Ungt fólk að segja upp vinnunni í beinni á TikTok Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Undir myllumerkinu #quittok má sjá ungt fólk segja upp vinnunni í beinni á TikTok. Þetta trend hófst í Bandaríkjunum sumarið 2021 en hefur breiðst nokkuð um heiminn sem viss tískubylgja hjá ungu fólki, að minnsta kosti erlendis. Í gegnum árin hefur venjan verið sú að fólk segir upp formlega í vinnunni. Ræðir við yfirmanninn. Skilar inn uppsagnarbréfi. Sendir tölvupóst með uppsögn og svo framvegis. En nú er öldin önnur. Því í tísku hjá unga fólkinu er að segja upp í beinni útsendingu á Tik Tok. Að minnsta kosti víða erlendis. BBC Worklife rýnir í málin í nýlegri grein. Þar sem uppsagnirnar eru settar í samhengi við þá þróun að atvinnulífið um flest alla veröld er að fara í gegnum tímabilið Stóra uppsögnin. Þar sem mun fleiri en nokkru sinni áður eru að færa sig um set á milli starfa og jafnvel starfsgreina og samkeppni harðnar með hverjum deginum fyrir vinnuveitendur sem vilja halda í gott fólk. En hvað er í gangi með unga fólkið og TikTok? Í fyrrgreindri grein segir að þetta trend hafi byrjað með myndbandi sem birt var á TikTok í júlí 2021. Ungur starfsmaður McDonalds sagði þá upp í beinni á TikTok og til að gera langa sögu stutta sló myndbandið einfaldlega í gegn um allan heim. Það sama gerðist haustið 2022. Þá sýndi 31 árs gamall Ástrali í opinbera geiranum frá því þegar hún sendi uppsagnarbréfið sitt í tölvupósti og beið síðan í angist eftir því að heyra í yfirmanninum. Í myndbandinu lýsir hún því hvernig henni leið að taka þessa ákvörðun að segja upp. Þar sem togstreitan snerist um annars vegar að vilja hætta í vinnunni en hins vegar að vilja ekki bregðast liðsheildinni og samstarfsfélögunum. Fleiri dæmi eru rakin. Sem segja sögu ungs fólks sem segir upp starfi sínu og lýsir líðan sinni með þeirri ákvörðun. Fyrir og eftir að ákvörðunin er tekin. Til dæmis að finna létti við að vera búin að segja upp. En upplifa samhliða ákveðna sorg yfir því að vera að fara að kveðja. Eflaust hrista einhverjir höfuðið núna. Segja að unga fólkið hreinlega geri ekki neitt án þess að það rati á samfélagsmiðlana. Þetta sé kynslóðin sem hreinlega kunni ekkert annað. Sem er að vissu leyti rétt. Því ungt fólk á vinnumarkaði í dag er af þeirri kynslóð að hafa alist upp með samfélagsmiðlum og finnast eðlilegt og sjálfsagt að birta þar alls kyns efni og nokkurn veginn allt sem fólki dettur í hug. Meira kann þó að liggja að baki. Því samkvæmt rannsóknum eru það yngri kynslóðirnar á vinnumarkaði sem sýna sterkar vísbendingar um að breytingar í atvinnulífi framtíðarinnar verði verulegar miðað við það sem lengi hefur verið. Til dæmis er um það rætt í grein BBC að aldamótakynslóðin og Z-kynslóðin, séu þær kynslóðir sem ætla ekki að feta í fótspor foreldra sinna. Sem lögðu allt í að vinna og koma sér upp heimili og starfsframa með skuldum og álagi. Lentu síðan í bankahruninu. Og enn síðar í Covid. Þessar ungu kynslóðir leggja meiri áhreslu á andlega heilsu, hamingju og starfsánægju í samanburði við eldri kynslóðir. Ef vinnustaðirnir uppfylla ekki væntingar um þessi lykilatriði, hættir fólk einfaldlega. Þá fylgir það sögunni að helstu skýringin sem fólk gefur um hvers vegna það birtir myndband af sér að segja upp, sé til þess að opna umræðuna um það hvernig upplifun og líðan það er, að segja upp starfi sínu. Hver langtímaáhrifin verða af þessu trendi á TikTok á enn eftir að koma í ljós. Til dæmis hefur lítið reynt á það enn svo vitað sé, hvort það geti haft áhrif á frekari starfstækifæri ef á veraldarvefnum einhvers staðar hefur birst uppsögn í beinni. Þó er ljóst að útbreiðsla og vinsældir þessara myndbanda eru vísbending um að margt kunni að breytast í framtíðinni hvað varðar uppsagnir og fleira á vinnustöðum. Að slík mál teljist einkamál eða trúnaðarsamtöl á milli starfsmanns og yfirmanns kann til dæmis að heyra sögunni til. Hér má sjá myndband þar sem ung kona segir upp vinnunni og lýsir því hvernig henni líður mínúturnar fyrir og eftir. Fleiri má sjá undir myllumerkinu #quittok. @itsmarisajo It s like an elephant took its foot off my chest, but I m also sad. Onward & upward #quittingcorporate #quittingmyjob #HelloWinter #9to5problems Dog Days Are Over - Florence & The Machine Mannauðsmál Starfsframi Vinnumarkaður Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyrir „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. 