiki fyrir okkur með að hjálpa okkur að búa til stig,“ sagði Pétur eftir leikinn í kvöld. Martin hefur glímt við meiðsli í nára og var ákveðið að hvíla hann alveg í kvöld. „Hann hefur verið meiddur í nára og það rifnar alltaf upp aftur ef við hömumst á honum. Þess vegna erum við að reyna að hvíla hann til að ná honum góður. Hann er í meðferðum og styrktaræfingum fyrir nárann. Vonandi kemur hann aftur sem fyrst. Okkar björtustu vonir eru að hann geti byrjað að æfa aftur í næstu viku.“ Lítið var skorað í öðrum og þriðja leikhluta þannig að staðan var 52-54, Keflavík í vil, þegar fjórði leikhluti hófst. 31-21 í lokaleikhlutanum var því nokkuð úr takti miðað við leikinn. „Höttur setti stór skot í lokin og hinu megin féllu dómarnir ekki alveg með okkur. Við héldum leiknum jöfnum eins og við stefndum að til að eiga tækifæri á að klára hann í lokin. Við erum hörku varnarlið og það er út úr karakter fyrir okkur að fá á okkur 31 stig eins og hér í lokin.“ Þegar á leið stytti Keflavík sóknirnar. „Við vorum komnir undir og þurftum fljótar körfur. En við vorum að tapa boltanum alltof mikið.“ Keflavík hefur tapað þremur og tapað þremur. Fjórðungur er nú búinn af deildarkeppninni. „Þessi úrslit hafa enga stóra þýðingu fyrir okkur. Við stefnum á að fara í úrslitakeppnina og gera eitthvað þar. Við erum ekki að stefna á að vinna svona leiki sem við eigum ekki að vera að vinna.“ Adam Eiður: Ótrúlega ánægður með verkefnið Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, segist ánægður með stígandann í bæði liðinu og félagið. Þrátt fyrir að vera uppalinn Njarðvíkingur vakti sigurinn á Keflavík í kvöld engar tilfinningar hjá honum umfram aðra sigurleiki. „Þetta er bara körfuboltaleikur en það er alltaf jafn gaman að vinna leiki, sérstaklega eftir svona baráttu. Þetta eru tvö stig og hvert stig er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur.“ Höttur var undir þegar fjórði leikhluti hófst en átti frábæran lokasprett. „Við vorum ósáttir við þriðja leikhlutann en ég er sáttur hvernig við stóðum saman og náðum að græja. Það fannst vel hvað við vorum saman í þessu.“ Liðsheildin var lykilatriðið hjá Hetti þar sem allir leikmenn skiluðu sínu framlagi í kvöld. Af þeim sem komu inn á var David Ramos sá eini sem ekki skoraði en hann hefur oft verið drjúgur í stigaskori Hattar. „Það er gríðarleg samheldni í liðinu. Við töluðum um það inni í klefa að ef einhver á vondan dag sem var góður síðast þá bökkum við hvern annan upp. Ég held það sé mjög mikilvægt upp á framhaldið.“ Adam Eiður er á sínu þriðja tímabili á Egilsstöðum. „Ég er ótrúlega ánægður með verkefnið. Hér eru allir að ýta því áfram, hvort sem það er fólkið sem setur upp fyrir leik eða áhorfendur sem alltaf verða fleiri og fleiri. Ég held að leiðin sé bara upp á við.“ Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF
Bandaríkjamanninn Remy Martin vantaði í lið Keflavíkur þegar liðið tapaði 83-75 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Það hafði engin áhrif á gleði Héraðsbúa sem fögnuðu góðum sigri. Leikurinn byrjaði á ljómandi fínum sóknarleik. Þegar komið var fram í miðjan fyrsta leikhluta var Höttur með yfir 50 prósent skotnýtingu og Keflavík 100%. Hlutfallið lækkaði heldur í lokin en staðan var jöfn eftir leikhlutann, 23-23. Höttur náði yfirhöndinni í öðrum leikhluta með góðri vörn. Góðar gætur voru hafðar á Jaka Brodnik og hægja tókst á Sigurði Péturssyni sem var frábær í fyrsta leikhluta. Fyrstu átta mínúturnar skoraði Keflavík fimm stig. Höttur raðaði ekki niður stigum en þau komu jafnt og þétt, ekki síst frá Nemanja Knezevic sem auk þess að skora reif niður hvert frákastið á fætur öðru. Þegar komið var inn í hálfleik var Höttur yfir 40-33. Í þriðja leikhluta snérist taflið við. Keflavík hafði þétt vörnina þegar leið á annan leikhlutann og hélt því áfram, fyrri helminginn skoraði Höttur aðeins fjögur stig. Keflavík skoraði ekki mikið en komst loks yfir 46-48 og var 52-54 yfir eftir leikhlutann. Það munaði litlu. Obie Trotter átti síðasta skot leiksins, það fór í hringinn og upp áður en það datt ofan í. Dómararnir virtust óvissur um hvort boltinn hefði farið í uppistöðurnar en þannig var dómurinn að lokum. Hattarmenn tóku þessu sem grófu óréttlæti en það kveikti í liðinu og salnum. Höttur keyrði upp hraðann í sóknarleiknum og náði fljótt forskotinu. Keflavík svaraði því, en svo kom að því að þriggja stiga skotin fóru að detta hjá Hetti en ekki Keflavík. 9-3 kafli breytti stöðunni úr 69-68 í 78-71 með eina og hálfa mínútu eftir. Keflavík freistaði þess að brjóta fljótt en sú taktík virkaði heldur ekki og Höttur kláraði leikinn. Deontaye Buskey skoraði 21 stig, Obie Trotter 18 og Matej Karlovic 17. Nemanja Knezevic skoraði 14 stig og tók 18 fráköst. Höttur vann þá baráttu, 48-34. Sigurður Pétursson skoraði 24 stig fyrir Keflavík og og Halldór Hermannsson 16. Af hverju vann Höttur? Höttur vann á frábærri liðsheild. Eftir fyrsta leikhlutann voru átta leikmenn búnir að skora, aðeins Obie með tvær körfur úr opnu spili. Stigaskorið dreifðist jafnt á liðið. Buskey og Obie stigu báðir upp undir lokin. Karlovic setti líka mikilvægar körfur. Framlag Knezevic skipti líka miklu máli. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði kafla þar sem þeim gekk illa að skora. Því miður fyrir Keflavík kom annar slíkur kafli í fjórða leikhluta, þeir reyndu að keyra upp hraðann og skjóta þriggja stiga skotum en þau geiguðu. Hvað þýða úrslitin? Höttur hefur unnið fjóra leiki af fyrstu sex. Félagið hefur ekki í úrvalsdeildinni náð slíkum árangri. Leikur þess og sú tölfræði bendir til þess að félagið sé að fullorðnast. Keflavík hefur unnið þrjá og tapað þremur en þar eru augun á úrslitakeppninni. Pétur: Vonast til að Remy Martin geti byrjað að æfa í næstu viku Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Keflavík saknaði Bandaríkjamannsins Remy Martin, sem er meiddur, í ósigrinum gegn Hetti í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins, sagði úrslitin ekki hafa neina stóra þýðingu fyrir Keflavík heldur sé markmiðið að liði láti til sín taka í úrslitakeppninni. „Við söknuðum hans klárlega í kvöld. Hann hefur verið að vinna svona leiki fyrir okkur með að hjálpa okkur að búa til stig,“ sagði Pétur eftir leikinn í kvöld. Martin hefur glímt við meiðsli í nára og var ákveðið að hvíla hann alveg í kvöld. „Hann hefur verið meiddur í nára og það rifnar alltaf upp aftur ef við hömumst á honum. Þess vegna erum við að reyna að hvíla hann til að ná honum góður. Hann er í meðferðum og styrktaræfingum fyrir nárann. Vonandi kemur hann aftur sem fyrst. Okkar björtustu vonir eru að hann geti byrjað að æfa aftur í næstu viku.“ Lítið var skorað í öðrum og þriðja leikhluta þannig að staðan var 52-54, Keflavík í vil, þegar fjórði leikhluti hófst. 31-21 í lokaleikhlutanum var því nokkuð úr takti miðað við leikinn. „Höttur setti stór skot í lokin og hinu megin féllu dómarnir ekki alveg með okkur. Við héldum leiknum jöfnum eins og við stefndum að til að eiga tækifæri á að klára hann í lokin. Við erum hörku varnarlið og það er út úr karakter fyrir okkur að fá á okkur 31 stig eins og hér í lokin.“ Þegar á leið stytti Keflavík sóknirnar. „Við vorum komnir undir og þurftum fljótar körfur. En við vorum að tapa boltanum alltof mikið.“ Keflavík hefur tapað þremur og tapað þremur. Fjórðungur er nú búinn af deildarkeppninni. „Þessi úrslit hafa enga stóra þýðingu fyrir okkur. Við stefnum á að fara í úrslitakeppnina og gera eitthvað þar. Við erum ekki að stefna á að vinna svona leiki sem við eigum ekki að vera að vinna.“ Adam Eiður: Ótrúlega ánægður með verkefnið Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, segist ánægður með stígandann í bæði liðinu og félagið. Þrátt fyrir að vera uppalinn Njarðvíkingur vakti sigurinn á Keflavík í kvöld engar tilfinningar hjá honum umfram aðra sigurleiki. „Þetta er bara körfuboltaleikur en það er alltaf jafn gaman að vinna leiki, sérstaklega eftir svona baráttu. Þetta eru tvö stig og hvert stig er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur.“ Höttur var undir þegar fjórði leikhluti hófst en átti frábæran lokasprett. „Við vorum ósáttir við þriðja leikhlutann en ég er sáttur hvernig við stóðum saman og náðum að græja. Það fannst vel hvað við vorum saman í þessu.“ Liðsheildin var lykilatriðið hjá Hetti þar sem allir leikmenn skiluðu sínu framlagi í kvöld. Af þeim sem komu inn á var David Ramos sá eini sem ekki skoraði en hann hefur oft verið drjúgur í stigaskori Hattar. „Það er gríðarleg samheldni í liðinu. Við töluðum um það inni í klefa að ef einhver á vondan dag sem var góður síðast þá bökkum við hvern annan upp. Ég held það sé mjög mikilvægt upp á framhaldið.“ Adam Eiður er á sínu þriðja tímabili á Egilsstöðum. „Ég er ótrúlega ánægður með verkefnið. Hér eru allir að ýta því áfram, hvort sem það er fólkið sem setur upp fyrir leik eða áhorfendur sem alltaf verða fleiri og fleiri. Ég held að leiðin sé bara upp á við.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti