„Það er erfitt að segja svona beint eftir leik afhverju góð frammistaða skilar engu en þeir eru bara á þeim stað að þeir refsa fyrir öll mistök sem við gerum. Á þessum stað í keppninni þá er það bara of dýrt.“
Jason Daði skoraði bæði mörk Blika í kvöld en í bæði skiptin þurfti VAR að skera úr um hvort þau væru gild og var Jason spurður út í það hverni honum leið í biðinni.
„Þetta er óþægilegt og að sjálfsögðu heldur maður í vonina um að markið standi en þetta tekur á taugarnar.“
Jason var að lokum spurður út í það hvort Blikar hafi verið sjálfum sér verstir í mörkunum sem þeir fengu á sig.
„Ég sá ekki hvað gerðist í vítinu en það er náttúrlega pirrandi að fá ódýr mörk á sig.“