13. janúar 2023 07:01 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En nú er öldin önnur. Því í tísku hjá unga fólkinu er að segja upp í beinni útsendingu á Tik Tok. Að minnsta kosti víða erlendis. BBC Worklife rýnir í málin í nýlegri grein. Þar sem uppsagnirnar eru settar í samhengi við þá þróun að atvinnulífið um flest alla veröld er að fara í gegnum tímabilið Stóra uppsögnin. Þar sem mun fleiri en nokkru sinni áður eru að færa sig um set á milli starfa og jafnvel starfsgreina og samkeppni harðnar með hverjum deginum fyrir vinnuveitendur sem vilja halda í gott fólk. En hvað er í gangi með unga fólkið og TikTok? Í fyrrgreindri grein segir að þetta trend hafi byrjað með myndbandi sem birt var á TikTok í júlí 2021. Ungur starfsmaður McDonalds sagði þá upp í beinni á TikTok og til að gera langa sögu stutta sló myndbandið einfaldlega í gegn um allan heim. Það sama gerðist haustið 2022. Þá sýndi 31 árs gamall Ástrali í opinbera geiranum frá því þegar hún sendi uppsagnarbréfið sitt í tölvupósti og beið síðan í angist eftir því að heyra í yfirmanninum. Í myndbandinu lýsir hún því hvernig henni leið að taka þessa ákvörðun að segja upp. Þar sem togstreitan snerist um annars vegar að vilja hætta í vinnunni en hins vegar að vilja ekki bregðast liðsheildinni og samstarfsfélögunum. Fleiri dæmi eru rakin. Sem segja sögu ungs fólks sem segir upp starfi sínu og lýsir líðan sinni með þeirri ákvörðun. Fyrir og eftir að ákvörðunin er tekin. Til dæmis að finna létti við að vera búin að segja upp. En upplifa samhliða ákveðna sorg yfir því að vera að fara að kveðja. Eflaust hrista einhverjir höfuðið núna. Segja að unga fólkið hreinlega geri ekki neitt án þess að það rati á samfélagsmiðlana. Þetta sé kynslóðin sem hreinlega kunni ekkert annað. Sem er að vissu leyti rétt. Því ungt fólk á vinnumarkaði í dag er af þeirri kynslóð að hafa alist upp með samfélagsmiðlum og finnast eðlilegt og sjálfsagt að birta þar alls kyns efni og nokkurn veginn allt sem fólki dettur í hug. Meira kann þó að liggja að baki. Því samkvæmt rannsóknum eru það yngri kynslóðirnar á vinnumarkaði sem sýna sterkar vísbendingar um að breytingar í atvinnulífi framtíðarinnar verði verulegar miðað við það sem lengi hefur verið. Til dæmis er um það rætt í grein BBC að aldamótakynslóðin og Z-kynslóðin, séu þær kynslóðir sem ætla ekki að feta í fótspor foreldra sinna. Sem lögðu allt í að vinna og koma sér upp heimili og starfsframa með skuldum og álagi. Lentu síðan í bankahruninu. Og enn síðar í Covid. Þessar ungu kynslóðir leggja meiri áhreslu á andlega heilsu, hamingju og starfsánægju í samanburði við eldri kynslóðir. Ef vinnustaðirnir uppfylla ekki væntingar um þessi lykilatriði, hættir fólk einfaldlega. Þá fylgir það sögunni að helstu skýringin sem fólk gefur um hvers vegna það birtir myndband af sér að segja upp, sé til þess að opna umræðuna um það hvernig upplifun og líðan það er, að segja upp starfi sínu. Hver langtímaáhrifin verða af þessu trendi á TikTok á enn eftir að koma í ljós. Til dæmis hefur lítið reynt á það enn svo vitað sé, hvort það geti haft áhrif á frekari starfstækifæri ef á veraldarvefnum einhvers staðar hefur birst uppsögn í beinni. Þó er ljóst að útbreiðsla og vinsældir þessara myndbanda eru vísbending um að margt kunni að breytast í framtíðinni hvað varðar uppsagnir og fleira á vinnustöðum. Að slík mál teljist einkamál eða trúnaðarsamtöl á milli starfsmanns og yfirmanns kann til dæmis að heyra sögunni til. Hér má sjá myndband þar sem ung kona segir upp vinnunni og lýsir því hvernig henni líður mínúturnar fyrir og eftir. Fleiri má sjá undir myllumerkinu #quittok. @itsmarisajo It s like an elephant took its foot off my chest, but I m also sad. Onward & upward #quittingcorporate #quittingmyjob #HelloWinter #9to5problems Dog Days Are Over - Florence & The Machine
Mannauðsmál Starfsframi Vinnumarkaður Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyrir „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. 13. janúar 2023 07:01 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02
Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05
Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyrir „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. 13. janúar 2023 07:01
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01