Tók upp byssu þegar samstarfsmaður hótaði að spilla Top Gun Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 09:50 Tom Cruise tók ekki upp byssu. Hann er stjarna Top Gun: Maverick. The Chosunilbo JNS/Getty Ástralskur lögreglumaður hefur verið sakfelldur fyrir að fara óvarlega með skotvopn eftir að hafa otað því að samstarfsfélaga. Sá hafði séð stórmyndina Top Gun: Maverick kvöldið áður og hótaði að spilla söguþræði hennar. Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs. Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs.
Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira