Innlent

Fjöl­mennt á mót­mælum við banda­ríska sendi­ráðið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lisa Mackey aktívisti fór með erindi. 
Lisa Mackey aktívisti fór með erindi.  Vísir/Einar

Dágóður fjöldi fólks mætti að bandaríska sendiráðinu við Engjateig seinni partinn í dag á mótmælastöðu undir yfirskriftinni „vopnahlé strax“. 

Fundurinn hófst klukkan fimm fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna. Ræðumenn voru Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu og Lisa Mackey aktívisti. 

Nærri fimmhnudruð manns merktu við „going“ á Facebook-viðburðinn og nærri þúsund manns merktu við „interested“.

Myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. 

„Þetta er ekki stríð, þetta er þjóðarmorð.“Vísir/Einar
Sveinn Rúnar Hauksson fór með erindi. Vísir/Einar
Margir lögðu leið sína að sendiráðinu. Vísir/Einar
„Öll börn eiga rétt á að fá að lifa! Alveg eins og ég! Frjáls Palestína.“Vísir/Einar
Vísir/Einar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×